Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Qupperneq 34
Helgarblað 16.–19. október 201526 Fólk Viðtal
dæmalaust vinsælu barnaplötu
Abbababb! árið 1997. Platan var
uppfull af húmor og hressleika. En
súr húmorinn er kannski einmitt
eitt af því sem hefur verið eins og
rauður þráður í gegnum öll verk
Gunna. „Húmor er náttúrlega
eitthvað sem má helst ekki vera
ef maður á að vera tekinn alvar-
lega. Svo það er ágætt að vera með
hann, því ég hef engan áhuga á því
að vera tekinn alvarlega. Það eru
yfirleitt bara einhverjir vitleysingar
sem ganga fyrir slíku.“
Þegar lífið drap rokk og rólið
„Þegar það var alveg útséð að ég
myndi ekki meika það, og Unun
hætti, þá
stóð ég á
tímamót-
um. Ég
var hættur
í bank-
anum og
vann sem
blaðamaður.“
Á nýju ár-
þúsundi drap
lífið endanlega
rokkið og rólið:
„Ég kynnist
konunni minni,
Bjarnveigu
Magnúsdóttur,
eignaðist barn
38 ára og tók bílpróf sama ár.
Fram að því hafði ekki verið neinn
tími fyrir barn og enginn peningur
fyrir bílprófi, ég var alltaf að eyða í
einhverja tónlist. Þá geng ég inn í
þennan hamar.“
Hefur fjölskyldan smitast af tón-
listaráhug-
anum? „Nei,
ekkert svaka-
lega. Kon-
an mín hefur
gaman af The
Smiths – sem
mér finnst
hálfleiðinleg-
ir. En ég get
alltaf strítt
henni af því
að ég hafi séð
þá á tónleik-
um þegar þeir
voru alveg ný-
byrjaðir úti í
London, 1984 eða 83, held ég. Ég
var bara: hvaða drasl er þetta? Og
ekki krakkarnir heldur. Strákurinn
er á fullu í fótbolta. Ég er ekkert að
reyna að pína þau til að hlusta. Það
er svo slappt þegar foreldrarnir eru
eitthvað að skipta sér af. „Vertu nú
ekki alltaf í þessum fótbolta, hérna
er plata með Birthday Party, Ramo-
nes. Það er sko eitthvað fyrir þig!““
grínast Gunni.
Hann segir það því ekki hafa ver-
ið börnin hans tvö, átta og tólf ára,
sem hafi ýtt honum út í það að taka
þátt í Ísland got talent. „Nei, nei, það
var bara Jón Gnarr. Hann hringdi í
mig og talaði fyrst um þungarokks-
hljómsveitirnar Sepultura og Nail-
bomb í hálftíma. Svo undir lok-
in spurði hann mig hvort ég vildi
koma í þáttinn. Það var bara fínt
því ég var að mestu leyti búinn að
vinna þættina um popp- og rokk-
sögu Íslands fyrir RÚV og var næst-
um því farinn að skoða atvinnuaug-
lýsingarnar með sívaxandi kvíða.
Ég held samt að krakkarnir mínir
hafi aldrei þótt ég eins spennandi
og þegar ég
sagði þeim að
ég væri að fara
í Ísland got
talent.“
Snýr sér að
myndlistinni
Dr. Gunni
hefur fengist
við ýmislegt í
gegnum tíð-
ina fyrir utan
að spila og
gefa út tón-
list. Spurn-
ingaþátturinn
Popppunkt-
ur hefur ver-
ið í sjónvarpi
og útvarpi og gefinn út sem borð-
spil, hann hefur starfað sem tón-
listarblaðamaður, skrifað bækur
og sjónvarpsþáttaröð um íslenska
tónlistarsögu.
„Þegar ég byrjaði að skrifa um
tónlist fannst mér íslensk popp-
skrif vera á eitthvað svo lélegum
stað og hélt að ég gæti alveg eins
gert þetta. Það er alltaf það sem ég
hef hugsað. Ef mér finnst ekki ver-
ið að semja nógu skemmtilega tón-
list hérna, verð ég bara að gera það
sjálfur. Ef það hefur enginn skrifað
neina almennilega bók um tónlist,
þá verð ég bara að gera það sjálfur,“
segir Gunni.
Og enn einu sinni ætlar hann að
venda kvæði sínu í kross og reyna
sig á nýjum vettvangi. „Næsta verk-
efni sem ég gæti farið í væri að
halda málverkasýningu á Mokka.
Ég er aðeins byrjaður að mála, um-
slagið á nýju plötunni minni er í
þessum stíl, augnablik úr lífi mínu.“
Hefur þú gert einhverja mynd-
list áður? „Ég gerði einhverjar
myndasögur fyrir mörgum árum
þegar ég var með áhuga fyrir því.
Það kom allt út í Gisp! og var meira
að segja sýnt í Listasafni Reykjavík-
ur og á Kjarvalsstöðum. Það hefur
aldrei stoppað mig að ég geti það
ekki beint. Það er ekkert mál að
gera hvað sem er. Ég hef aldrei haft
þessa minnimáttarkennd eins og
hrjáir því miður oft konur. Eins og
það þurfi allt að vera svo fullkomið
til að þær láti vaða. Ég er ekki með
neina fullkomnunaráráttu. Ég bara
byrja og enda“ segir doktorinn. n
Trúlofunarhringar
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Snýr sér að málverkinu Næsta verkefni Dr. Gunna er að halda sína fyrstu málverkasýningu. Mynd Sigtryggur Ari
„Ég tók
kannski
smá sukk þegar
ég var í Unun,
fótbrotnaði undan
einhverjum klæð-
skiptingi í Bjark-
arpartíi og þurfti
að spila með gifs á
Wembley, missti af
rútunni og kom of
seint á tónlistar-
hátíðina Uxa.
nýbylgja Svart/hvítur draumur í London árið 1988.
unun Dr. Gunni ætlaði að meika það í
útlöndum með popprokksveitinni Unun á
tíunda áratugnum.
Í sjoppu Eitt af mál-
verkum Dr. Gunna prýðir
umslag nýju plötunnar.
Verkið er unnið eftir
ljósmynd sem var tekin á
kaffihúsinu í Kolaportinu.