Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Blaðsíða 42
Helgarblað 16.–19. október 201534 Skrýtið Sakamál Í morgunsárið 27. júní, 1999, fund- ust lík fjögurra manneskja á heimili við Kelvin-veg í þorpinu Clydach í Swansea í Wales. Um var að ræða Doris Dawson, átt- ræða fatlaða konu, dóttur hennar, Mandy Powers, 34 ára, og tvær dætur Mandy, Katie, 10 ára, og Emily, 8 ára. Allar höfðu verið barðar til dauðs og síðan hafði eldur verið borinn að húsinu. Síðar kom í ljós að í þungamiðju málsins voru þrjár manneskjur; Mandy Powers, fertugur brotajárns- höndlari að nafni David Morris, frá Craig Cefn Parc í Swansea-dalnum, og Alison Lewis, fyrrverandi lög- reglukona frá Pontardawe, einnig í Swansea-dalnum. Ástarþríhyrningur Þannig var mál með vexti að Mandy hafði átt í ástarsambandi við David um skeið. Síðan hófst ástarsamband hjá henni og Alison og David fékk reisupassann. David tók höfnuninni illa, vægast sagt, og gekk berserksgang á heim- ili Mandy vopnaður trefjaglersröri. Gekk hann svo vasklega fram að síð- ar, þegar myndir af líkunum voru sýndar við réttarhöld í málinu, var varað sérstaklega við því sem þær sýndu. Við rannsókn málsins neitaði David að vera með nokkrum hætti bendlaður við morðin á þremur kyn- slóðum sömu fjölskyldunnar. Einnig kom eiginmaður Alison af fjöllum þegar upplýstist um ástar- samband hennar og Mandy Powers. Vildi sameinast Mandy Þegar Alison fékk þau tíðindi að ást- kona hennar og öll fjölskylda hennar hefðu verið myrt fékk hún svo mikið áfall að hún gerði tilraun til að henda sér út um glugga og svipta sig þannig lífi. Ef ekki hefði verið fyrir vin henn- ar, sem hafði reynt að hugga hana, og eiginmann hefði það tekist. Á síðustu stundu tókst þeim að hindra Alison í áformum hennar þar sem hún stóð við svefnherbergisgluggann og hróp- aði að hún vildi „sameinast Mandy“. Vert er að halda því til haga að hjónabandi Alison og eiginmanns hennar varð ekki bjargað eftir að vitn eskjan um ástarsamband henn- ar og Mandy kom upp á yfirborðið. Einnig voru þau innan árs frá morðunum handtekin grunuð um aðild, en síðar sleppt án ákæru. Blóðug gullkeðja David Morris var ekki handtekinn fyrr en í mars árið 2001 og þremur árum eftir morðin hófust loks rétt- arhöld í málinu, í apríl 2002. Eitt helsta sönnunargagn ákæruvaldsins var gullhálskeðja sem fannst, böðuð blóði, á vettvangi glæpsins. Greini- legt var að keðjan hafði slitnað í átök- um og upphaflega þvertók David fyr- ir að eiga hana. En rannsókn leiddi í ljós að á keðjunni var að finna málningu sem samsvaraði málningu sem var að finna á innréttingum í eldhúsinu á heimilis Davids og á endanum viður- kenndi hann að keðjan væri hans. Glórulaus ofsi Einnig kom upp úr kafinu að David hafði lagt hendur á Mandy meðan á sambandi þeirra stóð og hafði hún látið í ljósi hræðslu vegna skapofsa hans. Af verksummerkjum mátti sjá að ótti Mandy vegna ofsa Davids byggði ekki á órum. Þegar hann myrti Mandy lét hann ekki nægja færri en 38 högg með rörinu og tróð síðan kynlífsleikfangi inn í lífvana líkama hennar. Móðir Mandy var ein heima og var myrt þar sem hún lá í rúmi sínu og síðan kveikt í líkinu. Síðan beið David þess að Mandy kæmi heim með dætrum sínum og myrti þær hverja á fætur annarri. Lík annarrar dóttur Mandy fannst á stigapallinum en lík hinnar í svefnherbergi systr- anna. Dómur og áfrýjun Árið 2002 fékk David Morris fjórfald- an lífstíðardóm fyrir morðin á Mandy Powers, móður hennar og tveim- ur dætrum. David fékk, árið 2005, heimild til áfrýjunar og var það úr- skurður dómara við áfrýjunardóm- stólinn að áhöld væru um að David hefði fengið sanngjörn réttarhöld og sakfelling hans ekki vel grundvölluð. Í ágúst 2006 lauk nýjum rétt- arhöldum yfir David Morris. Lyktir urðu þær að upprunalegur fjórfaldur lífstíðardómur skyldi standa óhagg- aður. Enn og aftur dró til tíðinda í júlí 2007. Þá féll sá úrskurður að sak- felling skyldi standa en fjórfald- ur lífstíðardómur, sem hafði fall- ið í tvígang, var ógiltur. Nýr dómur hljóðaði upp á 32 ár á bak við lás og slá … svo mörg voru þau orð. n Fjögur Fórnarlömb – þrjár kynslóðir n David Morris tók höfnun vægast sagt illa n Gekk berserksgang með röri Mandy Powers Hafnaði manni og galt fyrir með lífi sínu. David Morris Gekk berserksgang eftir að hafa fengið reisupassann. „Þegar hann myrti Mandy lét hann ekki nægja færri en 38 högg með rörinu. 30% AFSLÁTTUR Í ÖRFÁA DAGA! H E I L S U R Ú M ROYAL AVIANA Queen Size (153x203 cm) þrýstijöfnunardýna Verð áður 164.701 kr. VERÐ NÚ 115.290 kr. A R G H !!! 0 21 01 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.