Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 45
Helgarblað 16.–19. október 2015 Lífsstíll 37
Allt á einum stað:
Prentun, merkingar og frágangur.
Inni- og útimerkingar.
Segl- og límmiðaprentun.
Ljósmynda-, striga- og segulprentun.
Textaskraut, sandblástur,
GSM hulstur og margt fleira...
Ein gersema höfuð-
borgarinnar stækkar
n Hótel Borg fær andlitslyftingu
H
ótel Borg hefur verið opn-
að á ný eftir stækkun og
breytingar. Það var árið 1930
sem þetta ástkæra hótel var
byggt í hjarta miðborgar-
innar og stendur það enn tignarlegt
við Austurvöll. Á dögunum var boð-
ið í opið hús á hótelinu í tilefni þess
að framkvæmdum við stækkun þess
var lokið. Nú hefur verið bætt við 43
herbergjum, veislu- og fundarsölum,
glæsilegri heilsulind og líkamsrækt-
araðstöðu.
Hönnunarhornið kíkti við og
birtir hér myndir Sigtryggs Ara ljós-
myndara af gullfallegum rýmum
sem innréttuð eru í art deco-stíl, með
tilliti til upprunalegs hluta hótels-
ins, en það hefur alltaf þótt einstakt
í byggingarstíl og hönnun. Það var
Guðjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins, sem hafði stílinn að leiðar-
ljósi við hönnun hótelsins á sínum
tíma. Á hótelinu eru sérsmíðuð hús-
gögn í þeim stíl en art deco kemur
fram jafnvel í minnstu smáatriðum.
Sjón er sögu ríkari. n
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
Sirkus fjármagnaði Hótel Borg
Merkileg saga
Hótel Borg var fyrsta lúxushótelið
á Íslandi byggt í stórglæsilegum art
deco-stíl þegar enn voru kindur á beit við
Austurvöll. Byggingin hefur frá upphafi
verið tákn menningar í borginni og skil-
greind sem ein gersema borgarinnar, ekki
að ástæðulausu.
Það var hinn þrælsterki Jóhannes Jós-
efsson glímukappi sem lét byggja hótelið.
Hann fæddist árið 1883 og varð fljótt
landsþekktur glímukappi. Hann keppti
á Ólympíuleikum í London árið 1908 og
hreppti fjórða sæti einungis 25 ára gamall.
Eftir það ferðaðist hann um heiminn og
endaði ferðalagið í Ameríku. Þá fór hann
að starfa hjá hinum heimsfrægu Barnum
og Bailey í „Barnum & Baileys Gr atest
Show on Earth“ ferðasirkusi.
Þessar glæsilegu sirkussýningar voru
engu líkar og á þeim slóst Jóhannes við
aðra kappa, meðal annars vopnaður
beittum hnífum. Á sýningunum mátti sjá
margt sem á þessum tímum þótti furðu-
legt svo sem síamstvíbura, hafmeyjar og
stærstu dýr í heimi. Jóhannes aflaði sér
mikilla tekna á þessum tíma og sneri heim
ríkur maður árið 1927. Ári seinna hófust
framkvæmdir við Hótel Borg.
Hugsað út í hvert smáatriði Art
deco-stíllinn er áberandi og má sjá stíl-
inn víða á hótelinu. Meira að segja hillur
á veggjum hótelsins verða að fallegu art
deco-listaverki. Mynd Sigtryggur Ari
Fallegt veggfóður grípur augað Hér eru mildir og fallegir litir notaðir í bland við gyllta
veggi og gulllista í lofti. Mynd Sigtryggur Ari
Falleg húsgöng Húsgögnin á herbergjum
hótelsins eru sérhönnuð og -smíðuð.
Aðlaðandi heilsulind Í heilsulindinni geta gestir slappað af og dundað sér við að skoða
gamlar ljósmyndir sem tengjast sundmenningu Íslendinga. Mynd Sigtryggur Ari
Standard svíta Hér er eitt af 43 herbergjum sem var bætt við hótelið á dögunum. Í her-
bergjunum eru annaðhvort venjulegar eða franskar svalir. Mynd Sigtryggur Ari
glæsilegur bar Nýi barinn fyrir utan gyllta salinn. Mynd Sigtryggur Ari