Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Page 14
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 17.–19. nóvember 2015 Mér líður alltaf betur þegar ég er búin að semja lag Illskan holdi klædd Greta Salóme Stefánsdóttir fær útrás með því að semja. – DV M annskæðu hryðjuverkin í París munu breyta Evrópu eins og við höfum þekkt hana. Þessi hryðju- verk eru stríðsyfirlýsing heiftúðugs öfgaafls sem á ekkert skylt við trúarbrögð. Það er í raun öfugsnúið að kenna þessa brjálæð- inga við nokkuð annað en illskuna innra með þeim. Stríðsyfirlýsingin er gegn lýðræðislegum og mann- legum gildum hins frjálsa heims. Vígamennirnir skipulögðu þess- ar árásir vandlega og eins og svona skepnur gera gjarnan var ráðist á óbreytta borgara. Hryðjuverk er ekki nægilega stórt orð yfir þetta níðingsverk. Því miður er margt sem bendir til þess að harmleik- urinn í París kunni að vera upp- hafið að frekari níðingsverkum IS- IS-liða gegn Evrópu. Þannig liggur fyrir að komið hefur verið í veg fyr- ir árásir á kirkjur og farþegalestir í Frakklandi. Manuel Valls, forsætis- ráðherra Frakklands, hefur varað Evrópubúa við því að búast megi við fleiri árásum á næstu dögum eða vikum. Hann sagði í samtali við fjölmiðla að frönsk stjórnvöld hafi vitneskju um að aðgerðir hafi verið í undirbúningi gegn Frakklandi og öðrum Evrópulöndum. Ýmsir hafa raunar gengið svo langt að lýsa því yfir að Parísar-harmleikurinn, og í kjölfar hans yfirlýsing ISIS um að þeir hafi staðið að níðingsverk- inu, marki upphaf þriðju heims- styrjaldarinnar. Hún verði ólík hin- um fyrri tveimur þar sem árásirnar muni fyrst og síðast beinast gegn óbreyttum borgurum og saklausu fólki. Guð hjálpi okkur ef níðings- verk af þessu tagi verða daglegt brauð. Að sama skapi er mikilvægt að þjóðir Evrópu taki ekki skyndi- ákvarðanir um að loka landamær- um sínum fyrir flóttafólki. Fólk á örvæntingarfullum flótta frá skelfi- legu ástandi er ekki fólkið sem þarf að stöðva. Áfram þarf að tryggja því fólki grið og tækifæri til betra lífs. Það þarf að ráðast að rótum ISIS. Finna þessa níðinga og uppræta þá. Fyrr verður Evrópa ekki í rónni. Harmleikurinn í París gleymist aldrei og það er krafa okkar allra að þessir hundingjar finnist og að þeir fái makleg málagjöld. Þessir menn eru réttdræpir hvar sem til þeirra næst. Við erum að leita að þeim og við munum finna þá og við mun- um eyða þeim. Það verður ekki bara stund hefndarinnar. Það verð- ur stundin þegar Evrópa getur aft- ur sofið róleg. Við erum ekki hrædd en við látum ekki koma svona fram við okkur. Við erum öll Parísarbú- ar og látum ekki brjóta okkar gildi niður. Við stöndum keik. Klökk, en keik. n Þora þeir ekki að tala hreint út? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra greindi frá því í útvarpsviðtali á Bylgjunni í gær- morgun að forsætisráðherrar Vesturlandanna þori ekki að tala opinskátt um öryggismál og mál- efni flóttamanna af ótta við að snúið verði út úr orðum þeirra. Sigmundur sagði að pólitískur rétttrúnaður ylli þessu og þróun- in væri mjög varasöm. Það er afar slæmt að ráðamenn skuli jafnvel tala þvert um hug sinn á opinber- um vettvangi í þessum efnum. Yf- irlýsingar Sigmundar í þessa veru munu hins vegar líklega verða vatn á myllu þeirra sem segja hann tala í gátum. Fundaþjófur Fullt var út úr dyrum á dögunum á fyrirlestri sem Hannes Hólm- steinn Gissurarson prófessor efndi til um valdatíma Davíðs Odds- sonar. Sá sem stal óvænt senuninni á fundinum var Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður Fram- sóknarflokks- ins, sem mærði mjög Davíð og fór með gaman- mál við mikla kátínu viðstaddra. Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur henti í hringhendu af því tilefni: Það héldu allir að ég myndi vinna Ása Ástardóttir er fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í Big Brother. – DV Sá sem leggur meira á sig en aðrir – hann vinnur Katrín Tanja Davíðsdóttir, heimsmeistari í crossfit. – DV Líkami og yfirráð R æð ég yfir líkama mínum og/eða líkama annarra? Hvað er líkami? Líklega eitthvað sem ég þekki ekki nema að takmörkuðu leyti. Hvað felst þá í því að ráða yfir einhverju sem ég á og á ekki, því sem ég þekki og þekki ekki? Í svonefndri „umræðu“ nútildags virðist fólk einskorða yfirráð sín og frelsi við brjóst, geirvörtur, nafla og kynfæri. Það virðist ekki sjá skóginn fyrir þremur trjám sem það bítur sig í og skrifar í börkinn kjörorð á ensku: I love you! Aftur á móti bendir lífið til þess að enginn ráði yfir líkama sínum en maður getur talið sér trú um það ef hann er ekki, rökfræðilega séð, með al- veg réttu ráði. Allt breyttist með hugmynd Marx um líkamann, að maður selji hann í skiptum fyrir laun. Maður selur sig „auðvaldi“ sem hann ætti að berjast gegn með því að boða alræði öreiganna. Að því fengnu verður líkaminn frjáls!? Marx virðist ekki hafa tekið með í reikninginn að líkaminn er meira en framleiðslutæki til að auðga aðra líkama en þá sem stunda þrælasölu á afli sínu. En líkam- inn er ýmislegt: kenndir, hug- myndir og það sem enginn þekkir með góðu móti og felst í dul- eða draumheimi. Aðeins í honum get- ur þreytt mamma fengið það sem annars verður ekki uppfyllt, ef marka má skáldið. Maðurinn verð- ur annars að lifa í óvissunni. Til að benda á hvað kenningar geta verið beggja blands beygði margur marxisti sig undir ofur- vald marx-lenínisma sem hann skildi, nennti eða gat ekki skil- ið og valdi auðveldustu leiðina að trú á það sem tilfinningarnar sögðu í vímu sinni. Þannig varð úti um marxismann í Sovétríkj- unum og hjá mörgum. Við hrun þeirra hrundu andlega séð þús- undir, einkum menntaðra. Það hrun var ógæfa heimsins. Vegna þess að annað trúarvald, auðsins, tók við, hömlulaust með boðskap almættis og gæsku þeirra sem auðgast fyrir sinn eigin mátt og sjálfsbjargarviðleitni sem hjálpar öðrum til sjálfsbjargar á frjálsum heimsmarkaði! Sú trú er líka hrun- in og hefur í samtímanum valdið þeim óskapnaði sem við lifum við. Í kjölfarið sigldi taumlaus bjána- skapur á sviði stjórnmála, félags- mála, menningar og lista. Samtím- ann einkennir alræði bjánaskapar, fölsk samúð og sjálfsvorkunn- semi. Við sjáum hvarvetna sam- úðargræðgi á sviði réttvísi. Í nauðgunarmálum er aldrei nefnd sjálfsábyrgð eins og í tryggingamálum. Við vissar að- stæður virðist nauðgarinn og sá sem er nauðgað gleyma sjálfs- ábyrgð hvað varðar líkamann. Þá er við hæfi að minnast á rétt nak- inna brjósta, vegna nýlegs andláts Dodu sem ekki á fjarlægum tíma hætti að afgreiða í veitingahúsi og fletti frá brjóstunum. Þannig gerði Doda „topless“-byltinguna og færði San Francisco á kort frjálsra ásta innan um blómin. Og í París á föstudagskvöld voru sprengdir veitinga- og skemmtistaðir frjálsrar æsku á tónleikum bandarísku hljómsveitarinnar Eagles of Death Metal. Nafnið dauður málmur heillaði fólkið. Þegar fyrstu skot- in heyrðust í höllinni ærðust all- ir yfir trommusnilld Jesse Hughes og Josh Homme. Enginn áttaði sig á nálægð raunverulegs dauða fyrr en frægu amerísku goðin flúðu æpandi af sviðinu með trommu- settin og skildu aðdáendurna eftir í blóði sínu í salnum. Hverjir frömdu glæpinn? Ungir skipulagðir refsienglar úr öðrum heimi? Voru þeir að refsa tilgerðar- legri lífs- og dauðaþyrstri æsku? Var verið að vekja Evrópu til vit- undar um að menning hennar og stjórnmál eru dauðadæmdur bjánaskapur? n Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Það er krafa okkar allra að þessir hundingjar finnist og að þeir fái makleg mála- gjöld. Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is hundafóður  80% kjöt  20% jurtir, grænmeti og ávextir  0% kornmeti Guðna lund er létt og hlý, líka er stundum grófur. Það eru undur ekki ný að hann sé fundaþjófur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.