Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Page 22
18 Menning Vikublað 17.–19. nóvember 2015
M
ichael Fassbender og
Marion Cotillard eru tveir af
bestu leikurum sinnar kyn
slóðar og því kominn tími til
að þau takist á við Shakespeare. Og
hér eru blessunarlega engir leður
klæddir nasistar á ferð, heldur fær
verkið að gerast á réttum stað og
tíma, í Skotlandi á 11. öld.
Menn standast þó ekki
freistinguna að láta Skota mála sig
bláa í framan „a la“ Braveheart, þó
að þeir hafi löngu verið hættir því
þegar hér er komið sögu. Umhverfið
er líka stórbrotið, ekki Ísland (aldrei
þessu vant) heldur eyjan Skye vestan
við Skotland.
Allt fellur þetta þó nánast í skugg
ann af aðalleikaranum Fassbender,
sem nánast kveikir í skjánum í hvert
sinn sem hann er í mynd. Hann
er eiginlega of mikill persónuleiki
til að leika Macbeth, og það kem
ur á daginn að hér er það hann, og
ekki lafðin, sem er mest gefinn fyrir
morð. Allt þetta minnir mann þó
á hversu áhugavert það var að láta
Björn Thors hafa krúnuna af Hilmi
Snæ þegar verkið var sett upp í Þjóð
leikhúsinu hér um árið, sem breytir
dínamíkinni mjög.
Bilið í milli hins dulræna og ekta
er hugvitsamlega útfært. Við erum
hér stödd á hjátrúarfullum tím
um í huga geðveiks manns, og því
ekki alltaf ljóst hvað er raunverulegt
og hvað ekki, en hnífasenan fræga
hefur sjaldan verið betri. Í raun er
undan fáu að kvarta, en þó er fátt
nýtt á ferð. Fyrir byrjendur er þetta
jafn góð kynning á skoska leikritinu
og hver önnur, en fyrir lengra komna
ekki endilega nauðsynleg viðbót.
Polanskiútgáfan frá 1971 er best.
Enn sem komið er. n
Krúnuleikur
Tekist á við Shakespeare
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Macbeth
IMDb 7,5 RottenTomatoes 87% Metacritic 85
Leikstjórn: Justin Kurzel
Aðalhlutverk: Michael Fassbender og
Marion Cotillard
113 mínútur
Fassbender og
Cotillard Michael
Fassbender í hlutverki
hinn ofsóknaróða skoska
konungs Macbeths og
Marion Cotillard leikur
eiginkonu hans, lafði
Macbeth.
Tilnefningar til
Hönnunarverð-
launa tilkynntar
Á mánudag tilkynnti Hönnunar
miðstöð um tilnefningar til
Hönnunarverðlauna Íslands 2015
sem verða veitt þann 24. nóvem
ber næstkomandi.
Verðlaunin voru veitt í fyrsta
skipti í fyrra, en þá hlaut verk
efnið Austurland Designs from
nowhere heiðurinn. Verðlaunun
um er ætlað að vekja athygli á
mikilvægi og gæðum íslenskrar
hönnunar og arkitektúrs. Að laun
um fær sigurvegarinn peninga
verðlaun að upphæð 1.000.000
krónur, en þau eru veitt af iðnað
ar og viðskiptaráðherra.
Í ár verða einnig veitt verðlaun
fyrir bestu fjárfestingu í hönnun
2015. Öll fyrirtæki sem hafa
hönnun og arkitekúr að leiðarljósi
frá upphafi verka með það fyrir
augum að auka verðmætasköpun
og samkeppnishæfi eiga þess kost
að hljóta viðurkenninguna.
Í ár eru eftirfarandi verkefni
tilnefnd til verðlaunanna
n Allt til eilífðar,
landslagsverk
við Garðakirkju á
Álftanesi sem varð
til fyrir tilstuðlan
foreldra Guðrúnar Jónsdóttur, sem
lést sviplega árið 2006. Verkið er
hannað af Studio Granda arkitekt
um og unnið í samstarfi við Kristin
E. Hrafnsson myndlistarmann.
n Fatahönnuður
inn Aníta Hirlekar,
en hönnun hennar
er sögð einkenn
ast af sterkum lita
samsetningum og handbróderuð
um textíl. Innblástur er fenginn
úr óreiðukenndu flæði lita á bak
hlið útsaums og er fatnaðurinn
með handsaumuðum línum og
hangandi marglitum þráðum sem
þekja yfirborð efnisins eins og
kraftmiklar pensilstrokur.
n Sýningin
Eldheimar –
gosminjasýning
í Vestmannaeyj-
um, er verk Ax
els Hallkels Jóhannessonar sýn
ingarhönnuðar, Gagarín, sem
hannaði gagnvirka sýningarhluta,
arkitektsins Margrétar Kristínar
Gunnarsdóttur og Lilju Kristínar
Ólafsdóttur landslagsarkitekts.
n Íslenski
fáninn, eftir graf
íska hönnuðinn
Hörð Lárusson.
Verkefnið á rætur
að rekja í skýrslu fánanefndar frá
1915. Verkefnið spannar langan
tíma og telur meðal annars bók
þar sem gömlu fánatillögurnar
eru teiknaðar upp í fyrsta sinn,
síðar leiðarvísi með umgengnis
reglum varðandi íslenska þjóð
fánann, sýningu og viðburð á
HönnunarMars og samstarf við
forsætisráðuneytið í skilgreiningu
prent og skjálita fánans.
n Primitiva,
eftir Katrínu Ólínu
Pétursdóttur
er þróun þrí
víðs formheims.
Verkið er safn fjörutíu verndar
gripa sem steyptir eru í brons en
byggja á þrívíddarprentun. Úr
varð hugmyndakerfi um gripina
sem standa fyrir ákveðið hugtak
sem snertir innri vitund þess sem
ber gripinn. Samhliða gripunum
skrifaði Katrín leiðabókina Prim
itiva, Book of Talismans.
Tákn þotualdar á Íslandi
n Halldór Eiríksson arkitekt ræðir Hótel Loftleiðir og arfleifð
Í
ár eru 100 ár frá brunanum mikla
í Reykjavík. Hann hafði afgerandi
áhrif á þróun módernísks arkitekt
úrs og borgarlandslags Reykja víkur
en í kjölfar hans var bannað að
byggja timburhús í borginni og stein
steypan varð mikilvægasta byggingar
efni reykvískra húsa. Á sama tíma og
aldargömul steypuhús geta nú verið
friðuð sökum aldurs er komin fram
krafa um þéttingu byggðar í borginni.
Spurningar um mögulegt niður
rif, verndun eða endurnýtingu slíkra
bygginga kvikna óhjákvæmilega í ljósi
þeirrar kröfu.
Í desember eru 75 ár frá því að tveir
af þekktustu íslensku módernísku
arkitektunum, Gísli Halldórsson
og Sigvaldi Thordarson, stofnuðu
teiknistofu sína – en hún er enn starf
andi undir nafninu Tark. Í tilefni af
afmælinu og yfirstandandi umræð
um um arfleifð módernískra húsa í
Reykjavík stendur stofan fyrir mál
þingi í Gamla bíói á fimmtudag. Með
al ræðumanna verða arkitektar frá
Danmörku, Frakklandi og Bretlandi
sem hafa ýmist komið að endur
byggingu eða endurskipulagningu
módernískra bygginga á undanförn
um árum.
Halldór Eiríksson arkitekt er einn
þeirra sem skipuleggur ráðstefnuna
og mun sjálfur ræða eitt af þekktari og
mest einkennandi sköpunarverkum
Gísla Halldórssonar, Hótel Loftleiðir
(nú Hotel Natura), sem byggt var á
sjöunda áratugnum við flugvöllinn í
Reykjavík.
Módernísk borg
„Módernískur arkitektúr sprettur
fram með nýjum byggingarefnum og
nýrri tækni sem kemur fram í iðn
byltingunni. Hann sprettur enn frem
ur upp úr hugmyndum um að að
skilja vinnustaði og íbúðahúsnæði,
um að tryggja fólki heilsusamlegt og
öruggt umhverfi. Þetta hangir auðvit
að saman við sósíalískar hugmynd
ir sem voru að styrkjast um svipað
leyti. Menn fóru að nota ný efni, stál
ið og steypuna, og horfðu til iðnaðar
bygginga og fjöldaframleiðslu. Úr
þessari iðnaðarfagurfræði spratt það
sem kallast módernismi og svo al
þjóðastíllinn sem varð leiðarstef og
ríkjandi stíll í arkitektúr frá 1930 eða
1940 og fram undir 1970. Þá eru menn
að fást við flöt þök, færa burðarvirk
ið inn í bygginguna, klæða hana að
utan með gluggakerfum, skipta henni
niður í einföld geómetrísk form og
tengja saman. Þetta er sá arkitektúr
sem Gísli Halldórsson aðhylltist og er
til dæmis mjög skýr í hönnun Hótel
Loftleiða,“ segir Halldór.
„Hvort sem okkur líkar það betur
eða verr er Reykjavík módernísk borg
að langmestu leyti. Hún byggðist að
stórum hluta upp eftir brunann mikla
1915, en frá og með árinu í ár fara
þær steinsteyptu byggingar sem voru
byggðar eftir brunann að verða friðað
ar. Að friða mörg hundruð eða nokk
ur þúsund fermetra af steinsteyptum
strúktúr er hins vegar allt annað en
að friða gömul timburhús í Grófinni.
Þá erum við kannski komin með ein
hvers konar hvíta fíla í borginni og þá
vakna ýmsar spurningar: hvað skal
gera við þessi hús? Er hægt að nýta
þau frekar en að rífa þau bara niður?“
Vistvænt að nýta húsin
„Í dag eru vistvænar hugmyndir orðn
ar áberandi og það er erfitt að rétt
læta það í vistvænu tilliti að rífa þess
ar byggingar og byggja eitthvað alveg
nýtt. Vistvænustu byggingarnar eru
þær sem eru þegar til staðar. Í síaukn
um mæli munu arkitektar því þurfa að
endurgera, breyta notkun og breyta
byggingunum sjálfum,“ segir Halldór
og tekur dæmi um 20. aldar byggingu
sem hefur að mestu glatað hlutverki
sínu en væri mikil synd að rífa.
„Þó að sinfónían sé farin úr Há
skólabíói er ekkert augljóst að við vilj
um rífa bygginguna. Á einhverjum
tímapunkti mun jú einhver spyrja sig
– eflaust sá sem þarf að borga – hvað
get ég gert við þetta hús? Mér finnst
mjög hæpið að fólki finnist ásættan
legt að rífa það, mér finnst það sjálfum
reyndar alveg absúrd. En þá þarf að
eiga sér stað samræða um hvaða gildi
húsið hefur, hvernig hægt er að nýta
það og hverju þarf að breyta til að það
virki fyrir okkur í dag. Hús sem hefur
ekkert hlutverk hefur nefnilega ekki
gildi. Við munum ekki láta það bara
standa sem minnisvarða um þúsund
manna bíó,“ segir hann.
Ísland sem nútímaþjóð
„Það eru ekki margir íslenskir arki
tektar sem héldu sig alltaf við módern
ismann. Margir fóru í það að búa til
íslenskan arkitektúr, skoða hvern
ig íslenskur arkitektúr ætti að vera.
Guðjón Samúelsson fór til að mynda
í stuðlabergið, burstabæinn og svo
framvegis. Gísli og Sigvaldi voru hins
vegar alltaf alveg gallharðir módern
istar. Í byggingum Gísla kemur saman
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Ræðir arfleifð módernískra bygginga Halldór Eiríksson, arkitekt og stundakennari við Listaháskóla Íslands, fjallar um byggingar
Loftleiða við Reykjavíkurflugvöll sem menningararf. MynD SIGTRyGGuR ARI
Þotuöld á Íslandi Byggingar Loftleiða við Reykjavíkurflugvöll voru holdgervingar
alþjóða- og nútímahyggju módernismans.