Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Síða 16
Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, Opið virka daga kl. 10–18 Innrammarinn.is PANTAÐU Á NETINU Project1_Lay out 1 24/11/ 2011 12:58 Page 1 Gæðavottuð innrömmun á góðu verði Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Sérsmíðaðir rammar Innrammarinn býður upp á alla almenna innrömmunarþjónustu. Boðið er upp á sérsmíðaða ramma úr tré eða áli. Góður rammi eykur fegurð listaverka rétt eins og gull og silfur auðga fegurð eðalsteina í skartgripum. Tilbúnir rammar eru hagkvæmur kostur til að ramma inn málverk, ljósmyndir, pastelmyndir og vatnslitamyndir. Innrammarinn ehf fylgir gæðastöðlum sem “The Fine Art Trade Guild” í Bretlandi gefur út. Starfsmenn Innram- marans hafa staðist gæðapróf Fine Art Trade Guild (GCF). Íslenska kvennalands- liðið með góðan sigur n Kempurnar unnu n Hræðileg mistök heimsmeistarans Magnus Carlsen I like the moment when I break a man's ego,“ eru fræg ummæli Bobbys Fischer og óhætt er að fullyrða að allir skákmenn kann- ist við tilfinninguna, bæði í hlut- verki sigurvegara eða fórnarlambs. Það getur verið ótrúlega erfitt að horfast í augu við það að leikið hafi verið á mann, að hugarafl þitt hafi ekki staðist hugarafl andstæðings- ins. Afleikirnir eða hugsanavillurnar geta setið lengi í mönnum og mistök heimsmeistarans Magnus Carlsen í fimmtu umferð Evrópumótsins munu eflaust fylgja honum alla tíð. Magnus lék af sér manni í ein- faldri stöðu gegn svissneska stór- meistaranum Yannick Pelletier og munu mistökin hiklaust vera ofar- lega á lista yfir verstu mistök sem nokkur ríkjandi heimsmeistari hef- ur gert. Þau eru líka algjörlega úr karakter við Carlsen því snilligáfa hans er slík að hann gerir í raun aldrei kæruleysisleg mistök sem þessi. Áhorfendur og keppendur voru í raun í hálfgerðu áfalli þegar at- vikið átti sér og sama má segja um Carlsen sem hristi hausinn dap- ur í bragði. Í stað þess að gefa strax tók hann sér tíma til þess að leika nokkra leiki og róa sig niður þar til óumflýjanleg uppgjöf hans var stað- fest. Hann bar sig hins vegar nokk- uð vel eftir uppgjöfina, hló og hristi hausinn með öðrum liðsmönnum Noregs en hann var auðsjáanlega særður. Þrátt fyrir tap Carlsen náðu Norð- mennirnir að vinna Svisslendinga og enn á ný var það ungstirnið Aryan Tari sem var hetjan en hann vann enn einn sigurinn. Þessi 16 ára gamli drengur verður væntan- lega krýndur stórmeistari í lok móts. Norðmenn eru því komnir á efstu borðin og mæta sterku liði Ungverja í næstu umferð. Sýnd veiði en ekki gefin Aserar, ríkjandi Evrópumeistarar, og Rússar skildu jöfn, 2-2, á efsta borði. Allar skákirnar enduðu með jafntefli eftir mikla baráttu. Rússar eru enn efstir með 9 stig í mótinu en Georgía, Frakkland og Úkraína eru næst með 8 stig. Aserar eru svo í hópi þjóða sem eru skammt undan með 7 stig. Íslenska liðinu hefur gengið illa eftir frábæra byrjun og hrakfar- irnar héldu áfram gegn sterku liði Grikkja. Liðið tapaði með minnsta mun og var það Henrik Danielsen sem þurfti að lúta í gras eftir að hafa þurft að þjást í erfiðu endatafli. Þetta var annar ósigur íslenska liðsins í röð með minnsta mun í viðureign- um sem allt eins hefðu getað lent okkar megin. Kempurnar unnu frábæran sig- ur með minnsta mun gegn góðu liði Austurríkismanna. Jóhann og Jón L. völtuðu yfir andstæðinga sína og var sérstaklega gaman að fylgjast með sigri Jóhanns á hinum sterka David Shengelia. Margeir gerði jafntefli en sigurinn hefði getað orðið enn stærri því Helgi náði með gríðar- legri baráttu að komast út í fræði- legt jafntefli sem hann lék því miður niður að lokum. Íslensku kempurnar eru í 24.–28. sæti þegar mótið er rúmlega hálfn- að en a-liðið í 30.–31.sæti. Ef það yrði lokastaðan þá yrðu það mikil vonbrigði, en nægur tími er til þess að snúa gengi liðsins við. Í 6. umferð tefla kempurnar gegn stórmeistara- liði Moldavíu og a-liðið teflir gegn Færeyingum. Frændur okkar eru sýnd veiði en ekki gefin en það væri stórslys ef að sigur myndi ekki vinn- ast í þessari viðureign. Hrund vann sína fyrstu skák Frábært gengi kvennasveitarinnar hélt áfram en áður hafði liðið gert jafntefli við Svíþjóð og Belgíu. Nú vannst hins vegar sannfærandi sigur á norsku stúlkunum sem eru mun reyndari á þessum vettvangi en okk- ar lið. Sigurinn hefði getað orðið enn stærri því Elsa María glutraði niður steindauðu jafntefli á sárgrætilegan hátt eftir langa baráttu. Guðlaug og Lenka völtuðu gjörsamlega yfir and- stæðinga sína. Tíðindi dagsins voru hins vegar þau að hin 19 ára gamla Hrund Hauksdóttir vann sína fyrstu skák. Hrund er öflug skákkona en vantar stundum sjálfstraust og það er vonandi að þessi góði sigur gefi henni trúna. Hún er margfalt betri en hún heldur. Eins og vænti mátti unnu Rússar öruggan sigur á franska kvenna- liðinu, 3-1. Þar er heimsmeistarinn fyrrverandi, Alexandra Kosteniuk, í miklu stuði með 3½ vinning af 4. Úkraínukonur unnu Rúmena 3-1 og Georgía marði Pólland 2½-1½. Staðan er þannig að Rússland er efst í kvennaflokki með 10 stig, fullt hús stiga, en Úkraína og Georgía eru í 2.–3. sæti. Úkraínukonur tefla við Rússa í sjöttu umferð þar sem heimsmeistarinn Maria Muzychuk mætir Kostenuik í skák sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Rúss- nesku konurnar tryggja sér nánast sigur með sigri og því er allt undir. n 16 Fréttir Ísland – Grikkland n Héðinn - I. Papaioannou ½–½ n Hjörvar Steinn – H. Banikas ½–½ n Henrik – D. Mastrovasilis 0–1 n Guðmundur – I. Nikolaidis ½–½ Ísland kempur – Austurríki n Helgi – M. Ragger 0–1 n Jóhann – D. Shengelia 1–0 n Jón L. – M. Schachinger 1–0 n Margeir – G. Froewis ½–½ Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Maria Muzychuk Heimsmeistari kvenna þarf að leiða lið sitt af krafti gegn rússneska stórveldinu í kvennaflokki. Ísland - Grikkland Fremst eru Héðinn og Hjörvar við upphaf 5. umferðar gegn grískum stórmeisturum. Við upphaf skákar Pelletier vann ótrúlegan sigur á heimsmeistaranum Hetjur dagsins Hrund vann sína fyrstu skák á mótinu en Guðlaug hélt áfram að mala andstæðinga sína. Úkraínski snillingurinn Ivanchuk Vassily teflir yfirleitt glerfínn í jakkafötum en þegar hann er í þannig skapi þá mætir hann í uppáhalds Real Madrid-jakkanum sínum. Ísland – Noregur n Lenka Ptacnikova – S.B Sahl 1–0 n Elsa María Kristínardóttir – Niina Koskela 0–1 n Guðlaug Þorsteinsdóttir – Monika Machlik 1–0 n Hrund Hauksdóttir – Ellisiv Reppen 1–0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.