Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Side 27
Helgarblað 20.–23. nóvember 2015 Bækur 3 Guðrún Baldvinsdóttir skrifar Bækur Dimma Höfundur: Ragnar Jónasson Útgefandi: Veröld 263 blaðsíður R agnar Jónasson hefur sett svip sinn á íslenskt spennu- sagnalandslag síðustu ár, með bókum eins og Snjó- blindu, Rofi og Náttblindu sem kom út síðasta haust. Í nýjustu bók Ragnars, Dimmu, fáum við að kynnast nýrri aðal- persónu, lögreglufulltrúanum Huldu Hermannsdóttur, sem fær að taka að sér eitt lokamál áður en henni er gert að fara á eftirlaun. Hulda grefur upp gamalt mál þar sem rússnesk kona finnst látin á Vatnsleysuströnd. Brátt kemur í ljós að eitthvað gruggugt er við lát konunnar og inn í söguna fléttast ýmis vandamál sem eru ofarlega á baugi í íslensku samfélagi, eins og málefni hælisleit- enda og vankantar réttarkerfisins. Einnig er ljósi varpað á líf lögreglu- fulltrúans Huldu og fortíð hennar sem fléttast inn í atburðarásina. Fullorðin kona í aðalhlutverkinu Bókin fer rólega af stað en spennan magnast þegar líður á hana. Ekki er mikið skilið eftir fyrir lesandann til þess að túlka sjálfur og stöku sinn- um gengur höfundur of langt í að útskýra það sem ætti að vera frekar ljóst, eða þarfnast einfaldlega ekki orðalenginga. Hulda er áhugaverð persóna og það er hressandi að sjá fullorðna konu í aðalhlutverki, enda margir reyfaralesendur orðnir þreyttir á klisjunni um einmana miðaldra lögreglumann sem borðar svið í kvöldmat. Hulda er sjálfstæð kona sem hefur ekki komist eins langt á ferli sínum og hún hefði viljað, fyrst og fremst vegna kyns hennar og erfiðleika til að falla í kramið hjá karlkyns yfirmönnum sínum. For- tíð hennar felur vel grafin leyndar- mál og smám saman kemur í ljós að Hulda hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt í sínu persónu- lega lífi. Þessi fortíðarsaga heldur ekki jafn vel vatni og aðalsagan og það má segja að hún sé heldur ósennileg. Hefðbundin skandinavísk spennusaga Dimma fellur rækilega inn í „Nordic Noir“-senuna, enda kalt og hrá- slagalegt í bókinni og auðvelt er ímynda sér skuggaleg atvik á kaldri ströndinni á Reykjanesinu. Stíll bókarinnar minnir þá á nor- ræna sakamálaþætti að því leyti að klippt er á milli atriða og lesandinn ferðast milli fortíðar og nútíðar. Í upphafi eykur þetta spennuna en brátt verður ljóst hvert stefnir og þá verður þessi frásagnaraðferð heldur leiðigjörn og aðdáendur formsins ef til vill farnir að kannast einum of vel við þessi bellibrögð. Dimma er í grunninn spennandi bók og aðalpersónan býður upp á mikla möguleika en söguþráðurinn er hins vegar heldur þunnur og gerir ekki miklar kröfur til lesandans. n Spenna og ósennileg fortíð„Dimma er í grunninn spennandi bók og aðal­ persónan býður upp á mikla möguleika en söguþráðurinn er hins vegar heldur þunnur og gerir ekki miklar kröfur til lesandans. Hvernig fer maðurinn eiginlega að þessu? A ð skrifa nítján glæpasögur á jafn mörgum árum er ekki öllum gefið. Arnald- ur Indriðason hefur enda fyrir löngu sýnt að hann er enginn venjulegur maður. Ég man eftir umfjöllun hans og gagn- rýni í Morgunblaðinu í gamla daga um kvikmyndir og minnist þess að hafa tekið við hann stutt við- tal fyrir bókablað Morgunblaðsins þegar hann var að stíga sín fyrstu skref sem rithöfundur. Íslensk glæpasaga var þá varla annað en hugmynd eða lélegur brandari; sannarlega ekki jafn sjálfsögð og hún er nú, enda brauðryðjandinn enn að fikra sig áfram og þurfti því að svara kjánalegum spurningum í viðtalinu. Eru krimmar alvöru bók- menntir? En það gerist aldrei neitt dularfullt á Íslandi? Hvernig getur íslenskt samfélag verið trúverðugur vettvangur glæpa, jafnvel morða? Síðan eru liðin mörg ár og í dag dettur ekki nokkrum manni í hug að gera grín að hugmyndinni um íslensku glæpasöguna. Arnaldur er enn sagnameistarinn í þess- um fræðum, en eins og alvöru brauðryðjendur hefur hann orðið til þess að fjölmargir hafa siglt í kjölfarið og margir náð undraverð- um árangri. En í hugum flestra Ís- lendinga er Arnaldur þó enn í al- gjörum sérflokki og Þýska húsið, nýjasta bók hans sem út kom á dögunum, undirstrikar það ræki- lega. Erlendur, Sigurður Óli og Elín- borg eru víðs fjarri og sakna margir þeirra sárt. En góðkunningjar okkar frá því fyrir tveimur árum í Skuggasundi, vestur-íslenski her- lögreglumaðurinn Thorson og rann sóknarlögreglumaðurinn Flóvent eru mættir til leiks og sögu- sviðið er litla Reykjavík í seinni heimsstyrjöldinni; ástandið og allt sem því fylgdi og kaflaskiptin þegar vel greiddir amerískir dátar leystu breska hermenn af hólmi og ís- lenskir piltar með brennivínspela og í sauðskinnsskóm fylgdust af- brýðisamir með. Sagnfræðingurinn Arnaldur fléttar saman sögulegum fróðleik og atburðarás glæpasögunnar á meistaralegan hátt. Orðið sem kemur upp í hugann er tilgerðar- leysi. Engin skrúðmælgi, engar málalengingar. Aðeins hröð og forvitnileg atburðarás. Allt á sín- um stað, höfundur trúr form- inu, enginn viðvaningur á ferð. Og í anda skandinavísku glæpa- sagnahefðarinnar er drepið á veik- leikum samfélagsgerðarinnar; misskiptingunni í þjóðfélaginu, fá- tækrahverfunum og ástandinu, svo dæmi sé tekið. Ekkert er eins og það sýnist, ekki heldur hjá laganna vörðum sem eru samt svo dásam- lega sveitó í rannsóknaraðferðum sínum og hæfir það vel vettvangi sögunnar. Hvernig fer maðurinn að þessu? Sú spurning hefur leitað oft á mann þegar bækur Arnaldar eru lesn- ar á þessum árstíma ár eftir ár. Til sögunnar eru komnir nýir aðalleik- endur og líklegra en ekki að þeir verði oft söguhetjur í framtíðinni. Maður er farinn að kynnast þeim, láta sér annt um þá, vilja vita meira. Er ekki leikurinn til þess gerður? Enginn verður svikinn af heim- sókn í Þýska húsið þessa að- ventuna. Hún er klárlega ein af betri bókum Arnaldar Indriða- sonar og er þá mikið sagt. Fyrsta hugsunin þegar lestri er lokið er: Hvernig fer maðurinn að þessu? n „Enginn verður svikinn af heim­ sókn í Þýska húsið þessa aðventuna. Hún er klár­ lega ein af betri bókum Arnaldar Indriðasonar og er þá mikið sagt. Arnaldur Indriðason „Í hugum flestra Íslendinga er Arnaldur þó enn í algjörum sérflokki.“ Björn Ingi Hrafnsson skrifar Bækur Þýska húsið Höfundur: Arnaldur Indriðason Útgefandi: Vaka-Helgafell 330 blaðsíður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.