Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Qupperneq 54
46 Fólk Helgarblað 20.–23. nóvember 2015
Kjötiðnaðarmaður
varð gítarsmiður
Unnar Örn nennti ekki að sitja auðum höndum eftir að hafa eyðilagt á sér bakið
Þ
að lætur ekki mikið yfir
sér gítarsmíðaverkstæði
Geysir Guitars, sem er til
húsa í tvöföldum bílskúr í
Breiðholtinu. „Gítarverk
stæði“ stendur á handskrifuðu skilti
sem hangir fyrir ofan aðra bílskúrs
hurðina. Að öðru leyti lítur þetta út
eins og venjulegur bílskúr. En þegar
inn er komið er þar allt til alls. Allt
sem þarf til að smíða gítara og gera
við. Sem er einmitt það sem Unnar
Örn Stefánsson dundar sér við.
Eyðilagði á sér bakið
„Ég þurfti að finna mér eitthvað
frekar rólegt að gera, eitthvað sem
ég gæti jafnvel setið við og hætt
þegar mér hentaði. Það er mjög
erfitt á almennum vinnumarkaði,“
segir Unnar, gítarsmiður og kjöt
iðnaðarmaður. Hann starfaði sem
kjötiðnaðarmaður í tæp þrjátíu ár,
lengst af í Melabúðinni, og gjör
samlega eyðilagði á sér bakið í því
starfi. Fyrir fimm árum var hann
orðinn óvinnufær en gat ekki hugs
að sér að sitja auðum höndum. „Ég
fór því að hugsa hvað ég vildi gera.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
hljóðfærum. Mér fannst því alveg
tilvalið að skella mér á gítarsmíða
námskeið í Tækniskólanum. Eftir
að hafa lokið því fór ég strax á ann
að námskeið sem var greitt af Virk,
þar sem ég var í endurhæfingu. Það
gerði mér svo gott að vera á svona
námskeiðum og ég fékk þetta í
gegn eftir að beiðnin hafði farið
í gegnum margar nefndir. Þá var
ekki aftur snúið, gítarsmíðin gjör
samlega greip mig.“
Vill markaðssetja erlendis
Til viðbótar við námskeiðin tvö
sem Unnar hefur tekið á Íslandi,
hefur hann fengið leiðsögn frá
bandarískum gítarsmið, en þeir
eiga í samskiptum í gegnum Skype.
„Ég hafði verið að kaupa af honum
efni til að smíða úr og það barst í
tal hvort hann gæti ekki tekið mig
í læri og það var minnsta málið. Ég
hef lært heilmikið af honum og ekki
þurft að borga honum neitt. Hann
er gamall refur og kann öll trixin í
bókinni.“
Unnar bendir á þá augljósu
staðreynd að markaðurinn fyrir gít
arsmiði sé ekki mjög stór á Íslandi,
það geti því verið basl að vera í þess
um bransa. En viðgerðirnar vegi
aðeins upp á móti. „ Maður þarf að
vera duglegur að trana sér fram og
koma sér á framfæri. Ég hef borið
auglýsingar í hús og nota ég Face
book mikið. En svo er ég svolítið
að horfa til eBay, hvort það sé eitt
hvað hægt að selja þar. Fólki gæti
þótt spennandi að eiga handsmíð
aðan gítar frá Íslandi,“ segir Unn
ar kíminn. En hann hafði nafnið á
fyrirtækinu Geysir Guitars með
vitað frekar klisjukennt til að auð
veldara væri að markaðssetja vöru
merkið erlendis. „Það kannast allir
við Geysi, en það er auðvitað smá
rembingur í þessu,“ bætir hann
hlæjandi við.
Unnar starfaði í fyrstu hjá
kennaranum sínum úr Tækniskól
anum, en eftir ítrekaðan ágreining
um launagreiðslur ákvað hann að
reyna fyrir sér með eigið fyrirtæki.
Hann viðurkennir að það hafi verið
stórt skref og ansi erfitt í fyrstu. En
hann kom sér upp öllum nauðsyn
legum tækjum og tólum og litla
fyrir tækið varð að veruleika. Það fór
hægt af stað en hefur vaxið jafnt og
þétt. Viðskiptin eru þó enn mikið
þannig að hann
tekur gamla gít
ara upp í smíð
ina, sem hann
þarf sjálfur að
selja.
Tekur upp
eigin tónlist
Það hanga gít
arar uppi um
alla veggi í af
drepinu sem Unnar hefur fyrir
sjálfan sig við hlið verkstæðisins.
Langflestir eru þeir handsmíðaðir
af honum sjálfum af mikilli natni.
Það krefst mikillar nákvæmni og
kunnáttu að smíða gítar þannig
að hann hljómi rétt. Blaðamaður
viðurkennir þekkingarleysi í
þeim efnum og Unnar tekur nið
ur einn gítarinn og útskýrir hverju
þarf að huga að til að hljómurinn
verði réttur. „Þetta er alveg milli
metraspursmál,“ segir hann og
strýkur stoltur yfir strengina á gítar
sem honum þykir sérstaklega vænt
um. Hann hefur nánast bara verið í
því að smíða rafmagnsgítara hing
að til, en er farinn að líta hýru auga
til kassagítara líka og hefur viðrað
það við bandaríska lærimeistarann.
En hann segir það tvennt ólíkt að
smíða rafmagns og kassagítara.
Sjálfur spilar Unnar á gítar
og hefur gert í fjölda ára. Hann
hefur verið í nokkrum hljómsveit
um í gegnum tíðina og er nú að
eins í því að semja sína eigin tón
list og er með lítið heimastúdíó.
„Ég hef aðeins verið að setja efni á
Soundcloud og Heiða Eiríks hefur
verið að spila nokkur lög í langspili.
Þannig að þetta hefur aðeins verið
að heyrast.“ Hægt er að finna frek
ari upplýsingar um Geysir Guitars
á Facebooksíðu fyrirtækisins. n
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Spilar sjálfur Unnar spilar sjálfur á gítar og semur sína eigin tónlist sem aðeins hefur
fengið að heyrast.
„Fólki gæti þótt
spennandi að
eiga handsmíðaðan
gítar frá Íslandi.
Listasmíð Unnar segir það
krefjast mikillar nákvæmisvinnu að smíða
gítar þannig að hljómurinn verði réttur.
Að störfum Verkstæði Unnars er ekki stórt en þar er allt sem þarf
til að smíða gítara og gera við. MyndiR SigTRyggUR ARi