Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 8
Vikublað 24.–26. nóvember 20158 Fréttir Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Bláa lónið er metið á 20 milljarða króna n Nýtt verðmat gert við hlutafjáraukningu félagsins í vor n Hlutur Gríms metinn á 3,5 milljarða M arkaðsvirði Bláa lónsins er talið vera ríflega tuttugu milljarðar króna sam­ kvæmt verðmatsgrein­ ingu sem var gerð í tengslum við hlutafjáraukningu fyrir­ tækisins síðast liðið vor. Það þýðir að eignarhlutur Gríms Sæmundsen, for­ stjóra og stofnanda Bláa lónsins, í gegnum félagið Kólfur ehf. – samtals liðlega 17% hlutur – er metinn á um 3.450 milljónir króna. Undir lok apríl á þessu ári var hlutafé Bláa lónsins hækkað um 10% – úr ríflega 800 milljónum í 880 milljónir króna að nafnverði – þegar hluthafar Keilu ehf. lögðu félaginu til aukið fjármagn. Fyrir nýju hlutina var greitt með reiðufé og hlutabréf­ um í Bláa lóninu sem voru tekin inn á genginu 22,934568. Fram kemur í skýrslu frá hluthafafundi Keilu hinn 28. apríl síðastliðinn að það sé sama gengi og notað var við hlutafjáraukn­ ingu Bláa lónsins upp á 10%. Miðað við það er útistandandi hlutafé Bláa lónsins því metið á tæplega 20,2 millj­ arða króna. Í samtali við DV vildi Grímur ekk­ ert tjá sig um markaðsvirði fyrirtækis­ ins og vísaði til trúnaðar um á hvaða gengi hlutafjáraukningin hefði farið fram. Fréttablaðið greindi frá hluta­ fjáraukningu Bláa lónsins í síðustu viku og hafði þar eftir Grími að lykil­ stjórnendur fyrirtækisins hafi staðið að henni. Í gögnum sem DV hefur undir höndum kemur fram að Hvatning hf., sem er í eigu Kólfs., félags í meirihlutaeigu Gríms, og framtaks­ sjóðsins Horn II, skráði sig fyrir um 60% af því nýja hlutafé sem Keila lagði til Bláa lónsins. Hvatning er stærsti einstaki hluthafi Bláa lónsins og nem­ ur eignarhlutur þess eftir hlutafjár­ aukninguna – beint og óbeint í gegn­ um Keilu – núna um 45%. Þá stóð félagið Jú ehf. í eigu Úlfars Steindórs­ sonar, forstjóra Toyota á Íslandi og varamanns í stjórn Bláa lónsins, að baki um 10% af því nýja hlutafé sem Keila setti í Bláa lónið í vor. Aðrir hlut­ hafar Keilu, ýmsir stjórnendur Bláa lónsins, settu hins vegar minna fé í hlutafjáraukninguna. Tekjur tvöfaldast frá 2011 Vöxtur Bláa lónsins hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum. Tekjur fyrirtækisins hafa þannig tvö­ faldast á aðeins þremur árum og voru tæplega 40 milljónir evra á ár­ inu 2014, jafnvirði um 5,6 millj­ arða króna. Miðað við 20 milljarða markaðs virði er ljóst að Bláa lónið er næstverðmætasta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu – á eftir Icelandair. Til samanburðar nemur markaðsverð­ mæti Sjóvár, miðað við núverandi gengi bréfa félagsins í Kauphöllinni, um 20,8 milljörðum króna. Á síðasta ári nam hagnaður Bláa lónsins 11,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.630 milljóna króna, og þá var EBITDA félagsins – afkoma fyrir fjár­ magnsliði, afskriftir og skatta – ríflega 17 milljónir evra. Miðað við þá verð­ matsgreiningu sem var framkvæmd af óháðu verðbréfafyrirtæki sam­ hliða hlutafjáraukningu Bláa lónsins í vor þá er markaðsvirði fyrir tækisins 20,2 milljarðar, eða um 8,4 sinnum EBITDA­hagnaður félagsins á liðnu ári. Til samanburðar þá er sambæri­ legur EBITDA­margfaldari tæplega sex í tilfelli Icelandair. Á aðalfundi Bláa lónsins í júní­ mánuði – skömmu eftir að hluta­ fé félagsins var aukið um 10% – var samþykkt að greiða hluthöfum þess tæplega 1,2 milljarða króna í arð vegna afkomu fyrirtækisins á árinu 2014. Árið áður var ákveðið að greiða hluthöfum 930 milljónir króna í arð og nema arðgreiðslur vegna áranna 2013 og 2014 því ríflega tveimur millj­ örðum króna. Arður eftir hlutafjáraukningu Í frétt Fréttablaðsins í liðinni viku um hlutafjáraukningu Bláa lóns­ ins var haft eftir Grími að tilgangur hennar hafi verið að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða fram­ kvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í, en meðal annars er unnið að byggingu fyrsta fimm stjörnu hót­ els landsins sem á að opna vorið 2017. Í samtali við DV segist Grím­ ur aðspurður ekki telja að það skjóti skökku við að félagið ákveði að greiða út 1,2 milljarða í arð aðeins ríflega mánuði eftir að hlutafé þess var aukið um 10%. Hann bendir á að hlut hafar félagsins hafi viljað halda sig við þá arðgreiðslustefnu sem mörkuð hafi verið. Í árslok 2014 var eiginfjárhlut­ fall Bláa lónsins um 36%. Hlutafélagið Hvatning er sem fyrr segir stærsti hluthafi Bláa lónsins. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45% hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55% hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru Grímur (75%) og Eðvard Júlíusson (25%). HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa lónsins en hlutur fyrirtækisins þynntist lítil­ lega út við hlutafjáraukninguna og er núna liðlega 30%. Þá er að finna ýmsa einkafjárfesta í hluthafahópi Bláa lónsins og þannig er hlutur Hofgarða, fjárfestingafélags Helga Magnússonar, varaformanns stjórnar Lífeyrissjóðs verslunar­ manna og stjórnarformanns Bláa lónsins, núna um 5,27%. Miðað við 20 milljarða markaðsvirði Bláa lóns­ ins þá er verðmæti þess hlutar 1.065 milljónir króna. Eignarhlutur Sigurð­ ar Arngrímssonar, fjárfestis og fyrr­ verandi starfsmanns Morgan Stanley í London, bæði í eigin nafni og í gegn­ um félagið Saffron Holding, er einnig metinn á ríflega milljarð króna. Þá nemur eignarhlutur Ágústu Johnson, framkvæmdastjóra og eins eigenda Hreyfingar, í gegnum einkahluta­ félagið Bogmaðurinn um 2,9% eftir hlutafjáraukninguna og er sá hlutur metinn í dag á ríflega 580 milljónir króna. n Tíu milljónir króna á dag Gestir Bláa lónsins borguðu tæpa 3,7 milljarða króna í aðgangseyri í fyrra eða rúmar tíu milljónir króna á dag. Tekjur af sölu í lónið jukust um 700 milljónir króna en gestunum fjölgaði um 119 þúsund eða 18 prósent á síðasta ári. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur meira en tvöfald- ast á síðustu þremur árum en veitinga- og vörusala þess einnig tekið stór stökk. Veitingasalan skilaði um átta milljón- um evra, jafnvirði 1,2 milljarða króna miðað við meðalgengi 2014, og jókst um 1,8 milljónir evra milli ára. Sala á húðvörum sem Bláa lónið framleiðir, sem og öðrum vörum fyrirtækisins, nam rúmum milljarði króna og jókst um 755 þúsund evrur. Ódýrasti aðgöngumiðinn fyrir fullorðna kostar 5.300 krónur en Bláa lónið rukkar 6.800 krónur yfir háannatímann á sumrin. Í júní 2013 var ákveðið að rukka gesti sem heimsækja fyrirtækið, án þess að fara í lónið sjálft, um tíu evrur, tæpar 1.500 krónur. Hörður Ægisson hordur@dv.is Hvatning 39,10% HS Orka 30% Keila 10% Hofgarðar 5,27% Saffron Holding 4% Eðvard Júlíusson 5,7% 1.150 milljónir Helgi Magnússon 5,3% 1.065 milljónir Sigurður Arngrímsson 5,3% 1.060 milljónir Ágústa Johnson 2,9% 580 milljónir Skýring: Grímur Sæmundsen á 75% hlut í félaginu Kólfi ehf. og Eðvard Júlíusson á 25%. Það félag á aftur 50,55% í Hvatningu og um 6% hlut í Keilu. Helgi Magn- ússon er eigandi Hofgarða og Ágústa Johnson er eini hluthafi félagsins Bogmaðurinn ehf. sem á um 2,9% hlut í Bláa lóninu. Sigurður Arngrímsson er eigandi Saffron Holding og á jafnframt 1,25% hlut í eigin nafni. Fimm stærstu hluthafar Bláa lónsins Grímur Sæmundsen 17,1% 3.450 milljónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.