Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 31
Menning 27
B
ernska, Æska og Manndóms-
ár, skáldsögur rússneska rit-
höfundarins Lev Tolstoj, eru
komnar út í veglegri inn-
bundinni bók. Áður hafa
bækurnar komið út í kilju. Áslaug
Agnarsdóttir þýðir skáldsögurnar en
þær byggði Tolstoj að miklu leyti á
eigin ævi.
Áslaug þýddi verkin úr rússnesku.
„Þegar ég var í námi við háskólann í
Ósló var hægt að læra rússnesku frá
grunni sem ég gerði og síðan fékk ég
styrk til að vera tíu mánuði í Moskvu.
Ég hef haft áhuga á rússneskum bók-
menntum síðan í menntaskóla, ekki
síst verkum Tolstoj og Önnu Karen-
inu hef ég lesið margoft.“
Gott og einlægt líf
Var einfalt eða erfitt að þýða þessi
verk Tolstoj?
„Það var ekki einfalt enda tók það
mig um það bil fimm ár að þýða all-
ar sögurnar. Það er ýmislegt í texta
hans sem er erfitt. Til dæmis skrifar
hann oft langar setningar og þá þarf
að velja hvort það eigi að brjóta þær
upp svo þær hljómi betur eða reyna
að halda þeim. Ég geri ýmist. Ná-
staða, sem þykir ekki góð lenska hér
á landi, kemur oft fyrir hjá Tolstoj og
þá þarf sömuleiðis að vega og meta
hvort halda eigi því orðalagi.“
Bernska er fyrsta bókin í þríleikn-
um og Manndómsár sú síðasta. Sástu
breytingar á stíl hans frá fyrstu bók til
þeirrar þriðju?
„Bernska er fyrsta bók Tolstoj og
kom út þegar hann var kornungur,
23 ára. Þar eru áberandi fallegar ljóð-
rænar náttúrulýsingar og stundum
kemur það mér þannig fyrir sjónir að
hann sé að æfa sig í stílnum. Í síðustu
bókinni, Manndómsár, er hann far-
inn að fjarlægjast þessa ljóðrænu.“
Þegar maður les þessar bækur
finnst manni Tolstoj hafa verið
óvenju þroskaður ungur maður, ertu
sammála því?
„Bækurnar eru þroskasaga þar
sem Tolstoj leggur áherslu á að lýsa
tilfinningalífi söguhetjunnar. Hann
vill lifa góðu og einlægu lífi en stund-
um er hann eigingjarn og sjálfselskur.
Hann veit af því, vill ekki fela það
heldur lýsir því. Mér finnst líka koma
fram að hann hefur oft verið ófram-
færinn og óöruggur.
Tolstoj hefur greinilega samúð
með þeim sem minna mega sín og
það kemur til dæmis fram í lýsing-
um hans á gömlu barnfóstrunni og
kennaranum Karli Mauer. Í Bernsku
er kafli þar sem ungur drengur er
lagður í einelti af félögunum. Sögu-
hetjan stóð hjá og gerði ekkert. Tolstoj
lýsir þeim atburði þannig að ljóst er
að honum finnst þetta afleitt. Þarna
er líka kafli þar sem hann skriftar. Allt
í einu man hann eftir einu atriði sem
hann gleymdi að skýra frá og ákveð-
ur að fara aftur næsta dag og finna
prestinn til að létta þessu af samvisk-
unni. Hann fær ekil til að fara með sig
og á heimleiðinni er hann upp með
sér, segir honum frá erindi sínu og
hugsar um leið með sér að maðurinn
hljóti að telja hann frábæran ungan
mann. Það er hins vegar augljóst að
ekillinn hefur engan áhuga á málinu.
Mér finnst þetta mjög skemmtilegur
kafli hjá Tolstoj því hann kemur eigin
monti vel til skila.“
Gott samstarf um yfirlestur
Lev Tolstoj er einn af risum heims-
bókmenntanna og Áslaug er spurð
hvort hún íhugi að þýða fleiri verk
hans. Sú mikla bók Stríð og friður
berst í tal en hún hefur ekki komið út
hér á landi nema í mjög styttri útgáfu.
„Við eigum Önnu Kareninu í mjög
góðri þýðingu og mér finnst ekki
kominn tími á að þýða hana aftur.
Mig myndi langa til að þýða Stríð og
frið sem er stórt og mikið verk en það
er spurning hvort mér myndi endast
ævin til þess,“ segir Áslaug.
Áslaug starfar sem sviðsstjóri á
þjónustusviði Landsbókasafns Ís-
lands – Háskólasafni. „Þetta er
skemmtilegur vinnustaður, sérstak-
lega fyrir bókaorm eins og mig,“ segir
hún. Hún er gift Óskari Árna Óskars-
syni ljóðskáldi en hann er með bók á
markaði fyrir þessi jól, ljóðabókina
Blýengillinn. Áslaug segir gott sam-
starf um yfirlestur vera á milli þeirra
hjóna. „Ég er yfirleitt sú fyrsta sem les
yfir hjá honum og hann sá fyrsti sem
les yfir hjá mér.“
Spurð um eigin bóklestur segir
Áslaug: „Ég hef alltaf lesið mikið.
Ég las mjög mikið sem barn og man
þegar bekkjarsystir mín sagði: Ég hef
gaman af að lesa, en ég er alls ekki
bókaormur. Hún kom því rækilega
til skila að hún vildi ekki láta tengja
við sig það orð. Ég man að ég hugsaði
með mér: Ég er bókaormur. Ég naut
þess að lesa og geri vitanlega enn.“ n
Vikublað 24.–26. nóvember 2015
Þroskasaga Tolstoj
Áslaug Agnarsdóttir hefur þýtt þríleik eftir rússneska bókmenntarisann
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Hann vill lifa góðu
og einlægu lífi en
stundum er hann eigin
gjarn og sjálfselskur.
Hann veit af því, vill ekki
fela það heldur lýsir því.
Áslaug Agnarsdóttir „Mig myndi
langa til að þýða Stríð og frið sem er
stórt og mikið verk en það er spurning
hvort mér myndi endast ævin til
þess.“ Mynd SiGtryGGur Ari
Sigursæl Swift
Bandarísku tónlistarverðlaun-
in (AMA) voru veitt í Los Angel-
es á sunnudagskvöldið. Jenni-
fer Lopez var kynnir og komu
fjölmargar stórstjörnur fram á
hátíðinni, þar á meðal Justin
Bieber, Celine Dion, One Direct-
ion og Gwen Stefani. Popp-
stjarnan Taylor Swift fékk flestar
viðurkenningar, eða þrjár talsins
fyrir lag ársins, plötu ársins og
sem besti listamaðurinn í flokki
„fullorðinstónlistar“ (e. Adult
Contemporary). The Weeknd,
Nicki Minaj og kántrýdúettinn
Florida Georgia Line hlut tvenn
verðlaun hver.
Fagna nýrri
plötu
Á dögunum kom út önnur breið-
skífa djasstríóisins Hot Eskimos.
Platan, sem nefnist We Ride Pol-
ar Bears, kemur út á vegum JR
Music. Sveitina skipa píanóleik-
arinn Karl Olgeirsson, Jón Rafns-
son kontrabassaleikari og Krist-
inn Snær Agnarsson trommari en
þeir munu fagna plötuútgáfunni
með teiti og tónleikum í Lucky
Records við Rauðarárstíg. Hot
Eskimos hefur að mestu einbeitt
sér að því að spila þekkt íslensk
popp- og rokklög í djassútsetn-
ingum, en á nýju plötunni leikur
sveitin einnig erlenda slagara og
tvö ný lög eftir Karl Olgeirsson
píanóleikara.
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is