Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 38
34 Fólk Vikublað 24.–26. nóvember 2015 „Fannst kominn tími til að fara að hreyfa mig“ Rannveig Hildur hafði æft í tvö ár þegar hún varð í þriðja sæti á heimsmeistaramóti É g er mjög mikil keppnismann- eskja og reyni alltaf að gera mitt besta. Ég myndi aldrei taka þátt í móti bara til að vera með,“ segir tannsmiðurinn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir sem varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í fitness sem fram fór í Búdapest á dögunum. Rétt hugarfar mikilvægt Rannveig Hildur notaði síðustu vik- una fyrir mót til að byggja upp sjálfs- traustið. „Til að stíga á svona stórt svið verður maður að hafa trú á sjálf- um sér og vera mjög ánægður með sig. Ef maður hefur ekki trú á sjálfum sér er enginn annar að fara að hafa trú á manni. Ég mætti því á sviðið, litla Ísland, ákveðin í að gera mitt besta. Auðvitað má mað- ur ekki gleyma sér í sjálfsánægjunni en þessa síðustu daga fyrir mót verður mað- ur að einblína á sjálf- an sig til að komast í rétta hugarástandið. Ég er sem betur fer ekkert lík þessari manneskju alla hina dagana enda finnst mér auðmýkt mjög mikilvægur kostur í fari fólks.“ Stefndi aldrei á mót Heimsmeistaramótið í Búdapest var fyrsta mótið á erlendum vettvangi sem Rannveig keppti á en í hennar flokki voru 39 keppendur svo ár- angurinn verður að teljast ansi flottur. Rann- veig stefndi einnig á að keppa á Bikarmóti IFBB sem haldið var í Reykjavík um síð- ustu helgi en hún vann einmitt sinn flokk í fyrra auk þess að vinna heildarkeppnina. „Ég var búin að skrá mig en hætti við, ég varð að hvíla mig,“ segir Rannveig Hildur sem er frekar ný í íþróttinni en hún hefur aðeins æft í tæp tvö ár. „Ég var aldrei týpan sem var í íþróttum en fannst kominn tími til að fara að hreyfa mig. Ég hef líka alltaf verið mikil B-mann- eskja og bróðir minn vissi ekki hvað var að gerast þegar ég var allt í einu farin að mæta í ræktina klukkan sex á morgnana. Ég stefndi aldrei á að keppa og hélt að það væri ekkert fyrir mig en eftir að ég fór að æfa á fullu breyttist viðhorfið. Þjálfarinn var alltaf að spyrja mig hvort ég væri til í þetta og svo fór mig að langa til að sjá hvar ég væri stödd miðað við aðra. Fyrir mig snýst fitness ekki um að fá viðurkenningu frá öðrum heldur snýst þetta um að skora á sjálfan sig og reyna að byggja upp ákveðna lík- amsbyggingu. Þessi íþrótt krefst mjög mikils sjálfsaga og maður lærir að standa með sér, vera ákveðinn og láta ekki undan pressu eins og frá vinnu- félögunum sem vilja að maður fái sér súkkulaði með þeim.“ Engar útlitskröfur Rannveig Hildur stefnir ekki á byggja sig upp í vaxtarræktarflokk. „Mér finnst ágætt að vera svona lítil og vil halda í kvenlegan vöxt. Það hentar mér. Ég hef samt mjög gaman af að fylgjast með vaxtarræktinni. Stelpurnar eru mjög flottar en það er ekki líkams formið sem ég sæk- ist eftir,“ segir Rannveig Hildur og neitar því aðspurð að vera með mikl- ar útlitskröfur þegar kemur að hinu kyninu. „Ég held að ég hafi bara aldrei sérstaklega sótt í að vera með mössuðum strák eða einhverjum sem er svakalega skorinn. Ég pæli meira í persónuleikanum. Ég set engar kröfur um ákveðið útlit.“ Ekki öfgakennd Rannveig Hildur segist fá mikla gagnrýni á íþrótt sína en er ákveðin að láta slíkt ekki stoppa sig. „Ég þarf að hlusta á gagnrýni bæði frá fjöl- skyldunni og fólki úti í bæ. Það eru svo ótrúlega margir sem skilja þetta ekki. Mamma hefur til dæmis áhyggj- ur af því að ég þurfi að nota einhver efni en ég hef engan áhuga á slíku svo þær áhyggjur eru óþarfar. Hún skil- ur ekki hverju ég er að leita eftir. Ég er alls ekkert öfgakennd í þessu eins og svo margir halda. Ég borða bara hollan mat og mæti í ræktina. Það er ekki eins og ég sé að svelta mig enda hefði maður ekkert úthald í ræktinni ef maður ætlaði að borða lítið,“ segir Rannveig Hildur sem fór eftir ná- kvæmu matarprógrammi þjálfarans síns, Jimmy Routley, fyrir mótið. „Fyrir svona keppni þarf maður að breytast í nokkurs konar vélmenni. Ég tók langan undirbúning og var komin á þann stað í huganum að sælgæti væri bara fyrir annað fólk en mig. Ég var svo ákveðin og með hug- ann við mótið allan tímann. Núna, svona stuttu eftir mót, hef ég þó leyft mér smá súkkulaði og óhollustu en fljótlega fer ég í hollustuna aftur enda stefni ég á mót á næsta ári. Maður getur ekki alveg misst sig.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Ef þú hefur ekki trú á sjálfum þér er enginn annar að fara að hafa trú á þér. Mynd FItnESS.IS Mynd FItnESS.IS Mynd FItnESS.IS Mynd SIgtRygguR ARI Persónugerður markpóstur er mælanlegur miðill og árangursríkur www.umslag.is2010- 2014 Umslag tryggir hámarksárangur við útsendingu markpósts • Mismunandi skilaboð • Mismunandi myndir • Mismunandi markhópar Við getum prentað nöfn og heimilisföng á allan mark- póst. Stór og lítil upplög. Markhópalistar eru í boði sé þess óskað eða við áritum eftir þínum excel lista. }Ein prentun *Samkvæmt könnun Gallup á meðal markaðsstjóra um notkun á miðlum árið 2015 mun markpóstur vera næsta val á eftir internetinu. 31% auglýsenda ætla að nota markpóst meira árið 2015* - hvað ætlar þú að gera?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.