Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 6
Vikublað 24.–26. nóvember 20156 Fréttir
L
aun forsætisráðherra Íslands
hafa hækkað um 456 þúsund
krónur á mánuði, eða 48,7
prósent, frá 1. janúar 2009,
eftir nýjustu ákvörðun kjara-
ráðs þann 17. nóvember síðast-
liðinn um að hækka laun allra þeirra
sem undir ráðið heyra um 9,3 pró-
sent, afturvirkt til 1. mars á þessu ári.
Laun forsætisráðherra hafa hækkað
um 18,5 prósent umfram launavísi-
tölu auk þess sem hann mun fá ein-
greiðslu upp á ríflega milljón vegna
þess að hækkunin er afturvirk um
níu mánuði. DV tók saman launa-
þróun þjóðkjörinna fulltrúa aftur í
tímann í ljósi nýjustu ákvörðunar
kjararáðs auk þess að skoða hvað
hækkunin þýðir fyrir aðra embætt-
ismenn og stjórnendur sem undir
ákvörðunarvald ráðsins heyra.
Ráðherrar hækka umfram
vísitölu launa
Eins og sjá má á meðfylgj-
andi töflu þá hafa forsætis-
ráðherra og aðrir ráðherr-
ar ríkisstjórnarinnar notið
góðs af hækkunum undan-
farinna ára. Þannig hefur
forsætisráðherra hækk-
að úr 935 þúsund krón-
um á mánuði í 1.391
þúsund við ákvörðun
kjararáðs nú. Laun
Sigmundar Davíðs
Gunnlaugsson-
ar voru samkvæmt
ákvörðun ráðsins í
fyrra 1.272 þúsund
krónur og hækkuðu
því um 119 þúsund
krónur á mánuði.
48,7 prósenta
launahækkun for-
sætisráðherra
frá ársbyrj-
un 2009 þýðir
að raunhækk-
un launa hans
hefur verið 18,5
prósent. Það er
miðað við þá stað-
reynd að vísitala
launa
hefur frá janúar 2009 til mars 2015 –
þangað sem hækkunin nú nær aftur
til – hækkað um 41,1 prósent.
Aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinn-
ar hafa hækkað um 47 prósent í laun-
um frá hruni. Mánaðarlaun þeirra
hafa hækkað um 402 þúsund
krónur á tímabilinu sem ger-
ir raunhækkun upp á 14,2
prósent. Vegna nýju-
stu hækkunarinnar
hækka þeir um 107
þúsund krónur á
mánuði milli ára og fá
eingreiðslu upp á 963
þúsund vegna þess að
hún er afturvirk um
níu mánuði.
Þingmenn
hálfdrættingar
Af öðrum þjóðkjörnum
fulltrúum hafa hins vegar
almennir þingmenn og
forseti Íslands
setið
eftir og hefur orðið raunlækkun á
launum þeirra miðað við launa-
vísitölu. Þingmenn hafa frá
hruni hækkað úr 520 þúsund
upp í 712 þúsund nú eða 36,9
prósent. Það gerir 10,9 pró-
senta raunlækkun launa. Við
hækkunina nú hækka laun
þingmanna um 61 þúsund
krónur á mánuði og fá þeir
549 þúsund krónur vegna aft-
urvirkni. Eftir breytinguna nú
eru þingmenn því svo að kalla
hálfdrættingar forsætisráðherra í
launum.
Við grunnlaun þingmanna bæt-
ast síðan margvíslegar álagsgreiðsl-
ur og sporslur sem hækkað geta
laun þeirra verulega. Þannig fær
þingmaður sem ekki er ráðherra
en er formaður flokks sem fékk
þrjá eða fleiri þingmenn kjörna 976
þúsund krónur á mánuði vegna 50
prósenta álagsgreiðslu. Þingmenn
og ráðherrar utan höfuðborgar-
svæðisins fá mánaðarlega greidd-
Svona hækka laun
þeirra sem öllu ráða
n Laun ráðherra hækkað umfram vísitölu launa frá hruni n Þjóðkjörnir fulltrúar fá tugmilljónir í eingreiðslur
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is Úrskurður kjararáðs
Æðstu stjórnendur undir kjararáði njóta góðs af árangri kjarabaráttunnar
Í 10. gr. laga um kjararáð nr. 47/2006 segir að ráðið skuli taka mál til meðferðar þegar því
þyki þurfa og ætíð ef orðið hafa verulegar breytingar á þeim launum í þjóðfélaginu sem
höfð skulu til viðmiðunar samkvæmt lögunum eða á störfum þeirra sem úrskurðarvald
þess tekur til.
Á yfirstandandi ári hefur verið samið um laun og starfskjör bæði á almennum
vinnumarkaði og við opinbera starfsmenn. Ríkið hefur lokið kjarasamningum við flesta
viðsemjendur sína. Kjararáð telur að meginlínur í kjarasamningum séu orðnar það skýrar
að ráðið geti nú úrskurðað um almenna launahækkun til þeirra sem undir ráðið heyra.
Lágmarkshækkun samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði á árinu
2015 er 3,2% en mesta hækkun 7,2%. Gildistími samninganna var frá 1. maí 2015. Úrskurð-
ur gerðardóms samkvæmt lögum nr. 31/2015 um launakjör 18 aðildarfélaga í Bandalagi
háskólamanna (BHM) og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) leiddi til 9,3% hækkun-
ar launa að meðaltali á árinu og er leiðrétting á launatöflum þar meðtalin. Hækkun til
félaga í BHM gilti frá 1. mars 2015 en FÍH frá 1. maí 2015. Niðurstaða gerðardóms hefur í
aðalatriðum verið lögð til grundvallar í samningum ríkisins við stór stéttarfélög.
Með hliðsjón af framan-
greindu ákveður kjararáð að
laun skuli hækka eins og í
ákvörðunarorði segir.
Ákvörðunarorð
Laun þeirra sem
ákvörðunarvald
kjararáðs nær til
skulu hækka um
9,3% frá og með 1.
mars 2015.
„Launahækkun for-
sætisráðherra frá
ársbyrjun 2009 þýðir að
raunhækkun
launa hans
hefur verið
18,5%.
Langt umfram vísitölu launa Laun forsætisráð-
herra Íslands hafa hækkað hratt frá ársbyrjun 2009
eða um 456 þúsund krónur. Eru launin nú 1.391 þúsund
á mánuði. Hækkun launa forsætisráðherra á tímabilinu
er 18,5 prósentum umfram hækkun vísitölu launa.