Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 24.–26. nóvember 20152 Gæðapítsur - Kynningarblað Einstakar pítsur og engar venjulegar brauðstangir Adam's pizza og grill, Seljabraut 54 Íslenska flatbakan: Veitinga- hússupplifun og eldbökuð gæði H já Íslensku flatbökunni er pítsan ekki skyndibiti heldur góður matur sem gaman er að njóta í fallegu umhverfi. Valgeir Gunnlaugsson hjá Íslensku flatbökunni, Bæjarlind 2, Kópavogi, segir að eldbökun sé lykil- atriði í pítsugerð staðarins: „Eldbakað er að mínu mati toppurinn í pítsugerðinni. Þannig fást mestu gæðin vegna þess að þannig pítsur bragðast best. Það er eitthvað við eldofninn og áferðina úr viðnum sem brennur sem skapar óviðjafnan- legt bragð. Þessu bragði er ekki hægt að líkja eftir með rafmagnsofni. Við bakstur í eldofni er líka lögð miklu meiri alúð í baksturinn, þetta er ekki bara eitthvert færiband sem rúllar í gegn. Þarna er bakari með mikla reynslu að fylgjast með pítsunni allan tímann og hún er ekki tekin út fyrr en hún lítur rétt út á botni og að ofan. Það skiptir ekki máli hve mikið álag er á ofninum, hún kemur alltaf flott út.“ Valgeir segir að Íslenska flatbakan sé fyrst og fremst veitingastaður: „Við erum með veitingasal fyrir 50 manns og leggjum mikið upp úr að skapa þar hlýja og notalega stemn- ingu. Það á að vera skemmtileg upp- lifun að fara út að borða og fá sér pítsu. Fólk getur síðan að sjálfsögðu líka sótt pítsuna sína og borðað hana heima. Svo fyrir þá sem geta ekki eða nenna alls ekki úr húsi þá bjóðum við líka upp á heimsendingu í gegnum aha.is sem fólk getur nýtt sér.“ Íslenska flatbakan var stofnuð fyrr á þessu ári og segir Valgeir mót- tökurnar vonum framar: „Við erum virkilega kátir með mót- tökurnar sem við höfum fengið frá fólki, fólk er almennt virkilega ánægt og við fáum daglega hrós fyrir góð- ar og vandaðar pítsur. Það skipt- ir okkur mestu máli að viðskiptavin- ir okkar séu ánægðir og fari frá okkur með bros á vor. Við leggjum virkilega mikið upp úr því að þjónustan sé góð, það var markmiðið frá byrjun að gera góðar pítsur og veita góða þjónustu og mér sýnist á öllu að við séum að ná því markmiði. Nú skiptir bara mestu máli að viðhalda gæðum og standard til frambúðar.“ Eftiréttarbökurnar hafa slegið í gegn Það er ekki bara notalegt umhverfi sem skapar veitingahúsaupplifun umfram skyndibitastemningu á Ís- lensku flatbökunni, heldur matseð- illinn líka, segir Valgeir: „Við reynum að haga matseðl- inum þannig að þetta sé góð upp- lifun. Þú getur fengið þríréttað hjá okkur, þú getur fengið þér ostabrauðstangir eða bearnaise- brauðstangir í forrétt, pítsu í að- alrétt og svo erum við með eftir- réttarböku sem hefur slegið í gegn. Það eru tvær tegundir: önnur er með Nutella-súkkulaði, bönunum, karamellu, jarðarberjum og flór- sykri – svakalega góð. Hin er með hafrakanilblöndu með glassúr yfir og síðan eru tvær ískúlur með. Hreint fáránlega góð. Það er til al- veg sérstakt pláss í maganum á öll- um fyrir svona mat.“ n Girnilegar pítsur Þessi heitir „Sú parmaða“ Eftirréttar- bakan Ótrúlega gómsæt og hefur slegið í gegn. A dam, annar eigenda veitingastaðarins Adam's pizza og grill, Seljabraut 54, stendur sjálfur vakt- ina langar stundir ásamt starfsfólki sínu og býr til matinn sem er svo vinsæll hjá gestum staðarins. Adam's pizza og grill er opinn frá kl. 11 til 23 alla daga vikunnar og það er nánast alltaf mikið að gera. Vinnandi fólk streymir á staðinn í hádegismat og margir koma líka í kvöldmat; fjöl- margir panta sér mat, sækja eða fá sent, alla daga vikunnar. Einnig er matur seldur í gegnum bílalúgu auk þess sem margir borða á staðnum. Einn vinsælasti réttur á Adam's pizza og grill er Adam's Special Pizza: sósa, ostur, nautahakk, pepp- eróní, sveppir, blönduð paprika, rauðlaukur og hvítlaukspipar. Pítsa mánaðarins á staðnum núna er The Godfather og hefur sleg- ið í gegn, en á henni er sósa, ostur, pepperóní, beikon og rjómaostur. Staðurinn er ekki hvað síst þekkt- ur fyrir sínar rómuðu og vinsælu brauðstangir sem eru ávallt ferskar og aldrei geymdar í frysti eins og víða þekkist. Hvítlauksolían sem notuð er með þeim er líka ávallt fersk. Hægt er að fá brauðstangir með pepperóní, rjómaosti, jalapeno og piparosti. Sjá nánar fjölbreyttan og girni- legan matseðil á http://adamspizza. is/matsedill/ Eins og fyrr segir er Adam's pizza og grill að Seljabraut 54 í Breiðholtinu. Pöntunarsím- inn er 533-1414. Netfangið er ad- amspizza@adamspizza.is og heima- síðan www.adamspizza.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.