Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 36
32 Fólk Vikublað 24.–26. nóvember 2015 GÓLFMOTTUR Við leigjum út gólfmottur í anddyri. Haltu fyrirtækinu hreinu og minnkaðu ræstingakostnað. Við sækjum og sendum. Fáðu verðtilboð! 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is harmleikir stjarnanna n Lífið hefur ekki alltaf leikið við fræga fólkið Þ au þéna meira á einum degi en við hin á heilu ári og þykja mun kynþokkafyllri. En líf þeirra hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Mörg- um af stærstu stjörnum Hollywood tókst að klífa metorðastigann þrátt fyrir vandræði heima fyrir. Hér er listi yfir nokkrar stjörnur sem eiga erfiðan bakgrunn. n  Systir var mamma Leikarinn Jack Nicholson var 37 ára þegar tímaritið Time afhjúpaði þá staðreynd að manneskjan sem hann hafði kallað mömmu alla ævi, Ethel May, var í rauninni amma hans. Raunveruleg móðir hans var hins vegar June sem leikarinn hélt að væri systir hans. June hafði ung eignast Jack en gefið forræði hans upp á bátinn og einbeitt sér að dansferli sínum. Til að gera hlutina ennþá flóknari kom einnig í ljós að faðir hans, Donald, var tvíkvæntur en hann var í öðru hjónabandi þegar hann gekk að eiga June.  Sorgleg saga Fjölskyldusaga Kelsey Grammer er sneisafull af harmleik óháð þremur skilnuðum sem leikarinn hefur gengið í gegnum. Faðir Grammer var skotinn tvisvar fyrir utan heimili þeirra árið 1968 auk þess sem litla systir hans var myrt árið 1975 en leikarinn varð að bera kennsl á líkið. Árið 1980 létust svo tveir stjúpbræður hans í köfunarslysi.  Fátækt, krabbamein og bankarán Foreldrar Tobey Maguire voru ung og fátæk þegar þau eignuðust hann svo Tobey ólst upp hjá hinum og þessum fjölskyldumeðlimum. Faðir hans, Vincent, ættleiddi börn systur sinnar eftir að hún lést úr krabbameini. Vincent var fullviss um að hann væri líka lífshættulega veikur og vildi skilja eitthvað eftir handa fjölskyldunni sem varð til þess að hann rændi banka. Hann náðist, sat í fangelsi og hefur snúið blaðinu við.  Pabbi leigumorðingi Woody Harrelson ólst lítið upp hjá föður sínum, Charles, sem yfirgaf fjölskylduna varð leigumorðingi. Charles myrti allavega tvær manneskjur og var dæmdur í tvöfalt lífstíðar- fangelsi. Woody heimsótti hann í fangelsið en Charles lést úr hjartaáfalli árið 2007.  Alltaf vesen Það hefur sjaldan verið lognmolla í kringum rokkpíuna Courtney Love. Lætin byrjuðu strax í æsku en söngkonan var tekin af foreldrum sínum á unglingsárunum og send á hin ýmsu fósturheimili. Seinna missti Courtney sjálf forræðið yfir dóttur sinni, Frances, en ástandið var svo slæmt árið 2009 að Frances sótti um nálgunarbann á mömmu sína.  Leiðinlegur pabbi Alec Baldwin kemur úr sannkallaðri skemmtanabransafjölskyldu. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá leikaranum en fjölmiðlar hafa fylgst vel með stormasömu sambandi hans við dóttur sína, Ireland. Eftir að vefmiðlar birtu upptöku af símsvara Ireland þar sem Alec úthúðaði henni með öllum illum nöfnum úr orðabókinni neyddist hann til að biðja hana opinberlega afsökunar. Atvikið hjálpaði honum ekki í forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonuna, leikkonuna Kim Basinger.  Geðveiki og alkóhólismi Demi Moore þekkti aldrei föður sinn sem yfirgaf móður hennar, Virginiu, sem þjáðist bæði af geð- hvarfasýki og alkóhólisma áður en Demi fæddist. Leikkonan ólst hins vegar upp hjá stjúpföður sínum sem einnig barðist við fíkn sína sem endaði með því að hann svipti sig lífi. Samband mæðgnanna var alltaf brotið en leikkonan átti erfitt með að fyrirgefa móður sinni sem reyndi að komast áfram á frægð dóttur sinnar meðal annars með því að sitja fyrir nakin og skopstæla þannig leikferil Demi. Mæðgurn- ar náðu þó að sættast rétt áður en Virginia lést.  Mamma drap pabba Þegar leikkona Charlize Theron var 15 ára skaut mamma hennar pabba hennar til bana. Faðir hennar og frændi höfðu komið sótsvartir heim með hlaðnar byssur og hafið að hóta mæðgun- um. Eftir að pabbi hennar hóf að skjóta í gegnum hurð þar sem Charlize hafði falið sig greip mamma hennar til sinna ráða. Leikkonan hefur alltaf dáðst að hugrekki móður sinnar.  Sifjaspell og dóp Bijou og Mackenzie Phillips, dætur tónlistar- mannsins John Philips úr Mamas and the Papas, hafa lifað skrautlegu lífi þar sem eiturlyf hafa skipað stóran sess. Í ævisögu sinni sagði Mackenzie frá kynferðislegu sambandi sínu við föður sinn. Í bókinni sagðist hún hafa slitið sambandinu eftir að hafa orðið ófrísk en ekki vitað hvort pabbi hennar eða maðurinn hennar væri faðirinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.