Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Erlent Vikublað 24.–26. nóvember 2015
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.
Ætlaði að drepa
einn múslima á viku
Alda hatursglæpa hefur riðið yfir Kanada
L
ögreglan í Montreal hefur
handtekið 24 ára gamlan
mann í tengslum við Youtube-
myndband þar sem grímu-
klæddur einstaklingur hótaði því
að myrða einn múslima í hverri
viku. Maðurinn klæddist grímu Jó-
kersins, helsta andstæðings Leður-
blökumannsins, í myndbandinu og
hélt á skammbyssu á meðan hann
talaði um að tilefni hótananna
væru hryðjuverkaárásirnar í Par-
ís. Maðurinn sagðist ætla að skjóta
fórnar lömb sín í höfðuðið og þar
sem stjórnvöld ætluðu ekkert að
gera varðandi þá ógn sem múslimar
yllu þá yrði hann að taka til sinna
ráða. Maðurinn var handtekinn
síðast liðinn þriðjudag og lagði lög-
reglan hald á loftbyssu, sem svipar
til vopnsins í myndbandinu. „Við
getum ekki liðið slíkt, hótanir sem
þessar geta varðað allt að fimm ára
fangelsi,“ sagði Pierre Moreau, ör-
yggismálaráðherra Quebec. Hót-
anir mannsins eru hluti af öldu
hatursglæpa sem hafa riðið yfir
Kanada í kjölfar árásarinnar á Par-
ís, meðal annars var íslamskri konu
misþyrmt í Toronto í vikunni og
kveikt var í mosku í Ontario. n
bjornth@dv.is
Skjáskot úr
myndbandinu
Jókerinn ætlaði að
skjóta einn múslima í
höfuðið í hverri viku.
„Og þetta er hugmyndin mín“
Átta ára drengur reyndi að leysa öryggisvanda flugvéla sem hrapa í hafið
É
g varð svolítið leiður þegar ég
var að horfa á þáttinn,“ segir
uppfinningamaðurinn Ben
Treider. Hann er aðeins átta
ára gamall en hefur vakið
heimsathygli fyrir bréf sitt og ráð-
leggingar til flugfélagsins Delta.
Ben hafði verið að horfa á sjón-
varpsþátt um hvarf flugvéla, þar á
meðal flugvélarinnar MH370 sem
var í eigu flugfélagsins Malaysia
Airlines. Ben settist niður og teikn-
aði upp búnað sem gæti gert það
að verkum að hægt væri að sjá
hvar flugvélar brotlenda. Hann
sendi flugfélaginu teikningar ásamt
bréfi og vakti það athygli stjórn-
enda sem brugðust vel við og
komu ábendingum hans áfram til
öryggissviðs fyrirtækisins. Þá sögð-
ust forsvarsmenn einmitt hafa ver-
ið að skoða hugmyndir sem þessa
til að reyna að tryggja öryggi far-
þega og auka líkurnar á því að flug-
vélar finnist ef þær brotlendi.
Neonlitaðar blöðrur
Ben fékk aðstoð móður sinnar,
Lauru Treider, við að skrifa bréfið.
Þau höfðu horft saman á þáttinn
„Why Planes Disappear“ og var
Ben talsvert brugðið eftir áhorfið.
Hann varð sorgmæddur og vildi
finna leiðir til að tryggja að atburð-
ir eins og hvarf MH370 myndu ekki
endurtaka sig. „Við gætum haft
kerfi sem lætur neonlitaðar appel-
sínugular blöðrur rísa upp á yfir-
borðið þegar flugvélar hrapa yfir
sjó,“ segir í bréfi Ben. „Það gætu
verið steinar fastir við blöðrurnar
svo að þær færu ekki á flakk. Blaðr-
an væri ekki nægilega létt til að
fjúka eða svífa í burtu og í henni
væri sterkt gúmmí sem þyldi mik-
ið álag og þrýsting.“ Bréfinu fylgdi
svo teikning sem sýndi hvernig
Ben hafði hugsað sér þetta. Einnig
vildi hann láta fylgja staðsetningar-
tæki eða útvarpssendi svo auð-
veldara væri að finna blöðrurnar.
Ben mun hafa haft áhuga á flugvél-
um frá fyrstu tíð, þótt hann sé ung-
ur að árum. Hann hefur sérstak-
lega mikinn áhuga á herflugvélum,
en foreldrar hans eru í bandaríska
hernum. Honum finnst gaman að
fljúga og fær gjarnan að hitta flug-
stjóra og flugmenn þegar fjölskylda
hans ferðast, oftast með Delta.
Takk fyrir hjálpina
Stuttu eftir að Ben sendi bréfið fékk
hann svar frá aðstoðarforstjóra flug-
félagsins, John E. Laughter. Í bréf-
inu, sem sjá má hér á síðunni, fær
Ben mikið hrós. „[Ég] vinn með
Delta-fólki, Flugmálastjórn og flug-
vélaframleiðendum og í samein-
ingu reynum við að leysa vandamál
eins og þau sem geta skapast þegar
flugvélar hverfa. Það eru margir sér-
fræðingar sem eru að velta fyrir sér
vandamálum á sama hátt og þú. Ég
mun svo sannarlega senda teikn-
ingarnar þínar og hugmyndir áleiðis
til þeirra,“ segir Laughter í bréfinu en
því fylgdu meðal annars tvær eftir-
líkingar af flugvélum og fjölmargar
aðrar gjafir. Nú er spurningin hvort
átta ára drengur hafi leyst þetta
viðamikla öryggismál flugvéla. n
„Kæri herra Anderson [Richard H. Ander-
son, framkvæmdastjóri flugfélagsins Delta,
innsk. blm.]
Mér datt þetta í hug þegar ég horfði á þáttinn
„Why planes disappear.“ Hann fjallaði um
flugvél Malaysia Airlines. Ég fékk þá hug-
mynd til að aðstoða við að leita að flugvélum
sem hrapa í sjó.
Við gætum haft kerfi sem lætur neon-
litaðar appelsínugular blöðrur rísa upp á
yfirborðið þegar flugvélar hrapa yfir sjó.
Það gætu verið steinar fastir við blöðrurnar
svo að þær færu ekki á flakk. Blaðran væri
ekki nægilega létt til að fjúka eða svífa í burtu
og í henni væri sterkt gúmmí sem þyldi mikið
álag og þrýsting. Setjið líka útvarpssendi í
blöðrurnar svo hægt væri að finna þær. Og
þetta er hugmyndin mín
Virðingarfyllst
Ben.“
„Kæri Benjamín.
Við þökkum þér kærlega fyrir að senda
hugmyndina þína um það hvernig hægt væri
að finna flugvélar til Richard Anderson. Ég er
að svara þér fyrir hans hönd. Sem yfirmaður ör-
yggismála hjá Delta Airlines vinn ég með með
Delta-fólki, Flugmálastjórn og flugvélafram-
leiðendum og í sameiningu reynum við að leysa
vandamál eins og þau sem geta skapast þegar
flugvélar hverfa. Það eru margir sérfræðingar
sem eru að velta fyrir sér vandamálum á sama
hátt og þú. Ég mun svo sannarlega senda
teikningarnar þínar og hugmyndir áleiðis til
þeirra. Takk fyrir að hugsa til okkar. Ég sendi
þér einnig nokkra Delta-hluti sem ég vona að
þú getir notið. Ég á átta ára son og hann hélt
að þetta væri góð leið til að þakka þér fyrir.
Virðingarfyllst
John.“
Hugmyndin hans Ben Hér er teikningin hans Ben sem öryggisfulltrúar Delta skoða nú.
Hér sést hvernig blaðran væri fest við flugvélina og að inni í henni væri útvarpssendir.Sendingin Ben fékk ýmsa muni frá Delta fyrir hugmyndir sínar.
Bréfasamskipti Ben og Delta Airlines