Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 24.–26. nóvember 2015
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
Vilja engu svara um
kaupskyldu álversins
n Landsvirkjun og Rio Tinto tjá sig ekki um raforkusamning n Fundað í dag
F
orsvarsmenn Rio Tinto Alcan
á Íslandi og Landsvirkjunar
vilja ekki svara því hvort raf
orkusamningur fyrirtækjanna
frá árinu 2010 inniheldur fyrir
vara um að álverið í Straumsvík losni
undan kaupskyldu á orkunni fari svo
að því verði lokað tímabundið eða til
frambúðar ef til verkfalls starfsmanna
þess kemur. Samningurinn gildir til
ársins 2036 en sérfræðingur í orku
málum telur afar ólíklegt að fram
leiðslustöðvun vegna verkfalls losi
álverið undan kaupskyldunni til fram
búðar. Fyrirtækið þurfi því áfram að
greiða um 100 milljónir Bandaríkja
dala, tæpa þrettán milljarða króna,
á ári fyrir orkuna þrátt fyrir að slökkt
yrði á öllum 480 kerum álversins í
byrjun næsta mánaðar.
Trúnaðarmál
Magnús Þór Gylfason, yfirmaður sam
skiptasviðs Landsvirkjunar, segir full
trúa ríkisfyrirtækisins ekki vilja tjá sig
um „viðkvæma kjaradeilu“ álversins
og starfsmanna þess. Í skriflegu svari
hans við fyrirspurn DV er bent á að
raforkusamningurinn gildi til ársins
2036 og að hann hafi verið endur
skoðaður í desember í fyrra með
óbreyttum samningstíma.
„Ég get ekkert tjáð mig um raforku
samninginn við Landsvirkjun enda
eru ákvæði hans trúnaðarmál,“ segir
Ólafur Teitur Guðnason, upplýsinga
fulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, í
samtali við DV.
Starfsmenn álversins fara að
óbreyttu í verkfall 2. desember næst
komandi en kjaradeila þeirra við fyrir
tækið hefur staðið yfir síðan í sum
ar. Ólafur Teitur sagði í viðtali við
Morgunblaðið á mánudag að ekki sé
sjálfgefið að álverið verði opnað aftur
fari svo að því verði lokað vegna verk
fallsins. Að hans sögn er aðalágrein
ingsefnið það að álverið vill aukn
ar heimildir til að bjóða út verk eins
og rekstur mötuneytis, hliðvörslu og
þvottahúss álversins. Það geti álverið
ekki í dag ólíkt öðrum fyrirtækjum hér
á landi vegna ákvæða í kjarasamning
um sem voru gerðir árið 1972.
„Það er samningafundur á morgun
[þriðjudag innsk. blm.]. Þá hittumst
við hjá ríkissáttasemjara annars vegar
samninganefndir Samtaka atvinnu
lífsins og álversins og hins vegar
verkalýðsfélaganna sem eiga aðild að
kjarasamningunum. Við höfum ekki
farið fram á neitt annað en að okk
ar starfsumhverfi verði líkara því sem
að önnur fyrirtæki búa við. Við greið
um samkeppnishæf laun og erum að
bjóða samkeppnishæfar launahækk
anir,“ segir Ólafur.
Mikið magn
Samningur álversins og Landsvirkjun
ar var undirritaður árið 2010 og gild
ir eins og áður sagði út næsta 21 árið.
Samkvæmt honum greiðir álverið um
100 milljónir dala á ári fyrir þrjár tera
wattsstundir af raforku. Samningur
inn er ólíkur öðrum raforkusamning
um sem íslensk álver hafa gert að því
leytinu til að verðið sem Rio Tinto Alc
an kaupir orkuna á er ekki tengt við ál
verð.
Landsvirkjun og stjórnendur ál
versins sömdu árið 2010 um raforku
sem álframleiðandinn hafði tryggt sér
í eldri samningum við ríkisfyrirtækið.
Var þar um að ræða 335 MW af orku
en einnig var samið um kaup á 75 MW
til viðbótar vegna áforma um að auka
framleiðslugetu álversins. Sú aukn
ing náðist ekki að fullu og því endur
sömdu fyrirtækin í desember í fyrra
og fékk Rio Tinto þá að skila 35 MW af
afli. Álverið er í dag með kaupskyldu
á terawattstundunum þremur en sú
orka nemur um fjórðungi af allri raf
orkuframleiðslu Landsvirkjunar. n
Talsmaður álversins Ólafur Teitur
Guðnason hefur bent á að það verði afar
kostnaðarsamt fyrir álverið að endurræsa
ker þess ef til verkfalls starfsmanna kemur.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Blöff“ fyrir betri samningi
Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í
orkumálum og eigandi Orkubloggsins,
segir að ef verkfall starfsmanna álversins
í Straumsvík skellur á þá muni það óhjá-
kvæmlega leiða til einhvers fjártjóns fyrir
fyrirtækið en að hann telji nánast útilokað
að því verði lokað til frambúðar. Afar
ólíklegt sé að fyrirtækið geti nýtt sér verk-
fallið til að losna undan kaupskyldunni.
„Það er örugglega ákvæði í orkusamn-
ingi Landsvirkjunar og Rio Tinto að það sé
heimilt að fella tímabundið niður raforku-
viðskipti af hálfu álversins ef til verkfalls
kemur. Ég ítreka þó að ég hef ekki séð
þennan samning. En ef álverið ætlar að
stilla þessu upp þannig að það sé svo
kostnaðarsamt að endurræsa það að það
ætli þess vegna einfaldlega að loka þá
finnst mér afar hæpið að það kæmist upp
með að losna undan kaupskyldunni. Það
eru til margar leiðir til að leysa úr svona
vinnudeilum og að auki tel ég að það sé
ekki raunverulegur vilji til að loka álverinu
heldur að þetta sé eingöngu „blöff“ til
að þrýsta á að álverið nái hagstæðum
kjarasamningi,“ segir Ketill. n
„Ég get ekkert tjáð
mig um raforku-
samninginn við Lands-
virkjun enda eru ákvæði
hans trúnaðarmál.
Straumsvík Um 450 manns vinna
í álverinu og verkfall hefst 2. desem-
ber náist ekki samningar.
Margrét
sagði upp
Margrét Frímannsdóttir, fang
elsisstjóri á LitlaHrauni, hefur
sagt upp störfum. DV.is greindi
frá þessu á mánudag en Margrét
hefur gegnt embættinu undan
farin sex ár. Samkvæmt heimild
um DV sendi Margrét tölvupóst á
samstarfsmenn sína og tilkynnti
að hún hygðist ekki halda áfram
störfum. Tímasetning uppsagnar
innar þykir sérstök, enda vika í
mánaðamót, en ekki hafa fengist
upplýsingar um af hverju Margrét
ákvað að láta af störfum. Hvorki
hafði náðst í hana né Pál Winkel,
forstjóra Fangelsismálastofnunar,
þegar blaðið fór í prentun, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
OR hagnast um
þrjá milljarða
Orkuveita Reykjavíkur (OR)
hagnaðist um 3,1 milljarð króna
á fyrstu níu mánuðum ársins. Að
gerðaáætlunin Planið, sem hleypt
var af stokkunum í ársbyrjun
2011, hafði í lok september skilað
fyrirtækinu 53,2 milljörðum
króna í bættri sjóðstöðu. Það er
7,3 milljörðum króna umfram
markmið tímabilsins. Þetta kem
ur fram í uppgjörstilkynningu
sem OR sendi frá sér á mánudag.
Bjarni Bjarnason, forstjóri fyrir
tækisins, segir þar að sparnaður
í rekstri sé varanlegur og að hag
sýni sé gætt í hvívetna. „Ég tel
að tekist hafi að skapa meiri sátt
um starfsemi OR og við munum
leggja okkur fram um að viðhalda
henni,“ segir Bjarni.