Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 30
26 Menning L ífið er bara svo fyndið og manneskjan svo skrýtin. Mað­ ur þarf ekkert að leita langt til að finna hið fáránlega,“ segir Pétur Ármannsson sem skipar sviðslistahópinn Dansaðu fyrir mig ásamt eiginkonu sinni, Brogan David son. Þau setja raunverulegt fólk frekar en leikara í karakter á sviðið og leita ekki langt yfir skammt eftir efni­ viði, en sýningar þeirra hafa fjallað um langömmu og pabba Péturs. DV ræddi við Pétur um heimildaleik­ hús, steinasöfnun og dansdreymandi pabba. Langamma var kjarninn Á föstudag sýnir hópurinn leiksýn­ inguna Petru, sem var frumsýnd á alþjóðlegu sviðslistahátíðinni Lókal í fyrra. Verkið fjallar um langömmu Péturs, frægasta steinasafnara lands­ ins, Petru Sveinsdóttur. Á ævi sinni tókst henni að koma upp stærsta einkarekna steinasafni í allri Evrópu á heimili sínu á Stöðvarfirði. „Hún er eiginlega mitt íkon í lífinu. Þegar ég var yngri gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað það væri merki­ legt að hún hefði áorkað svona miklu í lífinu. Hún safnaði svo mörgum steinum að heimili hennar var orðið að stærsta steinasafni í heimi. Þegar hún féll frá fór ég að velta sambandi okkar fyrir mér. Það ganga eflaust allir í gegnum það þegar einhver nákom­ inn fellur frá, maður fyllist sektar­ kennd yfir því að hafa ekki eytt meiri tíma með þeim, spurt meira um líf þeirra. Það var því forvitni og vilji til að kynnast langömmu minni betur sem dró mig áfram. Ég fór í mikla rannsóknarvinnu, safnaði saman öllu myndefni um hana og svo fram­ vegis, en um leið var þetta góð afsök­ un fyrir að tala við fjölskylduna um hana. Þannig fékk ég að kynnast fjöl­ skyldu minni betur. Mér hafði alltaf þótt það eitthvað óþægilegt eða asna­ legt að spyrja afa um mömmu hans, en þetta var hin fullkomna afsökun til að komast að kjarna fjölskyldunn­ ar. Langamma var kjarninn.“ Steinasafnandi Yoda „Hún var kona sem var tengd náttúr­ unni órjúfanlegum böndum. Hún réð bara ekki við það. Hún varð að vera annaðhvort uppi í fjalli eða niðri í fjöru. Jafnvel eftir átta tíma vinnudag í frystihúsinu varð hún að fara upp í fjall. Þar fann hún sitt „zen.“ Hjalti Jón, einn þeirra sem unnu sýninguna með mér, lýsir henni sem steinasafn­ andi Yoda. Ég minnist hennar fyrst og fremst sem húmorista,“ segir Pétur og segir því mikilvægt að sýningin yrði skemmtileg. „Þetta átti upphaflega að vera eins manns sýning þar sem ég myndi segja frá ævi hennar. En það kom fljótt í ljós að það varð óáhugavert, leiðinlegt og dautt. Mig hafði langað að halda minningu langömmu minn­ ar á lífi en svo stóð ég bara á sviðinu og sagði drepleiðinlega sögu. Í neyð þurftum við því að endurskoða verk­ efnið og komumst að þeirri niður­ stöðu að það væri best að ég stigi sjálfur af sviðinu og í staðinn myndu Brogan, Hjalti Jón Sverrisson, æsku­ vinur minn að austan, og Kolbeinn Arnbjörnsson, bekkjarbróðir minn úr Listaháskólanum, flytja sýninguna fyrir mig,“ segir Pétur og útskýrir hvernig þau gjörbreyttu verkinu. „Frásögnin er mölbrotin og ólínu­ leg. Þetta er ekki upptalning á því hvenær hún fæddist og hvar hún gekk í skóla. Við reyndum að leita að kjarnanum. Spyrja hver hún var og færa það upp á sviðið með þeim tækjum sem við höfum. Frekar en að þetta væri eitthvað persónulegt „kaþarsis“ fyrir mig var markmið­ ið að gera skemmtilega, áhugaverða og krefjandi upplifun fyrir áhorfand­ ann,“ segir hann. Vilja gera starf sviðslistahópsins sjálfbært Næsta sumar stefnir hópurinn á að gefa fleirum færi á að sjá Petru og mun meðal annars flytja sýninguna fimm sinnum á fimm dögum á Austur landi og verður lokasýningin á Stöðvarfirði „Við erum að leita leiða til að gera starf sjálfstæðs sviðslistahóps sjálf­ bært. Það vill nefnilega oft verða þannig að maður sýnir kannski sex sinnum í Reykjavík og er þá búinn með alla menningarlúðana sem mæta á allt. Svo hendir maður sýn­ ingunni bara, verki sem hefur verið marga mánuði í vinnslu. Við ákváðum hins vegar að fara út á land með fyrstu sýninguna okkar, sem heitir Dansaðu fyrir mig. Við sýndum hana víða um land og það var alltaf troðfullt. Það voru jafnvel að mæta 50 til 60 manns á sýningu á Snæfellsnesi eða Ólafsfirði, en það eru ekkert færri en mæta á sýn­ ingu í Tjarnabíói. Það fagna því allir að eitthvað sé að gerast.“ Möguleikinn á að skapa lífvæn­ legan starfsvettvang fyrir sjálfstætt starfandi atvinnulistamenn er þeim Brogan hugleikinn. Þau hófu ný­ lega þátttöku í alþjóðlegu rann­ sóknarsamstarfsverkefni sem nefnist NOW þar sem níu menningaraðilar í Evrópu; hátíðir, bransafólk og lista­ hópar, velta fyrir sér starfsumhverfi sjálfstæðra listamanna í Evrópu í dag – þar sem víða er verið að skera nið­ ur styrki til menningar og lista. „Við erum að reyna að gera bæði lands­ byggðina og meginland Evrópu að hluta af okkar vinnuumhverfi. Við viljum sýna þar en líka eiga í samtali við þessi svæði,“ segir Pétur. Miðaldra smiður flytur sam- tímadans Hópurinn hefur farið víða um lönd með sýningarnar og stefnir á að sýna Dansaðu fyrir mig í Danmörku á næstunni. Í verkinu er fjölskylda Péturs einnig í aðalhlutverki, en þar lætur pabbi hans, miðaldra smiður með bumbu, gamlan draum sinn rætast og dansar samtímadans. „Þegar hann sagði okkur að hann langaði að flytja samtímadans á sviði hlógum við bara og hummuðum þetta frá okkur. Hann er nefnilega lág­ vaxinn, með mjög stóra bumbu, tón­ listarkarl og smiður sem hafði aldrei í lífinu dansað. En seinna sendi hann Brogan ítarlegt bréf þar sem hann út­ skýrði að honum væri full alvara og bað hana að hjálpa sér að láta þenn­ an draum rætast. Við ætluðum aldrei að gera þetta að einhverju risaverk­ efni, en strax eftir frumsýningu var okkur boðið til Kanada, og höfum síðan sýnt í Þýskalandi, Bretlandi og Noregi. Við sýnum ellefu sinn­ um í Danmörku á næsta ári, meðal annars í danshúsinu í Kaupmanna­ höfn. Núna er pabbi búinn að segja að hann ætli að dansa í tíu mismun­ andi löndum og þá geti hann loksins sest í helgan stein, hætt sem dansari.“ Nú eru bæði verkin ykkar unn­ in með fólki sem er ekki lært leikarar og fást við sannar sögur. Hvað er það við þetta heimildaleikhús sem ykkur finnst spennandi? „Mín upplifun er að það sé skortur á persónulegum tengingum í listum almennt. Framsetningin er oft svo teflonhúðuð og fjarlæg. Það er skortur á varnarleysi og skortur á að listamenn gefi færi á sér, leggi sjálfa sig að veði. Það er eitthvað sem við höfum mjög mikinn áhuga á, að standa á sviði fyrir framan áhorfend­ ur og leggja öll spilin á borðið. Ekki endilega leggja dóm á það eða boða einhvern boðskap heldur bara að af­ hjúpa hið mannlega. Og hvernig ger­ ir maður það betur en að setja mann­ eskju á svið alveg berstrípaða?“ Petra er sýnt í listarýminu Mengi á föstudagskvöld klukkan 21.00. n Vikublað 24.–26. nóvember 2015 n Pétur og Brogan skipa sviðslistahópinn Dansaðu fyrir mig n Verk um langömmu og pabba Péturs Fjölskyldan sett á svið Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is MYnd © Bart GrietenS 2014„ Jafnvel eftir átta tíma vinnudag í frystihúsinu varð hún að fara upp í fjall. Þar fann hún sitt „zen.“ Pétur Ármannsson lærði leiklist í Listaháskólanum en hefur fundið sína fjöl í leikstjórninni. Hann skipar sviðslistahópinn Dansaðu fyrir mig ásamt eiginkonu sinni, dansaranum Brogan Davidson. MYnd dV SiGtrYGGur ari „Það er skortur á varnarleysi og á að listamenn gefi færi á sér, leggi sjálfa sig að veði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.