Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 7
Vikublað 24.–26. nóvember 2015 Fréttir 7
n Laun ráðherra hækkað umfram vísitölu launa frá hruni n Þjóðkjörnir fulltrúar fá tugmilljónir í eingreiðslur
Lögreglustjórinn
á höfuðborgarsv.
1. febrúar 2014 - 874 þús.
1. mars 2015 - 955 þús.
Krónutöluhækkun - 81 þús.
Eingreiðsla - 729 þús.
Seðlabankastjóri
1. febrúar 2014 - 999 þús.
1. mars 2015 - 1.092 þús.
Krónutöluhækkun - 93 þús.
Eingreiðsla - 837 þús.
Bankastjóri
Landsbankans
1. febrúar 2014 - 966 þús.
1. mars 2015 - 1.056 þús.
Krónutöluhækkun - 90 þús.
Eingreiðsla - 810 þús.
Útvarpsstjóri
1. febrúar 2014 - 874 þús.
1. mars 2015 - 955 þús.
Krónutöluhækkun - 81 þús.
Eingreiðsla - 729 þús.
Forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins
1. febrúar 2014 - 903 þús.
1. mars 2015 - 987 þús.
Krónutöluhækkun - 84 þús.
Eingreiðsla - 756 þús.
Ráðuneytisstjórar
1. febrúar 2014 - 966 þús.
1. mars 2015 - 1.056 þús.
Krónutöluhækkun - 90 þús.
Eingreiðsla - 810 þús.
Ríkislögreglustjóri
1. febrúar 2014 - 903 þús.
1. mars 2015 - 987 þús.
Krónutöluhækkun - 84 þús.
Eingreiðsla - 756 þús.
Svona hækka embættismenn og aðrir starfsmenn
Valdir embættismenn og aðrir sem heyra undir ákvörðunarvald kjararáðs
ar 131.400 krónur í húsnæðis- og
dvalarkostnað að auki og svo mætti
lengi telja.
Samkvæmt upplýsingum sem
DV fékk fyrr á þessu ári frá fjármála-
skrifstofu Alþingis fellur ferða-
kostnaður út þegar þing-
menn verða ráðherrar
en þeir sem eiga rétt á
húsnæðis- og dvalar-
kostnaði halda
honum þegar þeir
verða ráðherrar.
Þá halda ráðherr-
ar, líkt og þing-
menn, réttinum
til að fá endur-
greiddan kostnað
sem hlýst af starfi
þeirra gegn fram-
vísun reikninga,
að hámarki rúm-
lega ein milljón
á ári.
Forsetinn situr eftir
en kvartar ekki
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, hefur hins vegar setið mest
eftir þó að hann kvarti nú ekki yfir
launum sínum. Þó að hann hafi
hækkað úr 1.827 þúsund krónum á
mánuði í ársbyrjun 2009 í 2.314 þús-
und krónur nú, eða um 26,6 prósent
og tæpa hálfa milljón á mánuði þá
hafa laun hans síður en svo fylgt
launavísitölu. Nemur raunlækkun
launa hans miðað við launavísitölu
35 prósentum.
Við hækkunina nú hækka
mánaðarlaun forsetans um 197
þúsund krónur auk þess sem hann
fær eingreiðslu upp á 1.773 þús-
und krónur vegna afturvirkni
ákvörðunarinnar.
Tugmilljóna eingreiðslur
Gagnrýnt hefur verið og athygli vak-
ið að ákvörðun kjararáðs skuli vera
afturvirk, níu mánuði aftur í tímann
eða til 1. mars. Það þýðir að upp-
söfnuð hækkun á þessu tímabili
verður greidd út til þeirra sem heyra
undir kjararáð. Ef þessi eingreiðsla,
bara til níu ráðherra, forsætisráð-
herra og forseta Íslands, er skoðuð
má sjá að greiðslur til þessara ellefu
einstaklinga mun
nema 11,5 milljónum króna. Eru
þá ótaldir þeir 53 þingmenn sem fá
tæpar 550 þúsund krónur hver.
Svona hækka hinir
En það eru ekki bara þjóðkjörnir full-
trúar sem nutu góðs af ákvörðun
kjararáðs á dögunum. Það gera líka
dómarar, ráðuneytisstjórar, skrifstofu-
stjórar í Stjórnarráði Íslands, forstöðu-
menn ríkisstofnana og annarra rík-
isstarfsmanna sem svo er háttað um
að þau geta ekki ráðist með samn-
ingum á venjulegan hátt vegna eðlis
starfanna eða samningsstöðu. Ráð-
ið ákveður einnig laun og starfskjör
framkvæmdastjóra hlutafélaga og
annars konar félaga sem eru að
meirihluta í eigu ríkisins og félaga sem
eru að meirihluta í eigu þeirra félaga.
Í töflunni hér á síðunni má sjá
hvernig hækkunin skilar sér til
nokkurra valinna starfsmanna,
annarra en þjóðkjörinna, sem
undir ráðið heyra. Þar
ber að hafa í huga
að hérna er að-
eins mið-
að við
grunn-
launa-
flokka
við-
kom-
andi
embætta. Í launatölum eru ekki
teknar með aukaeiningar sem við-
komandi stjórnendur fá og leggjast
ofan á grunnlaun mánaðarlega sam-
kvæmt launatöflu kjararáðs. Þá ýmist
vegna yfirvinnu eða álags.
Ein eining er 1% af launaflokki
132, sem gerir í dag 7.818 krónur.
Sem dæmi má nefna þá fær Seðla-
bankastjóri 80 slíkar einingar á
mánuði ofan á ofangreind grunn-
mánaðarlaun fyrir „yfirvinnu og álag
sem starfinu fylgir“ skv. ákvörðun
kjararáðs 29. júní 2013.
Már yfir milljónina
Þannig má sjá að grunnlaun Sig-
ríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lög-
reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu,
hækka um 81 þúsund krónur á
mánuði við ákvörðun kjararáðs nú
auk 729 þúsund króna eingreiðslu
vegna afturvirkni ákvörðunar-
innar. Már Guðmundsson seðla-
bankastjóri rýfur einnar milljónar
markið með því að grunnlaun
hans hækka um 90 þúsund. Hann
fær einnig 810 þúsund króna ein-
greiðslu vegna afturvirkninnar. n
M
esta hækkunin sam-
kvæmt kjarasamn-
ingum á almennum
vinnumarkaði í ár nam
7,2 prósentum.
Samkvæmt kjarasamningi VR
og Samtaka atvinnulífsins, sem
undirritaður var 29. maí 2015, er
grunnhækkun launa við gildis-
töku samningsins 7,2 prósent fyrir
starfsmann sem er með 300 þús-
und krónur í laun eða lægri og hóf
störf hjá launagreiðanda fyrir 1.
febrúar 2014.
Ef við ímyndum okkur launa-
mann sem var með 290.000
krónur á mánuði fyrir þennan
samning, þá hækkaði hann upp
í 310.880 krónur við undirritun
hans miðað við þessar forsendur.
Það er krónutöluhækkun upp á
20.880 krónur.
En þessi launahækkun fer
samt stiglækkandi hjá þeim sem
eru með hærri laun en 300 þús-
und og lækkar jöfnum skrefum
niður í 3,2 prósent hjá fólki með
750 þúsund eða meira í laun.
Meirihluti þeirra sem tiltekn-
ir eru hér í umfjölluninni um
nýjustu launaákvörðun kjararáðs
er hátekjufólk í þessum skilningi.
Þegar kjararáð ákvarðaði öllum
sem undir ráðið heyra flata 9,3
prósenta launahækkun er ljóst að
allir þeir sem eru með 750 þúsund
krónur eða meira á mánuði eru að
fá umtalsvert meiri hækkun nú en
launajafnokar þeirra á hinum al-
menna markaði.
Einstaklingur á hinum almenna
markaði fer úr 750 þúsund í 764
þúsund við 3,2 prósenta hækkun
en embættismaður undir kjararáði
fer úr 750 þúsund í 820 þúsund við
9,3 prósenta hækkun ráðsins. n
Hækka mun meira
en lægstu launin
Hækkun kjararáðs hærri en á almenna vinnumarkaðinum
Launaþróun þjóðkjörinna 2009–2015
Samkvæmt launatöflum kjararáðs
Staða 1. jan. 2009 1. feb. 2014 1. mars 2015
Forsætisráðherra 935 þús. 1.272 þús. 1.391 þús.
Ráðherrar 855 þús. 1.150 þús. 1.257 þús.
Alþingismenn 520 þús. 651 þús. 712 þúsund
Forseti Íslands 1.827 þús. 2.117 þús. 2.314 þús.
Hækkanir þjóðkjörinna 2009–2015
Staða Prósentuhækkun Raunhækkun (%) Krónutöluhækkun
Forsætisráðherra 48,7% 18,5% 456.000
Ráðherrar 47% 14,2% 402.000
Þingmenn 36,9% -10,3% 192.000
Forseti Íslands 26,6% -35% 487.000
Hækkanir þjóðkjörinna við
ákvörðun kjararáðs nú
Hækkun 9,3%, afturvirk til 1. mars
Staða Hækkun milli ára í krónum Eingreiðsla vegna afturvirkni
Forsætisráðherra 119 þús. 1.071 þús.
Ráðherrar 107 þús. 963 þús.
Þingmenn 61 þús. 549 þús.
Forseti Íslands 197 þús. 1.773 þús.
Launaskrið á ráðherrum
Aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinn-
ar hafa einnig hækkað talsvert
í launum frá ársbyrjun 2009
eða um 402 þúsund krónur á
mánuði. Eru þeir nú með 1.257
þúsund krónur á mánuði. Laun
ráðherra hafa hækkað um 14,2
prósent umfram vísitölu launa.
Milljónagreiðslur Þegar eingöngu
eru skoðaðar eingreiðslur vegna aftur-
virkni úrskurðar kjararáðs til ráðherra
og forseta Íslands kemur í ljós að launa-
greiðslur til þessara ellefu einstaklinga
munu nema 11,5 milljónum króna. Eru þá
ótaldir þeir 53 þingmenn sem fá tæpar
550 þúsund krónur hver. Mynd STjoRnaRRad.iS
„Már Guðmundsson
seðlabankastjóri
rýfur einnar milljónar
markið með því að grunn-
laun hans hækka um 90
þúsund.