Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 15
Vikublað 24.–26. nóvember 2015 Fréttir Erlent 15
Ruslið kemst fyrir í einni krukku
Erin ákvað að breyta lífi sínu og vill hjálpa til við að bjarga jörðinni
Í
myndaðu þér að frá heimili þínu
komi aldrei neitt rusl. Eða gott
sem ekkert. Hvorki matarúrgangur
eða umbúðir utan af vörum sem
þú keyptir í búðinni. Þannig er það á
heimili Erin Rhoads, sem hefur ekki
„farið út með ruslið“ í að verða tvö
ár. Nú súpa eflaust einhverjir hveljur
og velta því fyrir sér hvernig aðstæð-
ur á heimili hennar séu, en þær eru
með besta móti. Hún einbeitir sér að
því að frá henni komi sem minnstur
heimilis úrgangur, í raun enginn. „Ég
set allt ruslið mitt í þessa krukku svo
ég geti fylgst með því hversu mikið
safnast saman,“ segir hún, en hún not-
ar einnig safnhaug fyrir matarúrgang.
Til þess að ná þessum markmið-
um sínum fer hún óhefðbundnar
leiðir, gerir sitt eigið tannkrem og
notar rauðrófu sem förðunarvöru. Á
átján mánuðum hefur hún fyllt litla
krukku með drasli, hlutum sem hún
hefur ekki geta forðast að fá, til dæmis
kvittun, röri og miðum af fatnaði.
Hún tekur alltaf með sér margnota
poka í verslanir og fer með sín eigin
ílát í verslanir. Hún telur að þessar
leiðir hennar séu rétta leiðin
til að bjarga jörðinni frá öll-
um þeim úrgangi sem kem-
ur frá fyrirtækjum og heim-
ilum. „Ég vil ekki að næsta
kynslóð þurfi að þrífa upp eft-
ir mig,“ segir hún en fylgjast má
með henni á heimasíðunni, The
Rouge Ginger. Hún segist hafa spar-
að fé, orðið heilsuhraustari og lag-
að húðvandamál sem hún átti við að
etja. „Horfðu á það sem þú hendir og
hugsaðu með þér hvaða aðra leið þú
hefðir geta valið,“ segir hún. n
Krukkurusl Erin á eina
krukku sem hún notar
til að geyma ruslið sitt í.
LögRegLan
Í vetRaRdýRð
Myndir vikunnar að mati ljósmyndara EPA
Vetrardýrð Ljósmyndari EPA náði mynd af þessum lögreglumönnum þar sem þeir
dáðust að snjónum í skóginum í Mezquiriz í Navarra á Norður-Spáni. Norðurhluti Spánar var
snæviþakinn um helgina og var þar mikil vetrardýrð. Myndir EPA
Minningarstund Tvö ár eru liðin frá
óeirðunum á Maydan-torginu (Sjálfstæð-
istorginu) í Kænugarði. Minningarstund var
haldin á sunnudag til að minnast þess sem
þar gerðist. Fjöldamótmæli hófust í nóvem-
ber 2013 á torginu og kom til þess að mót-
mælendur tjölduðu þar. Viktor Yanukovych,
þáverandi forseti Úkraínu, sagði af sér.
Á verði Belgískir sérsveitarmenn sjást hér á mynd í lögregluaðgerðum í Molenbeek í
Belgíu á sunnudag. Segja má að hálfgert útgöngubann hafi verið í Brussel yfir helgina, en
borgin er á hæsta viðbúnaðarstigi vegna hugsanlegra yfirvofandi hryðjuverka. Neðanjarðar-
lestir hafa verið lokaðar og fáir létu sjá sig á götum úti.
Biðin Flóttamenn frá Íran, Marokkó og Pakistan reyna að fara á milli Makedóníu og
Serbíu. Makedónía heimilar aðeins flóttamönnum frá Sýrlandi, Írak og Afganistan að koma
til landsins og reynir að koma í veg fyrir straum annarra flóttamanna.
Láttu þér líða vel
Opnunartími
Virka daga frá kl. 7.00 - 20.00
Laugardaga frá kl. 9.00 - 18.00
Sunnudaga frá kl. 10.00 - 14.00
meccaspa.is
Hótel Saga, Hagatorgi • 107 Reykjavík • Sími: 511 2111 og 862 0822 (utan opnunartíma)
Gildir f
yrir alla
r
tegund
ir af nu
ddi við
afhend
ingu þe
ssa
miða.
20%
afsláttu
r