Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 24.–26. nóvember 201520 Sport
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki
Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is
→ Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við
fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.
Frá verðlaunaafhendingu Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins (lengst til
hægri), og Sóley Tómasdóttir (lengst til vinstri) afhenda þremur af sterkustu skákkonum
heims verðlaunin fyrir bestan árangur á 1. borði. Maria Muzycuk heimsmeistari er fyrir miðju.
„Spennufall yfirvofandi“
n Rússar sigurvegarar á EM í skák n Guðlaug með áfanga að titli n Besti árangur Íslands síðan 1992
S
tærsta skákviðburði síð-
ustu áratuga hérlendis
lauk með pomp og prakt í
Hörpu um helgina. Rússar
stóðu uppi sem sigur-
vegarar í opnum flokki og kvenna-
flokki og því er óhætt að segja að
17 manna sendinefnd þeirra hafi
leikið á als oddi á verðlaunaaf-
hendingunni. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
afhenti verðlaunin ásamt öðrum
fyrirmennum og sagði meðal
annars í ræðu sinni: „European
Chess Union is much better than
European Union“ og uppskar mik-
inn hlátur viðstaddra.
Lokaúrslit mótsins:
Opinn flokkur:
1. Rússland
2. Armenía
3. Ungverjaland
Kvennaflokkur:
1. Rússland
2. Úkraína
3. Georgía
Besta árangri alla keppenda
í mótinu náði georgíski stór-
meistarinn Levon Pantsulia sem
fékk 6½ vinning af 8 mögulegum
sem var árangur upp á 2.868 stig.
Næstur á eftir kom moldóvski stór-
meistarinn Viktor Bologan með 7
vinninga af 9 sem var árangur upp
á 2.845 stig. Þeir keppendur sem
náðu bestum árangri einstaklinga
fengu meðal annars boð á næsta
alþjóðlega Reykjavíkurskákmót
sem fer fram í Hörpunni. Í þeim
hópi var heimsmeistari kvenna,
Maria Muzychuk, sem bar höfuð
og herðar yfir einstaka keppend-
ur í kvennaflokki, hún tapaði ekki
skák og fékk 7 vinninga af 8 mögu-
legum. Mikil ánægja var meðal
verðlaunahafa með að fá tækifæri
til þess að tefla á Íslandi á nýjan
leik.
Opinn flokkur: Íslendingar
efstir Norðurlandaþjóða
Fyrir mótið var íslenska a-liðið í 24.
sæti í styrkleikaröðinni af 38 þjóð-
um. Það var því alltaf ljóst að liðið
myndi ekki gera atlögu að verð-
launasætum en markmiðið var að
vera í hópi tuttugu efstu þjóða og
auk þess að vinna „Norðurlanda-
titilinn“ sem yrði mögulega þrautin
þyngri enda Norðmenn í 11. sæti á
stigum. Hápunktur liðsins var stór-
kostlegur sigur gegn Svíum í síð-
ustu umferð 4-0, sennilega bestu
einstöku úrslit Íslands í að minnsta
kosti áratug. Tapið gegn Tyrklandi
var ömurlegt á öllum mælikvörðum
en aðaleftirsjá mótsins voru viður-
eignirnar gegn Grikkjum og Ítölum
sem töpuðust með minnsta mun en
hefðu svo auðveldlega getað snúist
okkur í hag. Liðið endaði í 19. sæti,
varð efst Norðurlandaþjóða og náði
sínum besta árangri síðan 1992.
Markmiðunum náð! Allir liðsmenn
tefldu á pari við eigin styrkleika fyrir
utan einn liðsmann sem sló í gegn,
nýjasti stórmeistari okkar, Hjörvar
Steinn Grétarsson. Hann önglaði
saman 5 vinningum í 7 skákum og
tapaði ekki skák.
Gullaldarliðið: „Upphitun fyrir
HM öldungasveita“
Það var ánægjulegt að sjá fjór-
menningaklíkuna svokölluðu aftur
saman að tafli, svo ekki sé talað
um goðsögnina Friðrik Ólafsson.
Árangur sveitarinnar var sveiflu-
kenndur og þekkjandi þessa miklu
keppnismenn þá er blaðamaður
viss um að þeir hefðu viljað gera
betur varðandi söfnun vinninga.
Hins vegar var taflmennskan oftar
en ekki mjög góð en liðið var að
tapa vinningum í tímahraki og með
fingurbrjótum eftir 4–5 klukku-
stunda setu. Hápunkturinn var sig-
ur gegn góðu liði Austurríkis en lág-
punkturinn var frekar andlaust tap
gegn Moldóvu undir lok móts. Tap-
ið gegn Tyrklandi var síðan grátlegt
því þá viðureign átti liðið að vinna.
Það er á engan hallað þegar minnst
er á árangur Jóhanns Hjartarsonar
sem ljósan punkt liðsins. Jóhann
endaði með 5½ vinning af 9 mögu-
legum og var í raun óheppinn að fá
ekki fleiri vinninga. Meðal annars
vann hann þrjár skákir í röð gegn
sterkum stórmeisturum.
Kvennaflokkur: Guðlaug með
áfanga að alþjóðlegum meist-
aratitli kvenna
Væntingar til kvennaliðsins
voru ekki miklar í byrjun móts.
Evrópumótið var ægisterkt og veik-
ari skákþjóðir í kvennaflokki ákváðu
að sitja heima. Það gerði að verk-
um að íslenska liðið var í 29. sæti
af 30 liðum í styrkleikaröðinni við
upphaf móts. Einnig vantaði þrjár
þaulreyndar landsliðskonur í liðið
sem allar eru uppteknar í erfiðu há-
skólanámi. Ungar skákkonur fengu
því tækifæri á þessu móti sem mun
efla þær verulega. Guðlaug Þor-
steinsdóttir og Lenka Ptacnikova
voru hins vegar á öðru máli og stigu
upp með stórkostlega frammistöðu.
Guðlaug fékk 5½ vinning af 9 mögu-
legum og Lenka 5 vinninga gegn
afar sterkum andstæðingum og
því fengu þær 10½ af 12½ vinning-
um liðsins í heildina. Árangurinn
tryggði Guðlaugu áfanga að WIM-
titli sem er framúrskarandi. Liðin
vann frábæra sigra gegn Noregi og
Finnlandi auk jafnteflis gegn Svíþjóð
og Belgíu. Önnur lið voru of stór biti
og 27. sætið var niðurstaðan.
„Fullkomið spennufall
yfirvofandi“
„Vinnan við mótið hófst fyrir fjórum
árum og því er skrýtin tilfinning að
mótinu sé lokið. Ég hefði varla get-
að ímyndað mér hvað þetta var mik-
il vinna. Það er fullkomið spennu-
fall yfirvofandi,“ segir Gunnar
Björnsson, forseti Skáksambands-
ins, hlæjandi. „Það hefur rignt yfir
okkur heillaóskum frá erlendum
keppendum og forsvarsmönnum
erlendra skáksambanda og menn
segja að þetta sé besta og faglegasta
Evrópumót sem farið hefur fram.
Það var frábært að sjá samtakamátt-
inn í íslensku skáklífi því fjölmargir
buðu fram aðstoð sína sem sjálf-
boðaliðar og unnu framúrskarandi
starf. Ég er stoltur af mínu fólki,“
segir Gunnar að lokum. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„European Chess
Union is much
better than European
Union.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Kaldur á kantinum Forsætisráðherra afhenti verðlaun í mótinu og fékk við það tilefni
glæsilegt skákborð að gjöf frá Skáksambandi Íslands. Þrjátíu og tveir helstu skákmeistarar
heims höfðu ritað nafn sitt á hvíta reiti borðsins, þar á meðal heimsmeistarinn Magnus
Carlsen. MyND MáNi HraFNSSON
rússneski hópurinn Rússar voru ánægðir með sigurlaunin í báðum flokkum Evrópumeistaramótsins í skák sem lauk um helgina.
Fremstur á myndinni er heimsmeistarinn í hraðskák, Alexander Grischuk, einn allra sterkasti skákmaður heims.