Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 24.–26. nóvember 201522 Sport „Við horfðum á þá tekna af lífi“ n Sá aftökur tíu ára n Kei Kamara ólst upp í Síerra Leóne n Slær í gegn í MLS-deildinni É g verð að viðurkenna að ég fæ enn martraðir,“ segir Síerra- Leónemaðurinn Kei Kamara í samtali við CNN. Kamara, 31 árs, leikur knattspyrnu með Columbus Crew í bandarísku MLS- atvinnumannadeildinni og hef- ur slegið í gegn á árinu. Hann hefur skorað 24 mörk í 32 leikjum á leiktíð- inni en liðið hefur komið á óvart og leikur þessa dagana í úrslitum austur- deildar MSL-deildarinnar. Martraðirnar sem Kamara tal- ar um eiga rætur sínar að rekja til æskuminninga. Atburðir úr fortíðinni sækja enn á þennan öfluga framherja en borgarastríð geisaði í Síerra Leóne á árunum 1991 til 2002, þar sem 50 þúsund voru drepin. Varð vitni að aftökum Kamara ólst upp í bænum Kenema, en þar urðu í stríðinu mikil átök á milli uppreisnarmanna og stjórnar- liða. Einn góðan veðurdag, þegar hann var líklega 10 eða 11 ára, varð hann vitni að atburðum sem enginn – allra síst barn – á að þurfa að horfa upp á. „Þeir höfðu gómað nokkra uppreisnarmenn og bundið þá nið- ur. Við krakkarnir vorum forvitn- ir og fylgdumst með því sem fram fór.“ Það var ákvörðun sem hann enn þann dag í dag sér eftir að hafa tekið. „Við horfðum á mennina tekna af lífi, beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir hann við CNN. Atburðurinn hafði mikil áhrif á Kamara. „Ég fæ enn martraðir um að ég sé á flótta,“ segir framherjinn. „Það er alltaf eitthvað um að vera, alltaf eitthvert fólk á eftir mér. Þannig eru martraðirnar. Ég vakna upp á hverj- um morgni og við mér blasir að svona var æskan mín. Þess vegna leitar þetta sífellt á mig.“ Naut þess að finna tengingu Kamara flúði 16 ára með fjöl- skyldu sinni til Bandaríkjanna, til borgar englanna, þar sem hann æfði knattspyrnu og varð á háskólaárunum að miklum markaskorara. Frammi- staða hans vakti athygli forráða- manna Columbus Crew og þeir völdu hann í níunda valrétti nýliðavalsins árið 2006. Hann átti erfitt uppdráttar hjá félaginu og skoraði aðeins fimm mörk í 36 leikjum. Honum leið ekki nógu vel, enda með mikla þörf fyrir heimilislegt og vinalegt umhverfi. Hann skipti í tvígang um lið áður en hann gekk í raðir Sporting Kansas City, þar sem á milli hans og stuðn- ingsmanna þróaðist fallegt samband. Þeir tóku hann í guðatölu enda skor- aði hann 38 mörk í 113 leikjum fyrir félagið. „Ég naut þess í botn að koma til Ameríku og finna tenginguna við stuðningsmennina. Ég þrífst best við þannig aðstæður – það veitir mér aukna orku.“ Kamara reyndi fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni, hjá Norwich, um skamma hríð sem lánsmaður, en gekk síðar í raðir annarrar deildar liðs Middlesbrough. Þar naut hann ágætra vinsælda en skoraði aðeins fjögur mörk í 25 leikjum fyrir félagið og fór frá því í lok ágúst í fyrra. Síðan hélt hann aftur til Bandaríkjanna. Sneri aftur „heim“ Hann þurfti aftur að fara í gegnum nýliðaval enda hafði Sporting Kansas City afsalað sér öllum rétti til leik- mannsins. Fyrir tilviljun átti Colum- bus Crew fyrsta valrétt í nýliðavalinu og svo fór að Kamara sneri aftur til félagsins sem valdi hann í nýliðavali næstum áratug áður. Þar hefur hann svo sannarlega blómstrað og varð ásamt öðrum leikmanni markahæsti maður deildarinnar – með 22 mörk. Í úrslitakeppni austurdeildarinnar tapaði Crew fyrri undanúrslitaleikn- um í Montreal. Með tilstuðlan tveggja marka Kamara tókst þeim að vinna einvígið, í framlengingu, og komast í úrslitin. Ekki eitthvað sem menn sáu fyrir áður en leiktíðin hófst. Nú stend- ur yfir einvígi við New York Bulls, efsta liðið í austurdeildinni, en það lið sem hefur betur leikur til úrslita við sigur- vegara vesturdeildarinnar um sjálfan titilinn í desember. Kamara segist, samhliða vel- gengninni í MLS, upplifa sig sem eins konar kyndilbera fyrir flóttamenn sem standa í ströngu víðs vegar um heim. „Það hefur mikil áhrif á mig að heyra allar þessar sögur og sjá fólk flýja heimili sín,“ segir hann við CNN. Heimilið sé manni allt. „Enn þann dag í dag þrái ég að komast heim til Síerra Leóne og hitta ættingja mína.“ Það hryggir hann að sjá hversu víða dyrunum er lokað fyrir flótta- fólki. Sérstaklega er honum umhug- að um börnin, sem enga ábyrgð bera á ástandinu. „Svona reynsla fylgir manni alla tíð.“ Fór ekki með uppreisnarmönnum Kamara segist hafa verið svo lán- samur að taka ákvörðun að fylgja ekki uppreisnarmönnum úr bænum, þegar þeir yfirgáfu Kenema. Margir barnahermenn hafi fylgt þeim, í von um öryggi, en hann hafi verið svo lán- samur að eiga í nánu sambandi við fjölskyldu sína. Hún hafi verið mjög samheldin. „Uppreisnarmennirn- ir tóku húsið okkar – eitt það stærsta í bænum – og bjuggu í því vikum saman. Að lokum urðu þeir undir og voru hraktir úr bænum. Það hefði verið svo auðvelt að fara með þeim. En fjölskylda mín stóð saman og mér leið aldrei eins og ég stæði einn.“ Kamara segir, þrátt fyrir allt, að hann búi að þeirri reynslu sem hann hafi upplifað sem barn. Hún hafi mótað hann. Hann óski engum að upplifa það sem hann gekk í gegnum en að honum hafi auðnast að taka allt það jákvæða með sér. Fyrir vikið hafi hann burði til að fara til Síerra Leóne og hjálpa til við að búa börnum betra líf þar. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Ég fæ enn martraðir um að ég sé á flótta Vinsæll Kamara þrífst best í vinalegu andrúmslofti. VW Amarok Trendline pallbíll ← 12/2012, ekinn aðeins 25 þús km. Diesel. Álfelgur. Dráttarkrókur. Driflæsing á afturdrifi. Heithúðun á palli. Málmlitur. Aukabúnaður að verðmæti 536.000,- Nýr bíll kostar 8,4 með þessum búnaði. Okkar verð: 6.490.000 KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.