Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 24.–26. nóvember 2015
„Guð elskar Glaðan Gjafara“
rausnarleg fjárframlög úr sal n Blaðamaður sakaður um myndatökur og vísað á dyr
sagði að Mattias hefði fengið sýn fyr
ir nokkrum dögum um þetta tiltekna
sunnudagskvöld. Að þar yrðu minnst
10 manns sem vildu gefa „50 þús
und krónur eða meira“ enda hefðu
svo margir þarna fengið ómetanlega
lækningu, eitthvað sem ekki væri
hægt að meta til fjár. Viðstaddir voru
hvattir til að „sá inn í Guðs ríki“ með
því að láta allt sem þeir höfðu, stórt
og smátt, af hendi rakna.
Peningafötur látnar ganga
Að svo búnu var hafist handa við að
dreifa samskotabaukum, sem raunar
voru engir baukar heldur sex græn
ar fötur sem starfsmenn gengu með
um salinn oftar en einu sinni og
fengu seðlar og klink að fljúga þar
ofan í. Fólk virtist bókstaflega tæma
allt smálegt úr vösum sínum ofan í
föturnar.
Ef fólk var ekki með reiðufé þá
hafði posi sem stóð á stöku borði við
innganginn verið ræstur fyrir þá sem
vildu greiða með korti. Talsverð bið
röð myndaðist við posann og ljóst
að margir voru reiðubúnir að gefa til
málefnisins. Þriðji möguleikinn var
í boði fyrir þá sem hvorki voru með
peninga né kort. Þeim stóð til boða
að skrifa sig niður á blað og heita fé
til söfnunarinnar. Talsverður tími fór
í þetta enda sögðust menn ætla að
gefa sér góðan tíma í þennan dag
skrárlið.
Þarna lagði blaðamaður saman
tvo og tvo og áttaði sig á því að for
leikurinn að söfnuninni var fullkom
inn. Þar var verið að höfða til þeirra
sem trúðu því að þeir hefðu hlotið
bót sinna meina með kraftaverkum
til að gefa rausnarlega og vitnisburð
ur þeirra átti að vera öðrum trúuð
um í salnum sönnun þess að þarna
væri eitthvað á ferðinni, sem mikil
vægt væri að styrkja. Það virtist hafa
virkað.
Mattias skammaður fyrir
myndatöku
Stefan Edefors var næstur á svið eftir
þetta og hélt hann langa prédikun
sem varð vissulega enn lengri þar
sem hann gat aðeins sagt hluta setn
inga í einu því túlkurinn þurfti að
þýða orð hans yfir á íslensku. Túlk
urinn má eiga það að hann stóð sig
ágætlega við erfiðar aðstæður enda
getur ekki verið auðvelt að þýða nán
ast hvert orð í rauntíma. Blaðamaður
hafði komið sér fyrir aftast í salnum
og fylgdist með því sem fram fór og
tók niður punkta á litla skrifblokk.
Líkt og fleiri þarna gerðu. Blaða
maður hafði í byrjun, áður en form
leg dagskrá hófst, tekið tvær flass
lausar yfirlitsmyndir yfir salinn á
farsíma sinn. Sú myndataka átti eftir
að reynast vendipunktur kvöldsins
hjá blaðamanni.
Sem fyrr segir voru það jakkafata
klæddir starfsmenn viðburðarins
sem huguðu að öllu sem gera þurfti
úti í sal og höfðu vökul augu með
salnum og gestum.
Meðan Stefan hélt tölu sat Mattias
Lekardal á fremsta bekk og tók mynd
band á farsíma sinn. Sneri hann sér
við til að taka myndskeið af salnum
sem hlýddi á prédikun vinar hans,
Stefans. Það fór ekki fram hjá nein
um að Mattias var með flassið þegar
hann beindi símanum að áhorfend
um. Einnig starfsmanni í salnum sem
strunsaði niður að fremstu röð og gaf
sig á tal við Mattias eftir myndatök
una. Blaðamaður gat aðeins gefið sér
að hann væri hugsanlega að skamma
spámanninn fyrir myndatökuna. Fyrr
hafði kona sem sat framarlega ver
ið að taka upp atriði með spjaldtölvu
sinni og sami starfsmaður gefið sig á
tal við hana. Væntanlega til að gera
athugasemdir við myndatökuna. Það
kom hvergi fram, hvorki í upphafi
samkomunnar né annars staðar, að
myndatökur væru bannaðar. Nokkuð
sem gjarnan hefði mátt taka fram nú
þegar nánast hvert einasta manns
barn er með myndavél og upptöku
búnað á snjallsíma sínum. Án þess að
vita það fyrir víst gaf blaðamaður sér
að myndatökur væru illa séðar, jafn
vel bannaðar, þó að enginn hefði haft
á því orð.
Blanda af miðilsfundi og
Benny Hinn
Eftir langdregna dæmisöguprédikun
Stefans boðaði hann kraftaverka
stund þar sem hann gekk um sviðið
og taldi upp að þar væri fólk með
ýmiss konar kvilla sem þyrfti krafta
verkalækningu. Var hann eins og
spámiðill sem sagði blint út í salinn
að „hér er manneskja sem er með
verk í vinstri öxl“ og þar fram eftir
götunum. Bað hann þá sem kenndu
sér meins að stíga upp á svið til hans.
Nú var samkoman farin að minna
blaðamann á skrautsýningar sjón
varpsprédikarans Bennys Hinn.
Tvennt steig á svið, maður og kona.
Maðurinn hafði verið sárkvalinn í
baki í tvo mánuði og lýsti hann ein
kennum í ætt við brjósklos. Stefan
spurði manninn: „Er í lagi að Jesús
lækni þig?“ og svaraði maðurinn ját
andi.
Upp á svið voru komnir tveir
menn sem tóku sér stöðu fyrir aftan
fólkið sem prédikarinn var að ávarpa.
Líkt og hjá Benny Hinn var ljóst að
þeir voru þarna til að grípa viðkom
andi þegar heilagur andi svipti þau
meðvitund. Eins og margir vita þá
gerist það gjarnan að fólk sem Benny
Hinn snertir fellur í yfirlið þegar hann
útdeilir „smurningunni.“ Stemm
ingin var svipuð í Austurbæ. Stefan
lagði hendur sínar á manninn, hróp
aði á verkinn og meiðslin að koma
sér burt og stuggaði eilítið við hinum
stæðilega miðaldra manni. Sjálfsagt
blessunarlega fyrir hann, þá ákvað
bakveiki maðurinn þó ekki að láta
sig falla aftur á bak í arma aðstoðar
mannanna sem biðu þess að grípa
hann. Maðurinn lýsti því þó yfir að
bakverkurinn væri horfinn.
Blaðamanni vísað á dyr
Þegar konan var að hljóta sína lækn
ingu á sviði gaf einn af hinum vökulu
útsendurum samkomunnar sig á tal
við blaðamann þar sem hann sat í
öftustu röð. Var blaðamaður beðinn
að fylgja viðkomandi út úr salnum og
fram í anddyri. Þar var blaða maður,
sakaður um að hafa verið að taka
myndir „í allt kvöld“ og að það væri
stranglega bannað. Blaðamanni leið
í sakleysi sínu eins og sakamanni
sem staðinn hefði verið að búðar
hnupli og reyndi í þessum árekstri
að koma starfsmanninum í skiln
ing um að hann hefði vissulega tek
ið myndir í byrjun, en ekki verið að
taka myndir þegar kraftaverkagjörn
ingurinn átti sér stað, auk þess sem
hvergi hefði komið fram að mynda
tökur væru bannaðar. Annars hefði
hann vissulega farið að þeim regl
um. Hann hafi vissulega haldið á
síma sínum en engin upptaka var
gerð. Eftir á rifjaðist það upp að hann
hafði rekið sig í vasaljós símans sem
ljómaði örskamma stund áður en
hann slökkti. Kannski taldi einhver
það flass. Ljóst var að á meðan aðr
ir höfðu fengið tiltal og fengið að sitja
áfram, var búið að ákveða að vísa
undirrituðum á dyr. Án þess að skýr
ingar blaðamanns væru teknar til
greina var honum bent á útidyrnar
með orðunum: „Takk fyrir komuna í
kvöld.“ Hið hlýja handaband í byrjun
kvölds var orðið að kaldri kveðju.
Að notfæra sér trúgirni
Ringlaður og örlítið sleginn yfir brott
vísuninni hélt blaðamaður aftur út í
rigninguna. Hvorki með myndband
né annað en yfirlitsmyndir yfir salinn
frá upphafi fundar í farteskinu. Ljóst
var að hann myndi missa af aðal
númeri kvöldsins, kraftaverkastund
Mattiasar Lekardal. Klukkan var
langt gengin ellefu á sunnudags
kvöldi og hafði blaðamaður setið í
rúma tvo tíma í Austurbæ, á þessum
ókeypis viðburði, að bíða eftir krafta
verkunum sem lofað hafði verið.
Sökin kann að hafa verið myndatök
ur, en blaðamann grunar að eitthvað
annað hafi búið að baki brottvísun
inni.
Hvort það var Guðs andi sem ekki
mátti trufla að störfum eða að krafta
verkagjörningar prédikaranna, sem
ekki þoldu kastljós myndatöku, skal
ósagt látið. Hvort Mattias hafi lækn
að sjúka, blinda og lamaða unnvörp
um eftir að blaðamanni var gert að
fara veit hann ekki, en miðað við
braginn sem yfir þessum sænsku fé
lögum var, ætlar hann að leyfa sér að
nýta sér sinn frjálsa vilja og efast. Það
er eitt að hafa trú, það getur verið fal
legt og þar finna margir huggun og
ístað í óhugnanlegum heimi. En það
er eitt að hafa trú og annað að nýta
sér trúgirni annarra. Það getur aldrei
verið fallegt. n
Kraftaverkum lofað Í auglýsingu fyrir
kraftaverkahátíð Lekardal, Edefors og
Omega var gestum lofað kraftaverkum.
Forboðin mynd Hér má sjá eina af tveimur myndum sem blaðamaður smellti af við upphaf samkomunnar. Honum var síðar vísað á dyr
fyrir myndatökur „allt kvöldið.“ Mynd SMJ