Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 12.–14. maí 201512 Fréttir Heimilin fengu ekki lækkunina A fnám vörugjalda um ára­ mótin og lækkun á virðis­ aukaskatti skilar sér ekki til neytenda þegar rýnt er í verðbreytingar byggingarvöruverslana. Svo virðist sem flestar verslanirnar, þar á með­ al BYKO, Húsasmiðjan og Bauhaus, hafi lítið sem ekkert lækkað verð. Þetta leiðir athugun verðlagseftirlits ASÍ í ljós, en eftirlitið hefur frá því í október í fyrra fylgst með verð­ breytingum á byggingarvörum. Lækkunin átti að vera 15,2% „Verðlagseftirlitið áætlar að verð byggingarvara sem áður báru 15% vörugjöld ættu að lækka um 14% við afnám vörugjaldanna og þegar lækk­ un á virðisaukaskattinum úr 25,5% í 24% er tekin með í reikninginn ætti lækkunin að vera 15,2%. Þetta eru byggingarvörur s.s. gipsplötur, gólf­ efni, vaskar og salernisskálar,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu ASÍ. Af 200 vörutegundunum sem ASÍ skoð­ aði hjá 13 byggingarvöruverslunum þá lækkuðu aðeins 26 vöruflokkar um þessi 15% eða meira. Af stærstu verslununum kom Bauhaus verst út. Reyndist verslun vera með óbreytt verð í 30 tilvikum af 38. Tvær vörur höfðu hækkað í verði en aðeins sex lækkað. „Bauhaus lækkaði ekki verð í tæplega 85% tilvika, Húsasmiðjan ekki í tæplega 45% tilvika og verð­ lækkanir í BYKO voru innan við 5% í tæplega 90% tilvika,“ segir á heima­ síðu ASÍ. „Grafalvarlegt að um það sé einhver ágreiningur“ „Ég kann ekki skýringar á þessu en ég vil minna á það að verið var að fella niður vörugjald til að bæta stöðu heimilanna og að sjálfsögðu ber mönnum að sinna því. Ef að menn hafa verið að draga lappirnar í verðlækkunum þá hvet ég þá aðila til þess að ráða bót á því nú þegar,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Aðspurður hvort að Neytenda­ samtökin hefðu orðið vör við þetta á öðrum mörkuðum segir Jóhannes: „Við vitum ekki hvort að þetta eigi við alla. Þetta var mjög flókin aðgerð, það var verið að fella niður vörugjald á flokkum sem ýmist báru þessi gjöld eða ekki, til að mynda byggingarvöru og ýmis heimilistæki. Samtímis er verið að lækka virðisaukaskattinn. Við kölluðum eftir því að stjórn­ völd settu í gang mjög nákvæmt eft­ irlit með þessu en það var gefið út að markaðurinn ætti að sjá um það sjálfur. Sumar verslanir halda því fram að þetta eigi ekki við rök að styðjast og það er í raun grafalvarlegt að um það sé einhver ágreiningur, hvort að verslunin hafi verið að skila þessu eður ei.“ Búist var við yfirlýsingu frá Sam­ tökum atvinnulífsins vegna málsins, en hún hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. n Hvetja fyrirtæki til að lækka vöruverð í samræmi við afnám vörugjalda Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Beco umhverfisvænir kúkapokar Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is STÓRIR NIÐURBRJÓTANLEGIRSTERKIR Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sjónvarpsskápur Salsa Stól á hjólum Verð áður 44.900 kr. 15.900 kr. *Verð á dýnu Verð með botni 99.000 kr. 69.900 kr. Rúm, stærð 193x200 Barnarúm stærð 106x213 Verð 221.900 kr. 155.330 kr. Skenkur 216,5x55x84 cm Verð áður 83.900 kr. 7.500 kr.frá Verð áður 40.900 kr. 19.900 kr. frá Borð Þú sparar 34.900 kr. 5.000 kr. *Verð án dýnu LAGERHREINSUN Formaður Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson segir grafalvarlegt að ágreiningur sé um hvort að lækkanirnar hafi skilað sér inn í vöruverð eða ekki. Bauhaus Af stærri fyrirtækjunum þá stendur Bauhaus sig áberandi verst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.