Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Síða 17
Afþreying
Umsjón: Ra gna Gestsdóttir / ra gna@dv.is
Áby rgðarmaður: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is
12. maí 2015
Kynningarblað
T
he Color Run-hlaupið verð-
ur haldið í fyrsta sinn á Ís-
landi laugardaginn 6. júní
nk. og hefst það kl. 11.00.
Framkvæmdastjóri The
Color Run á Íslandi er Davíð Lúther
Sigurðarson.
„Ég rakst á þetta á netinu fyrir
nokkrum árum og fannst tilvalið að
koma þessu heim. Ég setti mig strax
í samband við þá sem eiga hlaup-
ið og var í kjölfarið boðið að koma
í hlaup í Kaupmannahöfn tveimur
dögum síðar og varð alveg heillaður
af þessu. Vissi um leið að þetta væri
skemmtileg viðbót og tilbreyting við
þá fjölbreyttu hlaupaflóru sem finna
má á Íslandi í dag en það er ekkert í
líkingu við þetta,“ segir Davíð.
Fyrsta hlaupið fór fram í Phoenix,
Arizona í Bandaríkjunum, í byrjun árs
2012. Hlauparinn Travis Snyder hljóp
en hann kom þessu hlaupi á til þess
að atvinnuhlauparar, áhugahlauparar
og þeir sem hlaupa nánast aldrei
gætu sameinast í einu hlaupi. Síðan
hefur þetta farið sigurför um heiminn
og er nú hlaupið í meira en 300 borg-
um í 50 löndum á þessu ári, þannig
að þetta er orðinn alheimsviðburður
sem slær í gegn hvar sem hlaupið er.
Litapúðrið sem notað er í The
Color Run er algerlega náttúrulegt
og viðurkennt af matvælastofnun-
um. Þetta er í raun kornsterkja, betur
þekkt sem maísenamjöl í daglegu tali
og er mjög algengt í unnum matvæl-
um. Það er litað með náttúrulegum lit-
arefnum þannig að það er ekkert ert-
andi eða hættulegt við púðrið. Fólki er
þó bent á að forðast að fá efnið í munn
eða augu í hlaupinu og því mælt með
að fólk hlaupi með sólgleraugu til að
sjá og upplifa litahliðin í stað þess að
hlaupa með hálflokuð augun.
„Ásamt lyfjafyrirtækinu Alvogen
settum við á fót samfélagssjóð The
Color Run og Alvogen. Við úthlutum
úr honum samhliða hlaupinu og
munu fimm milljónir renna til góð-
gerðafélaga sem láta sig varða réttindi
og velferð barna. Óskað var eftir um-
sóknum til sjóðsins og að þessu sinni
var ákveðið að veita styrk til UNICEF,
Rauða krossins og Íþróttasambands
fatlaðra sem öll munu nota styrkfjár-
hæðina í verkefni sem tengjast börn-
um og unglingum. Við fengum mik-
ið af áhugaverðum verkefnum og það
var virkilega erfitt að velja úr en við
erum mjög ánægð með þau verkefni
sem styrkirnir renna til þetta árið,“
segir Davíð.
„Það hafa rúmlega 5.000 manns
skráð sig nú þegar af 6.000 miðum
sem í boði eru þannig að það fer
að verða uppselt í hlaupið. Við vor-
um með forsölu í lok síðasta árs til
að kanna áhugann og settum í sölu
1.000 miða sem seldust upp á þrem-
ur dögum. Í samráði við skipuleggj-
endur erlendis var ákveðið að við
mættum gera ráð fyrir 6.000 manns
í hlaupið hér á landi og því stefnt að
þeim fjölda en sjálfsagt hefðum við
getað sett markið hærra því það eru
klárlega ansi margir sem ætla sér í
hlaupið en eru ekki búnir að kaupa
sér miða, halda sjálfsagt að það sé
ótakmarkað magn, en það er ekki
svo,“ segir Davíð. „Skráningu lýkur
bara þegar uppselt er orðið og það
verður örugglega á næstu dögum.“ n
Miða má kaupa á heimasíðu
The Color Run: thecolorrun.is.
Það er einstök lífsreynsla
að hlaupa í The Color Run
Styrkir til UNICEF, Rauða krossins og Íþróttasambands fatlaðra
Framkvæmdastjórinn Davíð Lúther
Sigurðarson.