Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Qupperneq 20
4 Afþreying - Kynningarblað Vikublað 12.–14. maí 2015 Þ að hafa margir kallað hátt og skýrt „bingó“ í gegnum árin í Vinabæ, eða í næstum 25 ár, en fyrsta bingóið var haldið þar fimmtudaginn 16. ágúst 1990. Í húsinu var áður kvikmynda- húsið Tónabíó. Bingókvöldin eru á miðvikudags- og sunnudagskvöldum kl. 19.15 og all- ir eru velkomnir. Allir geta spilað bingó, bæði börn og fullorðnir, enda reglurnar einfald- ar. Það er þó oft mikið í húfi og góðir vinningar undir og því betra að fylgjast vel með tölunum og kalla hátt og skýrt bingó svo að enginn missi af vinningi. Vinabær er í Skipholti 33, Reykja- vík, síminn er 553-4054, netfangið er bingo@bingo.is og heimasíða bingo. is.n Sumir vinna oftar en einu sinni Allir geta spilað bingó, bæði börn og fullorðnir Það er gaman í bingó. Vinahópur eftir skemmtilega ferð í bingó í Vinabæ, vinn- ingshafinn fremstur. Allir geta spilað bingó. Systurnar Emelía Rakel og Sandra Dögg Birkisdætur og frænka þeirra Katrín Júlía Arnarsdóttir skemmtu sér konunglega í bingó. „Hóparnir vilja meira „kikk“ út úr ferðinni“ Upplifðu Vestmannaeyjar með nýjum hætti F immta sumarið í röð býð- ur Ribsafarí upp á siglingu á slöngubátum umhverf- is Vestmannaeyjar þar sem gefst einstakt tækifæri til að upplifa og njóta náttúrunnar og dýralífs. Ferðirnar eru í boði frá 1. maí út október „eða bara eins og Kári leyfir,“ segir Hilmar Kristjáns- son hjá Ribsafarí. Ribsafarí sérhæfir sig í sigling- um umhverfis eyjarnar, útsýn- is- og skoðunarferðum, gæsa- og steggjaferðum og ferðum fyrir skóla- og starfsmannahópa. Hóp- ar gera óskað eftir sérsniðnum ferðum. „Það hefur verið brúðkaup um borð í bátunum hjá okkur og einnig bjóðum við upp á veislu- ferðir, þá förum við út í fjöru og grillum,“ segir Hilmar. Ferðirnar hafa verið vinsæl- ar hjá starfsmanna- og skólahóp- um og eru þá sniðnar að hverj- um hóp fyrir sig. „Ferðamennirnir vilja frekar sigla um og skoða eyj- arnar og smella af myndum, með- an skóla- og starfsmannahóparnir vilja meira „kikk“ út úr ferðinni,“ segir Hilmar. „Ferðirnar taka frá einni klukkustund upp í þrjár klukku- stundir,“ segir Hilmar. Ribsafarí hefur yfir tveimur bát- um að ráða, en 12 farþegar geta verið í hvorum bát. Allir farþegar fá flotgalla og björgunarvesti og farið er yfir öryggisatriði áður en lagt er af stað. Allar nánari upplýsingar má fá í síma 661-1810, netfangið er info@ ribsafari.is og heimasíða ribsafari. is. n Bingóspjöldin Hér gætu leynst vinningar. Bingó að hefjast Spilarar kvöldsins að mæta í hús. Bingó Vinabæ Hér hefur bingó verið spilað í næstum 25 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.