Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Side 22
Vikublað 12.–14. maí 20156 Afþreying - Kynningarblað Þarf ekki skotvopnaleyfi til að skjóta Konum er alltaf að fjölga í Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis S kotreyn, Skotveiðifé- lag Reykjavíkur og ná- grennis, var stofnað árið 1986 og er tilgang- ur félagsins rekstur og umsjón skotæfingasvæð- is félagsins í Álfsnesi. Æfinga- svæðinu er ætlað að bjóða félagsmönnum sem og áhuga- mönnum um skotfimi og skot- veiði með haglabyssum upp á bestu mögulegu aðstöðu til æf- inga. „Við erum áhugamannafélag með um 800 félaga, við leggjum áherslu á veiðimenn, erum ekki skotíþróttafélag og rekum völlinn á Álfsnesi, sem er umfangsmesti haglabyssuvöllur á landinu,“ segir Egill Másson, formaður Skotreyn. Á svæðinu eru fjórir vellir, 25 kastarar og skotnar um 160 þúsund leirdúfur á ári. Það þarf ekki skot- vopnaleyfi til að skjóta á æfinga- svæðinu ef leiðbeinandi er til stað- ar. Félagið heldur námskeið um veiðar, meðferð skotvopna, hreinsun og viðhald og hvernig á að ganga um skotvopn. „Félagið heldur um 10 mót á ári og það er vaxandi hópur sem hef- ur áhuga á því og menn eru dugleg- ir að æfa sig fyrir mót,“ seg- ir Egill. Karlmenn eru í meirihluta, bæði í félaginu og í sportinu, „en við viljum endilega fá fleiri konur inn og þeim er að fjölga,“ segir Egill. Skotreyn er sjálfstætt fé- lag og vinnur náið með Skot- veiðifélagi Íslands (Skotvís). Hægt er að panta skemmtilegar óvissuferðir fyrir hópa á hopar@skotreyn. is, en hópar á vegum starfsmanna- félaga fyrirtækja eða vinahópar í gæsa- og steggjaferðum eða öðr- um skemmtiferðum hafa í vaxandi mæli leitað til félagsins. Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis er í Álfsnesi, síminn er 772-7949 (á opnunartíma), netfang skotreyn@skotreyn.is, heimasíða www.skotreyn.is. Opnunartími er þriðjudaga í maí kl. 18–22, þriðjudaga og fimmtudaga í júní kl. 18–22 og mánudaga, þriðjudaga og fimmtu- daga í júlí og ágúst kl. 18–22. n „Við viljum endilega fá fleiri konur inn og þeim er að fjölga Mót Fjöldi þátttakenda fer vaxandi. Mót Skotreyn heldur 10 mót á ári. Konum er að fjölga jafnt og þétt Þátttakendur í kvennamóti. Leirdúfan felld Skotið á leirdúfu. „Drónarnir eru mesta dellan núna, fjarstýrðu bílarnir eru líka vinsælir“ T ómstundahúsið selur fjarstýrð mód- el, bensínbíla, raf- magnsbíla, dróna, plastmódel og trémódel. „Við erum einnig með tilbúin bílamódel, smíðaefni fyrir módel og efni,“ segir Björn Kristins- son hjá Tómstundahús- inu. „Drónarnir eru mesta dellan núna, en fjarstýrðu bílarnir eru líka mjög vin- sælir,“ segir Björn. Ekki er boðið upp á námskeið, en starfsmenn Tómstundahússins leið- beina öllum við- skiptavinum, enda starfsmenn með góða þekkingu á þeim vör- um sem þeir selja. Tómstundahúsið er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið starfrækt frá árinu 1953 og er Björn þriðja kynslóðin sem starfar hjá fyrir- tækinu. Björn og bróðir hans eru báðir áhugamenn um fjarstýrða bíla og segir Björn að þeir hafi nú ekki talið hversu marga bíla þeir eigi, „maður er bara fæddur inn í þetta,“ segir hann. Björn nefnir til gamans að fjar- stýrður bíll í hans eigu hafi verið not- aður í kvikmyndinni Fúsi, en í atriðinu var sem Fúsi væri að keyra fjarstýrðan bíl á gras- inu heima hjá sér en það er Björn sem stýrir bílnum á bak við tjöldin. „Við bjóðum upp á viðgerðar- þjónustu á fjarstýrðum bílum sem við seljum. Og á Facebook- síðu Tómstundahússins má fylgj- ast með fréttum af nýkomnum sendingum og tilboðum,“ segir Björn að lokum. Tómstundahúsið er að Bílds- höfða 18, Reykjavík, sími 587- 0600, netfang tomo@simnet.is, heimasíða tomstundahusid.is Af- greiðslutími er mánudaga til föstu- daga frá kl. 10–18 og laugardaga frá kl. 11–15. n Sá um að keyra fjarstýrðan bíl fyrir Fúsa í samnefndri kvikmynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.