Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Page 23
Vikublað 12.–14. maí 2015 Kynningarblað - Afþreying 7
S
nóker- og poolstofan er rót-
gróið fyrirtæki og hefur ver-
ið í Lágmúla 5, Reykjavík
síðan 1998. Miklar endur-
bætur og útlitsbreytingar
hafa átt sér stað undanfarið og er
Brynjar Valdimarsson eigandi að
leggja lokahönd á þær, þegar við-
talið á sér stað. „Upphaflega lang-
aði mig að breyta staðnum og gera
hann meira fyrir konur, fannst
hann aðeins of mikill karlastaður,
síðan hefur appelsínuguli liturinn
þau áhrif að andrúmsloft staðarins
breyttist og fólk skemmtir sér bet-
ur,“ segir Brynjar.
„Mjög mikið hefur verið að gera
síðan við kláruðum breytingar og
við vorum til dæmis með methelgi
um mánaðamótin frá opnun
staðarins,“ segir Brynjar.
Á staðnum eru 18 poolborð
og 4 snókerborð og bæði einstak-
lingar og hópar sem sækja stað-
inn. „Starfsfólk mitt og ég reynum
að hafa staðinn þannig að fólk get-
ur komið og slappað af eftir erfiða
daga eða bara til að skemmta sér og
öðrum,“ segir Brynjar.
Við fáum mikið af
fyrirtækjahópum og margir af þeim
koma árlega til okkar enda er þetta
ansi ódýr skemmtun fyrir hópa.
Þeir gete sent e-mail á pool@pool.
is og fengið tilboð í hópinn.
„Það er mikið um að hópar
komi til okkar og þetta er mjög góð
skemmtun fyrir hópa, vegna þess
að þú þarft ekki að kunna neitt til að
skemmta þér vel,” segir Brynjar. All-
ir í hópnum eru síðan leystir út með
klúbbkorti að gjöf.
„Við erum með klúbb og félags-
gjald er 500 kr. fyrir árið, kortið veit-
ir bæði afslátt af leikjum og veiting-
um,” segir Brynjar. „Jafnframt er
hægt að kaupa mánaðarkort. Við
reynum að vera eins ódýrir og hægt
er, til dæmis þá kostar stór bjór 690
kr. í klúbbnum og hamborgari með
frönskum og sósu aðeins 1.290.kr.“
Námskeið eru í boði, þar sem
Brynjar kennir undirstöðuatriði eða
fyrir þá sem lengra eru komnir.
Hægt er að panta kennslu í síma
822-1471 hjá Brynjari eða senda
tölvupóst á pool@pool.is.
Mót eru haldin á staðnum fyr-
ir Billiardsamband Íslands, bæði í
pool og snóker.
Það er einnig hægt að kaupa
veitingar á staðnum, bæði drykki,
smárétti, hamborgara og pitsur.
„Við erum með hamborgara
og seljum mikið af þeim enda eru
þeir ansi góðir, einnig piztsur frá
Italiano sem er í Kópavogi, þegar
við erum með hópa þá getum við
pantað frá þeim fyrir hópinn,” seg-
ir Brynjar.
Búið er að koma upp mjög góðri
aðstöðu til að horfa á boltann og
aðra viðburði, en 15 flatskjáir og 2
skjávarpar sjá um að allir geti fylgst
með, öll sjónvörpin eru í HD og
hægt að horfa á í 3D.
Snóker- og poolstofan er í Lág-
múla 5, Reykjavík, síminn er
581-1147, netfang pool@pool.is,
heimasíða pool.is Opnunartími er
mánudaga til fimmtudaga frá kl.
11–1, föstudaga og laugardaga frá
kl. 11–3 og sunnudaga frá kl. 15–1. n
Þarft ekki að kunna neitt
til að skemmta þér vel
Snóker- og poolstofan Lágmúla hefur verið endurnýjuð að öllu leyti
„Við fáum mikið af
fyrirtækjahópum
og margir af þeim koma
árlega til okkar enda er
þetta ansi ódýr skemmt-
un fyrir hópa.