Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Side 24
Vikublað 12.–14. maí 20158 Afþreying - Kynningarblað Skemmtileg og fjölbreytt afþreying fyrir hópa og einstaklinga S kemmtigarðurinn í Grafar- vogi hefur verið starfrækt- ur í 15 ár í sumar og býð- ur upp á skemmtilega og fjölbreytta afþreyingu fyrir hópa og einstaklinga. „Við erum alhliða afþreyingar- fyrirtæki,“ segir Eyþór Guðjónsson hjá Skemmtigarðinum. „Við sjáum um að skipuleggja hvata- og óvissuferðir fyrir starfsmanna-, skóla- og vinahópa og eru ferðirnar skipulagðar ýmist í skemmtigarðin- um sjálfum, úti um alla Reykjavík eða víðs vegar á landinu.“ Í sumar verður boðið upp á fastan opnunartíma og um miðjan júní verður ný og spennandi af- þreying kynnt til sögunnar, afþreying sem hefur slegið í gegn víða annars staðar, að sögn Eyþórs. Upplagt er að halda barnaafmæli í Skemmtigarðinum og hefur aukist að afmæli séu haldin þar, en hægt er að velja um mini- golf eða lasertag og eru veitingar innifaldar í verðinu fyrir afmælis- hópinn. „Ferða-lasertag er vinsælt hjá okkur, en við getum flutt búnaðinn hvert sem er, en hann er hannaður sérstaklega til að spila í dagsbirtu. Hægt er að spila inni í vöruhúsum, á skrifstofum, í skógarlendi, í raun hvar sem er. Í Skemmtigarðinum bjóðum upp á þrjá velli þar sem menn spila útilasertag. Við erum með þrjár stórar leikmyndir þar sem spilað er undir berum himni, keflavöll, pýramídavöll og villta vestrið,“ segir Eyþór. Í Skemmtigarðinum er veitinga- salur og í júní verð- ur opnaður sveitabar í Skemmtigarðinum og verður hann opinn lengur en garðurinn sjálfur, en bæði er hægt að leigja hann sér eða samhliða hvata- eða óvissuferð. Nánari upplýsingar má fá í síma 587-4000, á netfanginu info@ skemmtigardur.is eða á heima- síðunni skemmtigardur.is Opið er fyrir bókanir í Skemmtigarðinn alla daga frá kl. 11–16. n Hægt er að spila inni í vöruhúsum, á skrifstofum, í skóglendi, í raun hvar sem er Háteigsvegi 1 • 105 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is • www.aman.is Allt það besta til bjórgerðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.