Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Síða 26
Vikublað 12.–14. maí 201518 Neytendur
10 hagstæðustu
gleðistundirnar
n Ódýrasti bjórinn á 350 krónur n Minnsti barinn gerir best við viðskiptavini
Aðrir staðir þar sem bjórinn kostar um 500 kr.
n Húrra, Tryggvagata 22 n Park, Hverfisgata 20 n Den Danske Kro, Ingólfsstræti 3
n Bjarni Fel, Austurstræti 20 n Bar 11, Hverfisgata 18 n Gaukurinn, Tryggvagata 2
n Uppsalir, Bar & Café, Aðalstræti 16 n Mar Restaurant, Geirsgata 9 n Prikið, Banka-
stræti 12 n Bíó Paradís, Hverfisgata 54 n Barber Bar, Laugavegur 66 n Miðgarður
Bistro Bar / Torfastofan, Sigtún 38
B
ar 7, sem stendur við Frakka-
stíg 7, býður upp á ódýrasta
bjórinn á svokölluðum
Happy Hour á höfuðborgar-
svæðinu. Stór bjór kostar
350 krónur á staðnum og tilboð-
ið gildir alla daga frá 16.00 til 20.00.
Tveir aðrir staðir eru með bjórinn
undir 500 krónum, Hilton Hótel Bar
og Kolabrautin, en bjórinn á öðrum
stöðum kostar 500 krónur eða meira.
Gildistími tilboðanna er mjög fjöl-
breyttur. Algengast er að tilboðin
gildi frá 16–18 en sumir staðir byrja
fyrr og dæmi eru um að tilboðin gildi
fram yfir miðnætti.
Happy hour, eða gleðistundir,
hafa rutt sér mjög til rúms í íslensku
skemmtana- og veitingalífi undan-
farin ár. Kenning blaðamanns var
sú að aukning erlendra ferðamanna
og breytt vínmenning Íslendinga
hefði verið orsök þróunarinnar en
Ásmundur Jónsson, veitingastjóri
Slippbarsins, er á öðru máli: „Þetta
var byrjað löngu fyrir sprenginguna
í ferðamannafjöldanum en ég er
ekki með á hreinu hver reið á vað-
ið,“ segir Ásmundur. „Föstudagar eru
langvinsælastir hjá okkur, þá koma
Íslendingarnir út en það er mun ró-
legra á öðrum dögum, þótt við-
skiptavinir séu greinilega meðvitað-
ir um tilboðin. Við erum með rólegri
stemmingu á virkum dögum, til
dæmis bjóðum við upp á lifandi djass
á miðvikudögum og þá verðum við
meira vör við fólk á stefnumótum,“
segir Atli. Aðspurður um viðbrögð
ferðamanna segir Atli: „Þeir eru mjög
meðvitaðir um þessi tilboð og í raun
og veru finnst mér mikilvægt að við
getum boðið upp á þetta. Mörgum
finnst verðið ansi hátt á börum hér-
lendis en þá getum við bent þeim á
þessi tilboð og þá er þetta mjög bæri-
legt, jafnvel hagstæðara en í heima-
löndum viðkomandi.“
DV leitaði að hagstæðustu gleði-
stundatilboðunum sem í boði eru
og setti upp lista yfir tíu staði. Tvær
ófrávíkjanlegar reglur voru settar af
blaðamanni. Í fyrsta lagi að tilboðið
væri í gangi alla daga vikunnar og svo
í öðru lagi mátti bjórinn ekki kosta
meira en 500 krónur. Verðið á veig-
unum er aðalatriðið en sé það jafnt
þá gilda þættir eins og afgreiðslutími,
staðsetning, umhverfi og verð á öðr-
um drykkjum, til dæmis léttvíni og
kokkteilum. Hafa ber í huga að list-
inn er að sjálfögðu ekki tæmandi. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
1 Bar 7, Frakkastíg 7 Alla daga, 16.00–21.00 Ódýrasti „Happy Hour“ bæjarins er á Frakkastíg 7 þar sem Bar 7 er til húsa. Bjór á krana kostar 350 krónur
sem er framúrskarandi í samanburði við verð á öðrum vínveitingahúsum. Gildistími til-
boðsins er einnig einstaklega rúmur. „Þetta er minnsti barinn í borginni og við viljum gera
vel við okkar kúnna,“ segir Össur Hafþórsson, eigandi Bar 7, en staðurinn er með rými fyrir
24 viðskiptavini. „Við erum einnig með skot á tilboði á 350 krónur en annars er það bara
bjórinn og rokk og ról,“ bætti hann kátur við.
2 Kolabrautin, austurbakki 2 Alla daga, 16.00–18.00
Verðið er afar hagstætt á Kolabrautinni.
Tvær tegundir af bjór á 450 krónur stykkið,
léttvínglas á 500 krónur
og kokkteilar á 1.000 krónur.
3 hilton hótel Bar, suðurlandsbraut 2
Alla daga, 17.00–19.00
Verðið er afar hagstætt, en verð á stórum
bjór er 450 krónur, léttvínsglas er á 500
krónur og helmingsafsláttur af kokkteilum á
gleðistund. Barinn er flottur og huggulegur,
þótt hann sé örlítið út úr miðborginni.
4 slippbarinn, Mýrargata Alla daga, 15.00–18.00
Fjölbreytt mannlíf og ferðamenn eru stór
hluti af flóru gestanna. Helst má setja út á
að kl. 15.00 er kannski í fyrra fallinu en taka
verður tillit til þess að íslenskir launþegar
eru ekkert endilega aðalmarkhópurinn. Hins
vegar gildir gleðistundin í þrjár klukkustundir
sem er gott. Verðið er hagstætt og úrvalið
af drykkjum á tilboði mikið. Í boði eru tvær
tegundir af bjór á 500 krónur hvor, hvítvín og
rauðvín hússins á 500 krónur glasið og valdir
kokkteilar á 1.000 krónur.
5 loftið, austurstræti 9 Alla daga, 16.00–20.00
Staðsetningin er góð í hjarta borgarinnar
og drykkirnir á góðu verði. Stór bjór kostar
500 krónur, léttvínsglasið er sömuleiðis á
500 krónur og kokkteilar á 1.000 krónur.
Staðurinn fær líka plús í kladdann fyrir
afgreiðslutímann sem er afar rúmur.
6 Frederiksen ale house Alla daga, 16.00–19.00
Staðurinn sérhæfir sig í bjór og fyrir áhuga-
menn um slíkar veigar er staðurinn því
kjörinn vettvangur til þess að prófa eitthvað
nýtt á góðu verði. Alls eru sjö tegundir af
bjór á krana á tilboði. Stór bjór er á 500
krónur og vínglas á 550 krónur. Fyrirkomu-
lagið er þannig að maður kaupir drykk á
fullu verði og svo fær maður miða sem gildir
hvenær sem er fyrir fría drykknum.
7 tíu dropar, laugavegi 27 Alla daga, 18.00–21.00
Verðið er með ágætum 500 krónur
fyrir bjórinn og léttvínsglasið á 550 krónur.
Afgreiðslutíminn er annar en sá sem aðrir
staðir bjóða upp á og þannig sker staðurinn
sig aðeins úr, auk þess sem staðurinn er lítill
og notalegur.
8 Forréttabarinn, nýlendugata 14
Alla daga, 16.00–20.00
Veitingastaðurinn er vinsæll og því er
mannífið fjölbreytt og lifandi. Verðið er
ágætt. Stór bjór er á 500 krónur. Léttvíns-
glas 650 krónur.
9 Kíkí Queer Bar Alla daga, 17.00–01.00.
Vöruúrvalið er ekki mikið, aðeins bjór og
engar refjar. Verðið er sambærilegt á við
fjölmarga staði, eða 500 krónur bjórinn,
en kosturinn við Kíkí er að gleðistundin
hefst klukkan fimm og er í gangi fram yfir
miðnætti, eða til klukkan 1 um nóttina.
Staðsetning staðarins er svo með miklum
ágætum og mannlífið er líflegt.
10 Mímisbar, hagatorgi 2 Alla daga, 16.00–19.00
Verðið á stórum bjór er 500 krónur og létt-
vínsglas er á 650 krónur. Að auki er kokteill
dagsins er á 1.100 krónur og bjór + skot er
á 1.100 krónur. Hótel Saga er kannski ekki
í alfaraleið en í staðinn fær maður rólegra
afdrep en ella. Þjónustan er til mikillar
fyrirmyndar.