Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Page 28
Vikublað 12.–14. maí 201520 Lífsstíll Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 VERÐMERKIBYSSUR og verðmerkimiðar E itt af mínu uppáhaldsgóð­ gæti er ís og verður löngun­ in í hann einstaklega sterk á fallegum sumarkvöldum. Það eru fleiri en ég sem fá slíka löngun yfir sumartímann, enda yfir­ leitt röð út á götu í flestum ísbúð­ um bæjarins þá daga sem við erum heppin með veður. Í vinnunni minni er einstaklega gott gluggaveður þegar sólin skín og höfum við fengið nokkra slíka góða daga síðastliðinn mánuð. Ég las einmitt að það hafi verið slegið sól­ armet á Íslandi á þessum árstíma, þannig að það er ekki nema von að íslöngunin hafi hellst yfir mig. Verst að það fer ekki alveg saman að vilja vera í formi og borða ís alla daga, þannig að einhvern veginn þarf maður að bjarga sér. Ég var alveg búin að gleyma Nutribulletinu mínu inni í skáp, en dró það heldur betur fram og svalaði þessari löngun. Það er orðin hefð á skrifstofunni þar sem við vinnum þrjár saman að ég græi fram einhvern dýrindis sjeik handa okkur seinnipart dags og við njótum hans í sólinni. Gott að hafa bak við eyrað Það að gera sér boozt eða safa er einstaklega fljótleg og skemmtileg leið til þess að innbyrða holla góða næringu á fljótlegan máta. Á sama tíma er mjög gott að hafa bak við eyrað þá mikilvægu reglu sem ég er alltaf að brýna fyrir fólki, að allt er gott í hófi. Það er nefnilega mjög auðvelt að koma fyrir miklu magni af hitaeiningum í lítið glas. Magn­ ið fer allt eftir því hvort sjeikinn sé nýttur sem millimál eða máltíð. Sem millimál er fínt viðmið að hann sé um það bil 200–300 hitaeiningar, en 400–500 hitaeiningar sem máltíð. Það er líka hægt að gera sér sjeik og fá sér meðlæti með sem máltíð. Þegar ég fer yfir matardagbækur í vinnunni hef ég oft rekið augun í sjeika sem enda kannski í 1.200 hita­ einingum, þá sem morgunmatur eða hádegismatur. Slíkt magn er meira en helmingur af því sem venjuleg­ ur kvenmaður þarf á að halda yfir daginn. Einnig bendi ég á mikilvægi þess að borða hollt og fjölbreytt yfir daginn. Þrátt fyrir að svona sjeik­ ar, safar og próteindrykkir séu al­ gjör snilld, þá er nauðsynlegt að fá sér lí9ka eitthvað annað yfir daginn. Það eru margir sem eru á ferðinni og bjarga sér með svona mataræði. n Fáðu þér sjEik í staðinn Fyrir ís n Einfalt að gera ljúffengt millimál n Ekki hafa sjeikinn of hitaeiningaríkann Ég er búin að vera prófa mig svolítið áfram með nokkrar uppskriftir og er því bara rétt að byrja. Deili með ykkur efstu þremur þessa stundina. Súkkulaði- bananasjeik Hentar vel sem millimál Þegar ég var lítil bjó mamma oft til sjeik handa okkur systrunum á laugardagskvöldum, það var smá hefð hjá okkur. Enn þann dag í dag er þessi sjeik eitt það besta sem ég fæ og því hugmyndin komin þaðan. Það sem þú þarft er: n 1 skeið hreint súkkulaðiprótein eða súkkulaðihnetusmjörsbragð n Hálfur frosinn banani (ég kaupi alltaf nokkra gula banana, tek hýðið af og set í poka í frysti til þess að eiga á lager) n Lúka af klökum (magnið stjórnar hversu þykkur sjeikinn er) n Um 400 ml vatn Ég hristi þetta vel saman áður en ég læt blandarann í gang. Mér finnst best þegar sjeikinn er þykkur, þannig að ef hann er enn mjög þunnur er gott að bæta við klaka. Ég er, án gríns, búin að fá mér þennan á hverjum degi í tvær vikur. Sumarsjeikinn Hugmyndina að þessum fékk ég þegar ég var úti á Florída í fyrrasumar, einstak- lega frískleg og góð blanda. Hentar vel sem millimál Það sem þú þarft er: n Góð lúka af frosnum jarðarberjum n Hálfur frosinn banani n Góð lúka af frosnum ananas n Lúka af klaka n Vatn eftir smekk Hráefnið er sett saman í blandarann og sama á við þennan og þann að framan að hann er mun betri og verður eins og krap ef það er nóg af klaka. Jarðarberjakókossæla Þessi er einstaklega góður og hentar vel sem máltíð. Það sem þú þarft er: n 1 lítil dós af nýja kókosskyrinu frá KEA n Hálf skeið hreint prótein með súkkulað ibragði n Lúka frosin jarðarber n 1 msk. grófur kókos – vatn og klaki Hráefnið sett allt saman í blandarann og svo er bara að njóta. Núna er bara að nýta sér þetta á sólrík- um gluggaveðursdögum á skrifstofunni. Eigið ljúfa viku, þangað til næst Ale ræktardurgur Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Uppáhaldssjeikarnir mínir þessa stundina Einn af uppáhalds Súkkulaðibanana-sjeik er einstaklega góður í sólinni. Maggi með sjeik Aðstaða skrifstof- unnar hjá Betri árangri er á heimili Katrín- ar og kemur maðurinn hennar, Maggi Bess, iðulega í heimsókn til að fá sér einn hollustu ofurshjeik a la Ale.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.