Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Side 31
Vikublað 12.–14. maí 2015 Menning 23
FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ
ekki gera upp a mil li,
al lir eiga skilid Baby Foot!
,
FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT
Við elskum umslög
- en prentum allt mögulegt
• Nafnspjöld
• Reikninga
• Veggspjöld
• Bréfsefni
• Einblöðunga
• Borðstanda
• Bæklinga
• Markpóst
• Ársskýrslur
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is
B
íó Paradís er á leið í hring
ferð um landið og mun bjóða
upp á kvikmyndasýningar í
sex bæjar félögum utan höfuð
borgarsvæðisins dagana 15.–26.
maí. Bæirnir eru Höfn, Egilsstaðir,
Akureyri, Akranes, Ísafjörður og Sel
foss.
Hringferðin er evrópsk kvik
myndahátíð sem Evrópustofa og Bíó
Paradís standa nú fyrir í annað sinn,
en að sögn skipuleggjenda var fram
takinu vel tekið síðasta vor. Hring
ferðin er unnin í samstarfi við verk
efnið Films on the Fringe sem styrkt
er af Creative Europe, í þeim
tilgangi að bjóða upp
á listrænar gæðakvik
myndir í NorðurEvrópu.
Boðið verður upp á
evrópskar og íslenskar
kvikmyndir en ókeypis er
á allar sýningarnar. Meðal
myndanna sem sýndar verða eru ís
lensku kvikmyndirnar Hross í oss og
París norðursins, danska ofurhetju
myndin Antboy og finnska heim
ildamyndin The Punk Syndrome.
Allar myndir hátíðarinnar hafa feng
ið mikið lof og margar þeirra eru
verðlaunaðar á kvikmyndahá
tíðum víða um heim.
Í tengslum við hátíðina
verður boðið upp á kvik
myndafræðslu fyrir börn,
undir leiðsögn Oddnýjar
Sen kvikmyndafræðings, en
verkefninu er ætlað að breiða út
kvikmyndafræðslu sem fer fram allt
árið um kring í Bíó Paradís.
Allar upplýsingar um kvikmynd
irnar og sýningartíma má nálgast á
Facebooksíðu kvikmyndahátíðar
innar: https://www.facebook.com/
kvikmyndahatidallanhringinn n
Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn
n Fjölbreyttar kvikmyndir n Ókeypis inn n Námskeið fyrir börn
Myndaþáttur
frá Feneyjum
F
eneyjatvíæringurinn stendur
nú yfir, en framlag Íslands
að þessu sinni er innsetning
eftir svissneska listamanninn
Christoph Büchel. Verkið heitir
MOSKAN – Fyrsta moskan í Feneyj
um.
Verkið er hápólitískt og hefur vak
ið mikla athygli í fjölmiðlum víða um
heim, en listamaðurinn segir verkið
hafa grunn sinn í sögulegu samhengi
við þau gríðarlegu áhrif sem íslömsk
menning hefur haft á Feneyjar, auk
þess sem það hafi sterka félags og
stjórnmálalega skírskotun til hnatt
rænna búferlaflutninga samtímans.
Verkinu er ætlað að draga athygli
að stofnanavæddum aðskilnaði og
fordómum í samfélaginu ásamt þeim
deilum sem spretta af stefnumörk
un stjórnvalda varðandi fólksflutn
inga sem eru þungamiðjan í þjóð og
trúarlegum ágreiningi víða um heim.
Að sögn Bjargar Stefánsdóttur,
framkvæmdastjóra Kynningarmið
stöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM),
er mjög mikilvægt fyrir íslenskan
myndlistarheim að taka þátt í upp
setningu á verki sem vekur svo mikla
athygli heimspressunnar. n
Íslenska framlagið vekur athygli
Athygli fjölmiðla
Erlendir fjölmiðlar
hafa sýnt framlagi
Íslands á Feneyja
tvíæringnum mikla
athygli. Hér er
Sverrir Agnarsson,
formaður Félags
múslima á Íslandi, í
sjónvarpsviðtali.
Bakherbergið Ólafur Halldórsson býður
gestum upp á te og spjall um tilgang lífsins í
bakherbergi moskunnar.
Santa Maria della Misericordia Kirkjan sem hýsir framlag Íslendinga á Feneyja
tvíæringnum hefur verið lokuð síðastliðin 40 ár.
Altari breytt Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, og Ólafur Halldórs
son hafa komið að uppsetningu verksins og veita gestum leiðsögn um moskuna. Hér eru þeir
við gamla kaþólska altarið sem nú er bænasalur.