Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Side 31
Vikublað 12.–14. maí 2015 Menning 23 FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is B íó Paradís er á leið í hring­ ferð um landið og mun bjóða upp á kvikmyndasýningar í sex bæjar félögum utan höfuð­ borgarsvæðisins dagana 15.–26. maí. Bæirnir eru Höfn, Egilsstaðir, Akureyri, Akranes, Ísafjörður og Sel­ foss. Hringferðin er evrópsk kvik­ myndahátíð sem Evrópustofa og Bíó Paradís standa nú fyrir í annað sinn, en að sögn skipuleggjenda var fram­ takinu vel tekið síðasta vor. Hring­ ferðin er unnin í samstarfi við verk­ efnið Films on the Fringe sem styrkt er af Creative Europe, í þeim tilgangi að bjóða upp á listrænar gæðakvik­ myndir í Norður­Evrópu. Boðið verður upp á evrópskar og íslenskar kvikmyndir en ókeypis er á allar sýningarnar. Meðal myndanna sem sýndar verða eru ís­ lensku kvikmyndirnar Hross í oss og París norðursins, danska ofurhetju­ myndin Antboy og finnska heim­ ildamyndin The Punk Syndrome. Allar myndir hátíðarinnar hafa feng­ ið mikið lof og margar þeirra eru verðlaunaðar á kvikmyndahá­ tíðum víða um heim. Í tengslum við hátíðina verður boðið upp á kvik­ myndafræðslu fyrir börn, undir leiðsögn Oddnýjar Sen kvikmyndafræðings, en verkefninu er ætlað að breiða út kvikmyndafræðslu sem fer fram allt árið um kring í Bíó Paradís. Allar upplýsingar um kvikmynd­ irnar og sýningartíma má nálgast á Facebook­síðu kvikmyndahátíðar­ innar: https://www.facebook.com/ kvikmyndahatidallanhringinn n Evrópsk kvikmyndahátíð allan hringinn n Fjölbreyttar kvikmyndir n Ókeypis inn n Námskeið fyrir börn Myndaþáttur frá Feneyjum F eneyjatvíæringurinn stendur nú yfir, en framlag Íslands að þessu sinni er innsetning eftir svissneska listamanninn Christoph Büchel. Verkið heitir MOSKAN – Fyrsta moskan í Feneyj­ um. Verkið er hápólitískt og hefur vak­ ið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim, en listamaðurinn segir verkið hafa grunn sinn í sögulegu samhengi við þau gríðarlegu áhrif sem íslömsk menning hefur haft á Feneyjar, auk þess sem það hafi sterka félags­ og stjórnmálalega skírskotun til hnatt­ rænna búferlaflutninga samtímans. Verkinu er ætlað að draga athygli að stofnanavæddum aðskilnaði og fordómum í samfélaginu ásamt þeim deilum sem spretta af stefnumörk­ un stjórnvalda varðandi fólksflutn­ inga sem eru þungamiðjan í þjóð­ og trúarlegum ágreiningi víða um heim. Að sögn Bjargar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmið­ stöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), er mjög mikilvægt fyrir íslenskan myndlistarheim að taka þátt í upp­ setningu á verki sem vekur svo mikla athygli heimspressunnar. n Íslenska framlagið vekur athygli Athygli fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt framlagi Íslands á Feneyja­ tvíæringnum mikla athygli. Hér er Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, í sjónvarpsviðtali. Bakherbergið Ólafur Halldórsson býður gestum upp á te og spjall um tilgang lífsins í bakherbergi moskunnar. Santa Maria della Misericordia Kirkjan sem hýsir framlag Íslendinga á Feneyja­ tvíæringnum hefur verið lokuð síðastliðin 40 ár. Altari breytt Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, og Ólafur Halldórs­ son hafa komið að uppsetningu verksins og veita gestum leiðsögn um moskuna. Hér eru þeir við gamla kaþólska altarið sem nú er bænasalur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.