Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2015, Síða 32
24 Menning Vikublað 12.–14. maí 2015
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Bakk
Leikstjórn: Gunnar Hansson og
Davíð Óskar Ólafsson
Aðalhlutverk: Víkingur Kristjánsson,
Saga Garðarsdóttir, Gunnar Hansson
Komdu
til oKKar
...Eða leigðu lyftu og
gErðu við bílinn sjálf/ur
auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562
Við gerum
Við bílinn
faglegar
Viðgerðir
H
vað sem annars má segja,
stendur Bakk að minnsta
kosti undir nafni. Mikið
er bakkað í myndinni.
Reyndar er bakkað
hringinn í kringum landið, sem
í sjálfu sér er ekki svo slæm hug-
mynd að bíómynd. En hvað svo?
Gerir eins og pabbi
Myndin fer ágætlega af stað og
segir frá leikaranum Gísla sem
stendur (eða öllu heldur liggur
hreyfingarlaus) í skugga stórleik-
arans Ólafs Darra, og á erfitt með
að fá hlutverk. Hann heldur heim
á Hellissand og við fáum frem-
ur snoturt skot þar sem einungis
fyrstu fjórir stafir heimabæjarins
sjást og lýsir tilfinningum persón-
unnar ágætlega.
Hingað til höfum við haft fulla
samúð með okkar manni, en síð-
an byrjar hann að bakka. Ástæður
þess að hann ákveður að bakka
hringinn eru nokkrar, pabbi hans
gerði það sama árið 1981, hann
nennir ekki að vera heima hjá sér
og lítur á þetta sem góða leið í
burtu, og hann vill styrkja langveik
börn með söfnun.
Í miðri mynd veltir hann því fyrir
sér hvers vegna hann er að þessu,
hann nennir þessu ekki sjálfur,
fjölmiðlar sýna engan áhuga og
söfnunin gengur illa. Áhorfandinn
getur ekki annað en velt því sama
fyrir sér, engin sérstök ástæða er
gefin fyrir að halda með honum
og honum virðist nokkuð sama um
langveiku börnin.
Samúðin dvínar
Enn verra er að persóna Gísla
verður ósympatískari eftir því
sem á líður. Hann er fram úr hófi
sjálfselskur en er þó haldinn fram-
kvæmdafælni og getur ekki klárað
neitt, en er á hinn bóginn gefinn
fyrir að barna konur sem hann
stingur af eða heldur framhjá. Hér
hefði verið tilvalið að segja þroska-
sögu manns sem á endanum lær-
ir að vera annt um eitthvað ann-
að en sjálfan sig, en vandinn er
bara sá að hann Gísli okkar lærir
ekki neitt. Undir lok myndar skilar
hann eigandanum biluðum bíl en
peningurinn til barnanna kemst
ekki allur til skila og allt er við
sama horf í byrjun. Meira að segja
tilgangs slagsmál við sveitatöffara
verða ekki sú sáluhjálp sem vonast
var eftir, né heldur hin oblígator-
íska eldræða vinarins sem telur
upp alla hans galla.
Lítt sannfærandi ást
Hin ágæta Saga Garðarsdóttir
dúkkar skyndilega upp og virðist
ætla að hressa upp á söguna, en
í raun virðist hún engan tilgang
hafa hér annan en að verða þægi-
legt „love interest“ fyrir persón-
urnar. Ekki skilur maður heldur al-
veg hvers vegna ævintýrakona sem
hefur ferðast um Asíu fellur fyrir
mömmustrák sem hefur aldrei far-
ið að heiman, hún gefur honum
einu sinni axlanudd og virðist það
nóg fyrir þau bæði.
Þær hrakningar sem þrí-
menningarnir lenda í eru heldur
fyrirsjáan legir, auðvitað gleymist
að taka bensín, en það reynist auð-
velt að ýta bílnum í næsta bæ. Og
síðan kemur Deus ex machina nú-
tíma kvikmynda, youtube mynd-
bandið sem fær x-mörg hitt og fær
alla til að fylgjast með, en var þetta
ekki gert áður (og betur) í Roklandi?
Gísla dreymir um að skrifa þriggja
tíma mynd um tvo fanga sem eru
lokaðir saman í klefa, og helst vildi
maður að maður væri að horfa á þá
mynd. Eitthvað var þó hlegið í saln-
um, og mögulega virkar Bakk sem
létt og meinlaus sumarskemmtun.
Fyrir einhverja. n
Spólað í sama farinu
U
ndravagninn rann úr hlaði
á stæðinu við Hörpu á sól-
ríku en vindasömu eftir-
miðdegi á föstudaginn var.
Vagninn sjálfur er eldgam-
all strætó, málaður grænn og hvítur
og skreyttur að innan með plussi og
kristalsljósakrónum. Aðalatriðið í
vagninum er að sjálfsögðu flygillinn
sem búið er að koma fyrir í honum
miðjum, og við hann situr Nanna
Hlíf Ingvadóttir, sem einnig bregður
á sig harmonikkunni í túrnum. Vagn-
stjórinn er Ilmur Stefánsdóttir, sem
við þekkjum best í hlutverki leik-
myndahönnuðar, enda margverð-
launuð sem slík. Þriðja konan sem
stendur að þessu skemmtilega fram-
taki er svo sjálf Eva María Jónsdóttir,
sem bregður sér í hlutverk bílfreyju
og stýrir dagskránni af röggsemi eins
og hennar er von og vísa.
Gamlar vinkonur
Nanna, Ilmur og Eva eru búnar að vera
vinkonur síðan þær voru 7 ára og fannst
þær hittast heldur sjaldan. Þannig
kviknaði hugmyndin að Undravagnin-
um eða Wonderwagon, sem mun verða
ekið um stræti borgarinnar í nokkur
skipti í maí, og aftur í haust. Vinkon-
urnar hittast og gera eitthvað skemmti-
legt saman og skapa í leiðinni ævin-
týraheim sem aðrir fá að njóta.
Íslensk menning
Bíltúrinn tekur eina og hálfa klukku-
stund og dagskráin fer fram á ensku.
Á leiðinni er spilað og sungið, sögur
sagðar og ýmislegt óvænt á sér stað.
Tónlistardagskráin inniheldur ætt-
jarðarlög sem við þekkjum öll, enda
tóku Íslendingar í hópi farþega vel
undir og það var falleg, nostalgísk til-
finning sem fylgdi því að keyra um
göturnar syngjandi í sólinni.
Hver ferð verður einstök og dag-
skráin er sveipuð tiltekinni dulúð.
Á föstudaginn stökk hjólandi skáld
með hjálm upp í bílinn, og las nokk-
ur ljómandi skemmtileg ljóð. Gengið
var upp á listaverk þar sem listamað-
urinn tók á móti hópnum og að lok-
um var allri hersingunni boðið inn á
ekta íslenskt heimili þar sem sögur
voru sagðar, söngvar sungnir, kleinur
snæddar og kaffi sopið.
Óhætt er að segja að Undravagn-
inn sé óvenjuleg skoðunarferð um
borgina sem veitir skemmtilega og
fjölbreytta innsýn í menningarlífið.
Næstu ferðir verða þá föstudaga
sem eftir eru í maí, og lagt er af stað
kl. 17 frá rútustæðinu austan við
Hörpuna. Miðasala er á harpa.is og
midi.is en miðaverð er 6.000 krón-
ur. n
Undravagninn
Óvenjuleg menningarferð um borgina
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Eva María og undravagninn
Bílfreyjan var grænklædd í stíl við
ökutækið. MyndiR SiGtRyGGuR ARi
Píanó og víóla Tónlistardagskráin var viðeigandi og ljúf.
Bílfreyjan syngjandi Eva María hélt uppi miklu stuði í bílnum.
Andri Snær birtist á hjóli Skáldið las nokk-
ur Bónusljóð á ensku við góðar undirtektir.
„En í raun virðist
hún engan til-
gang hafa hér annan en
að verða þægilegt „love
interest“ fyrir persón-
urnar.