Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 22.–26. maí 201534 Fólk Viðtal á að hafa gert. Jóhanna Guðrún veltir sér þó ekki mikið upp úr því og segir slúðrið aldrei hafa náð að særa sig. „Þetta er yfirleitt frekar saklaust í mínu tilfelli, enda býð ég kannski ekki mikið upp á annað. Ég hef heyrt mun verri hluti um vini mína sem eru meira í að skemmta á böllum og fá sér bjór. En yfirleitt er það bara eitthvert rugl.“ Kærastinn sprautar hana Líkt og áður sagði hefur Jóhanna Guðrún glímt við liðagigt frá því hún var átta ára, en hún er á lyfjum sem halda sjúkdómum þokkalega vel niðri. „Ég þarf að sprauta mig á tveggja vikna fresti með penna. Davíð, kærastinn minn, sér reyndar um að sprauta mig því það er mjög vont. Það þarf að sprauta í magann og það svíður mikið undan því. Ég held ég gæti ekki gert það sjálf. Myndi ör- ugglega alltaf hætta við af sársauka. Ég er nokkuð stolt af honum að geta þetta, það væru eflaust margir sem myndu veigra sér við það,“ segir hún og stoltið leynir sér ekki. Þótt Jóhanna Guðrún hafi glímt við liðagigt frá því hún var barn, fékk hún ekki rétta greiningu fyrr en hún var komin á fullorðinsár. Það var ljóst af einkennunum að hún þjáð- ist af einhvers konar gigt, en lækn- um gekk illa að festa fingur á hvers eðlis hún var. „Ég var öll bólgin og blá og mjög veik. Það sást alltaf í blóðprufunum að þetta var gigt og það voru tekin ýmiss konar sýni úr fótunum á mér. Í mörg ár var verið að prófa á mér alls konar lyf til að reyna að greina hvernig gigt væri um að ræða,“ segir Jóhanna Guð- rún, sem ræðir um veikindin af mik- illi yfirvegun og æðruleysi. Einkenni liðagigtar eru nefnilega ekki bara bólgur og verkir í liðum, heldur geta þau birst með ýmsum hætti. „Ég hef til dæmis verið með 40 stiga hita í fimm vikur. Fengið hita- og kulda- köst. Ég fæ lithimnubólgu í augun sem þarf að meðhöndla með stera- dropum, sem er mjög vont.“ Mjög veik í Eurovision Það var ekki fyrr en hún kom heim úr Eurovision árið 2009 að hún fékk loksins rétta greiningu. Tíu árum eftir að sjúkdómurinn fór að gera vart við sig. „Ég var svo lasin úti og þegar ég kom heim var ég rosalega bólgin í liðunum. Þá var það komið, svart á hvítu, að þetta var liðagigt. Ég var svo slæm þegar ég var úti að ég varð að labba í strigaskóm að sviðinu þar sem mér var hjálpað í hælaskóna. En ég gleymdi sársauk- anum um leið og ég kom upp á svið. Það er samt auðvitað þreytandi að vera alltaf með verki.“ Jóhanna Guðrún vill þó ekki meina að liðagigtin hái henni mik- ið í daglegu lífi, ekki á meðan hún passar sig. „Ég hef tekið út hluti sem trufla mig, eins og áfengi og margt fleira. Ég reyni að hjálpa mér svo- lítið sjálf og á meðan ég er á góðum lyfjum þá hefur sjúkdómurinn ekki mikil áhrif. Gigtin hefur til dæmis aldrei skemmt fyrir mér í söngnum.“ Aldrei ósammála í tónlist Jóhanna Guðrún og kærastinn hennar, Davíð, sem er líka tónlistar- maður, hafa verið saman í fimm ár. Þau eru mjög samheldið par og vinna mikið saman. „Við tengdumst í gegnum tónlistina. Við getum verið ósammála um alls konar hluti, en tónlistin er ekki einn af þeim. Við erum yfirleitt alltaf sammála þar. Þegar við byrjuðum saman þá voru margir sem spurðu mig hvort ég þyrði að vera í sambandi með öðrum tónlistarmanni. Það getur nefnilega verið svo hættulegt að vinna saman. Af því tónlistin er svo persónuleg og huglæg og í henni opnar maður hjarta sitt upp á gátt. Þannig ef fólk fer að rífast þá getur sambandið verið dauðadæmt. En við höfum lesið hvort annað mjög vel, alveg frá fyrsta degi. Sem er al- veg magnað,“ segir Jóhanna Guð- rún sem verður ákafari þegar hún talar um tenginguna þeirra á milli. Það fer ekki á milli mála að hún er ástfangin upp fyrir haus. Rukkuð um börn Líkt og áður sagði festu hjónaleys- in nýlega kaup á sinni fyrstu íbúð í Hafnarfirði og hafa komið sér vel fyrir. „Ég er svo föst í því að vera hér, allavega í bili. Mamma og pabbi eru í Hafnarfirði og bræður mínir líka.“ Fjölskyldan er mjög samheldin og á sér sameiginlegt áhugamál í hunda- rækt. „Við erum reyndar ekki í fram- leiðslu. Þetta er bara ástríða hjá okk- ur, að rækta fallega og heilbrigða hunda,“ segir Jóhanna Guðrún sem sjálf á tvo hunda. „Litlu börnin okk- ar,“ bætir hún brosandi við. En talandi um börn, er hún eitt- hvað farin að huga að barneignum sjálf? „Það er alveg farið að rukka okkur um það og okkur langar í börn. En það bara gerist þegar það gerist. Við erum ekkert að stressa okkur á því.“ Aðspurð hvort hún og Davíð eigi sér einhver sameiginleg áhugamál, fyrir utan tónlistina, seg- ir hún þau varla hafa tíma til þess. En hann hafi dregist inn í hunda- ræktina með fjölskyldunni. Hún segir Davíð annars vera mjög upptekinn, enda á kafi í mörg- um ólíkum verkefnum í tónlistinni. „Ef mér er boðið í veislur, þá er venj- an að ég fari ein, því Davíð er alltaf að vinna. Maður kvartar þó ekki undan því að hafa mikið að gera. Það er æðislegt. Hann er svolítið eins og ég, þrífst á því að hafa mikið að gera. Mér líður best þegar ég hef nóg að gera.“ Mismiklar vinsældir En hvernig sér hún framtíðina fyrir sér í tónlistinni? Dreymir hana um frama í útlöndunum? „Ég hugsa að ég vilji alltaf búa á Íslandi en mér finnst gaman að ferðast. Það væri frábært að geta komið sér upp þannig kerfi að geta reglulega far- ið til útlanda að syngja. Svo langar okkur Davíð að stofna eitthvert form í kringum kennsluna, því við erum bæði að kenna. Mínir draumar eru að allt þetta gangi upp, eins og flest allt hefur gengið upp hingað til. En að velja sér þennan veg í lífinu er ávísun á mikinn óstöðugleika. Þetta er ekki auðveldasta leiðin sem mað- ur getur valið. Og maður veit aldrei hvað er handan við hornið. Svo er þessi bransi þannig að maður er misvinsæll. Maður er kannski vin- sæll í tvö eða þrjú ár og svo dalar það. Þá þarf maður að koma með eitthvað til að ná sér á strik aftur,“ segir hún og bætir við að nú sé til dæmis að róast aðeins hjá henni eftir vinsældirnar í tengslum við lagið Mamma þarf að djamma sem kom út 2013. En Jóhanna Guðrún söng það með hljómsveitinni Baggalúti. Flestir hafa eflaust heyrt lagið hljóma á öldum ljósvakans einu sinni eða tvisvar, enda náði það gífurlegum vinsældum. Aðspurð hvort hún óttist að sá dagur komi að hún hafi ekki nóg að gera, svarar Jóhanna Guðrún: „Auð- vitað. Ég held að það sé sá raun- veruleiki sem allir í þessum bransa standa frammi fyrir. Alveg sama hver maður er.“ Fannst lagið óspennandi Jóhanna Guðrún á erfitt með að svara því hvort hún geti hugsað sér að reyna aftur við Eurovision, en frá 2009 hefur hún tvisvar tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Það færi alveg eftir tímasetningunni og laginu,“ segir hún hreinskilin og úti- lokar því ekki neitt. En að komast út til Moskvu á sínum tíma og ná þessum frá- bæra árangri var mikill stökkpall- ur fyrir Jóhönnu Guðrúnu í tón- listinni. Það opnuðust fleiri dyr en hún hafði nokkurn tíma búist við og hugsanlega hefði hún þurft að vera betur undir það búin. „Þetta gerði mjög mikið fyrir mig. Ég veit ekki hvort ég gæti lifað á tónlistinni í dag ef ég hefði ekki náð öðru sæti í Eurovision. Platan mín var gefin út víða, ég komst á samning í Svíþjóð og ferðaðist mjög mikið í kjölfar keppninnar. Það hefði samt verið hægt að vinna betur úr árangrin- um, ef ég hefði verið betur undir- búin. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Jóhanna Guðrún sem vill ráðleggja öllum sem taka þátt að vera tilbúnir ef vel gengur. „Ég var reyndar tilbúin með plötu, sem var mjög gáfulegt, en það hefði þurft heilsteyptara plan. Ég bjóst ekki við því að ná besta ár- angri sem Ísland hefur náð í Euro- vision. Bjóst ekki einu sinni við því að lenda í topp tíu. Þetta var því ákveðið sjokk fyrir mig. Markmið mitt var bara að komast upp úr for- keppninni því síðustu ár á und- an höfðu Íslendingar ekki komist upp úr henni. Við vorum búin að vera óheppin. Það er ekkert gaman fyrir Íslendinga að vera ekki með á úrslitakvöldinu. Þá nennir enginn að halda partí. En ég vildi að Ís- lendingar fengju Eurovision-partí- ið sitt,“ segir hún og hlær. En það er bæði Jóhönnu Guðrúnu og blaða- manni í fersku minni þegar Ísland var dregið upp úr síðasta umslaginu í forkeppninni. „Þetta var ótrúlega mikið stress og ég var alveg viss um að við kæmumst ekki áfram. En svo kom í ljós síðar að við unnum þetta kvöld. Vorum langefst. Þannig þetta var bara æðislegt og eitt af því besta sem ég hef gert.“ Jóhanna Guðrún viðurkennir þó að hafa ekki verið sérstaklega hrifin af laginu fyrst þegar hún fékk það sent. „Maður veit aldrei hvenær maður lendir á einhverju góðu. Hvenær maður er með eitt- hvað stórt í höndunum og hvenær ekki. Þegar ég fékk lagið sent sem „demo“ þá fannst mér það flatt og söngurinn óspennandi, en „demo“ eru oft þannig. Ég sagði við Óskar Pál, höfund lagsins, að ég skyldi syngja lagið ef ég fengi að gera það að mínu. Sem ég gerði.“ Finnst hún orðin gömul Þótt Jóhanna Guðrún sé ung að árum er hún hokin af reynslu í tón- listarbransanum. Hún hefur þó yfir- leitt verið litla ljóshærða stelpan í hópnum í þeim verkefnum sem hún hefur tekið þátt í. En það er að breytast. „Ég er svo vön því að vera alltaf yngst. Það hafa alltaf verið einhverjir karlar með mér á sviðinu þegar ég er að syngja. En allt í einu er ég farin að upplifa það að ég er ekki alltaf yngst. Það er reyndar ekki algengt, en það kemur fyrir. Mér finnst ég allt í einu vera orðin svaka gömul,“ segir Jóhanna Guðrún sposk á svip. Blaðamaður fullviss- ar hana þó um að svo sé ekki, enda bara 24 ára. Hún er enn ung í brans- anum og á allt lífið fram undan. „Tíminn líður svo hratt og nú er ég farin að skilja ömmu mína betur, þegar hún var að tuða yfir tímanum þegar ég var lítil,“ segir þessi unga en reynda söngkona að lokum. n „Ég fer ekkert í Kringluna í jogging- gallanum Heimakær Jóhanna Guðrún fékk mikla heim- þrá þegar hún bjó í Nor- egi. Eftir að hafa prófað að búa í útlöndum getur hún varla hugsað sér að búa annars staðar en á Íslandi. Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.