Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 50
Helgarblað 22.–26. maí 201550 Menning Hvítasunna í Kolaportinu Opið laugardag og mánudag annan í hvítasunnu kl. 11-17 Lokað hvítasunnudag ATH næg bílastæði við Hörpu Þ að eru erfiðir tímar fyrir Mel Gibson. Ekki aðeins er Russell Crowe búin að taka við af hon- um í ástralska stríðsmynda- geiranum, heldur er nú kominn nýr Mad Max. Og hvílíkur Max hann er. Það framtíðarhelvíti sem fyrst var lýst árið 1979, þar sem heimurinn er allur orðinn áströlsk eyðimörk (til til- breytingar frá samtímadystópíum sem flestar spá að heimurinn muni verða að íslenskri eyðimörk) virð- ist enn sennilegra nú en þá. Stríð um olíu verða að stríðum um vatn og loks er ekkert eftir nema sköllótt vélhjólagengi. Framtíðin verður því nokkurs konar blanda af myndinni Idiocracy og Midnight Oil-mynd- bandi. Þá eins og nú munu þó meginá- tökin snúast um baráttu ljótra og fal- legra, myndarlegi maðurinn stelur stóði af ofurmódelum sem hinir ljótu vilja nota til undaneldis og reynir að koma þeim í öruggt skjól. Plottið er þó ekki jafn heimskulegt og það hljóm- ar. Í einræði framtíðarinnar hafa allir tekið upp samsuðu trúarbragða sem byggja á bæði norrænni goðafræði og McDonald‘s-auglýsingum, hinu litla sem fólk man frá veröld sem var. Og sá sem hefur valdið er dásamaður, þó að hann noti það aðallega til að auðga sjálfan sig (útrásarvíkingar, einhver?). Mad Max sjálfur stendur und- ir nafni og er veill á geðsmunum, en hann er ekki eina hetja myndarinnar. Charlize Theron er ekki síður hörku- tól og brátt bregður einnig fyrir ný- breytni í hasarmyndum, konur á sjö- tugsaldri láta til sín taka, drepa og eru drepnar og gefa körlunum ekkert eft- ir. Myndin er því ekki einföld hetju- saga, heldur fá fleiri að komast að. Fyrst og fremst er hún þó of- boðslegt sjónarspil, hasarinn er nán- ast stanslaus en verður aldrei ein- hæfur, svo að úr verður tveggja tíma samfellt adrenalínkikk. Eins og hjá Max verður áhorfandinn aðeins að frumþörfum sínum um stund, og það er léttir að geta komist í frí frá sam- tímanum og gersamlega gleyma sér í skjánum. n Stríð ljótra við fallega Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Mad Max: Fury Road IMDb 8,8 RottenTomatoes 98% Metacritic 89 Leikstjórn og handrit: George Miller Aðalhlutverk: Tom Hardy og Charlize Theron Lýkur glæstum áfanga með sýningu á Áföngum n Safnstjórinn Hafþór Yngvason hættir hjá Listasafni Reykjavíkur S afnstjórinn Hafþór Yngva- son lýkur glæstum tíu ára ferli sínum sem sýningastjóri Listasafns Reykjavíkur með því að fagna því að á þessu ári eru 20 ár síðan verkið Áfangar eftir einn frægasta myndhöggvara heims, Richard Serra, var sett upp í Vestur- ey Viðeyjar. Verkið, sem er afar um- fangsmikið, er hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Von er á Serra hingað til lands í sumar en það er óhætt að full- yrða að hann sé einn af áhrifamestu myndhöggvurum sinnar kynslóðar. Heillaðist af landinu „Það er eiginlega ótrúlegt hvernig þetta varð að veruleika,“ segir Haf- þór um tilurð þess að fremsti mynd- höggvari heims hafi yfirhöfuð komið til landsins og reist hér einstakt lista- verk sem sker sig frá öllum öðrum verkum þessa magnaða myndhöggv- ara. Þannig var það að Bera Nordal vann að því árið 1995 í tengslum við listahátíðina það árið, að fá þekkt- an myndhöggvara til landsins. Haf- þór segir að hún hafi leitað til mynd- höggvarafélags Íslands sem bjó til stuttan lista yfir þá myndhöggvara sem það vildi fá til landsins. Þar var nafn Richards Serra ofarlega á blaði. Bera hafði samband við listamann- inn sem féllst á að skoða aðstæður, þó að hann hafi ekki lofað því að búa til verkið. „En svo kom hann hingað og ferð- aðist um landið,“ segir Hafþór og bæt- ir við að listamaðurinn hafi heillast svo mikið af landinu að hann hafði aftur samband við Beru og bauðst til þess að búa til verkið. Það var svo Magnús Sædal Svavarsson, þáverandi byggingarfulltrúi Reykjavíkur, sem hjálpaði til við að reisa verkið. Einstakt verk Verkið Áfangar samanstendur af 18 stuðlabergssúlum sem standa tvær og tvær saman og mynda hring um eyna. Bilið á milli súlnanna ákvarðast af landhallanum en Vesturey er nokk- uð flöt og undirstrika súlupörin það einkenni hennar. Önnur súlan í hverju pari er þrír metrar á hæð og staðsett í tíu metra hæð en hin er fjórir metr- ar og staðsett í níu metra hæð. Topp- ar súlnanna eru því allir jafnir, þrettán metrum yfir sjávarmáli. Allar súlurnar eru sýnilegar af hæsta punkti eyjunn- ar, sem er í 18 metra hæð. Verkið er einstakt að því leytinu til að Serra hefur nær ávallt notast við járn í sinni sköpun, en í þetta skipt- ið notast hann við stuðlaberg. Þannig endurspeglar verkið umhverfi sitt og rammar í raun umhverfið fyrir áhorf- andann sem er staddur við súlurnar. „Það eru allt of fáir sem vita af þessu verki, sem samt stendur okk- ur svona nærri,“ segir Hafþór en sýn- ingin samanstendur meðal annars af skissum sem geta staðið einar og sér burtséð frá verkinu að sögn Hafþórs. „Svo náði Sveinn Magnús Sveinsson kvikmyndagerðarmaður ansi athygl- isverðu myndefni af sköpun verksins,“ segir Hafþór en þrjár heimildamyndir verða sýndar um tilurð verksins. Þar af er ein myndin langt viðtal við Serra. „Og þar kemur meðal annars fram að Serra vilji að upplifun áhorfand- ans á Áföngum felist í að ganga og horfa, og að láta þessa steinstólpa mæla landið og mæla tengsl áhorf- andans við sitt eigið fótatak þar sem hann gengur um eyjuna, eins og hann orðar það sjálfur,“ segir Hafþór. Pílagrímsferðir vegna verksins Listaverkið er, eins og fyrr segir, einstakt að því leytinu til að það er Valur Grettisson valur@dv.is Risi í myndlist samtímans Richard Serra (f. 1939) er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, m.a. Metropolitan Muse- um í New York árið 2010 og MoMA, sem hefur heiðrað hann með tveimur yfirlits- sýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans hafa verið sýnd tvisvar á Feneyjatvíær- ingnum og fjórum sinnum á Documenta- sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans („giant of modern art“). Hafþór Yngvason Lýkur glæstum tíu ára ferli sínum hjá Listasafni Reykjavíkur. MYnDIR sIGTRYGGuR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.