Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 49
Helgarblað 22.–26. maí 2015 Sport 49
Hjörvars Hafliðasonar
Uppgjör
Bestir og verstir
n John Terry er besti leikmaður leiktíðarinnar n Gylfi Sig á bekknum í liði ársins
Chelsea
Bestur: John Terry.
Leiðtoginn, hjarta liðsins.
Hann framlengir sigurvilja
og hungur Mourinhos inn á
völlinn. Alvöru fyrirliði.
Einnig góður: Eden Hazard.
14 mörk og 8 stoðsendingar
voru flottar hjá Belganum. Ég geri
ráð fyrir fleiri mörkum á næstu leiktíð.
Vonbrigði: Ramires. Ég veit ekki hvað hefur
komið fyrir Brasilíumanninn. Hann var
skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem
hann fékk tækifæri.
Man City
Bestur: Kun Aguero. Ein
faldlega besti framherjinn
í enska boltanum. Hvað
ef hann hefði ekki meiðst
á leiktíðinni? Gæti slegið
markametið í deildinni á einu
tímabili á næstu leiktíð haldist
hann heill.
Einnig góður: David Silva. Kanarístrák
urinn sem verður þrítugur á næstu leiktíð
skemmti okkur á þessari leiktíð.
Vonbrigði: Vincent Kompany. Mangala
var skelfilegur en Kompany brást sínum
mönnum á leiktíðinni. Oft mjög
lélegur.
Arsenal
Bestur: Alexis Sanchez.
Kaup ársins í enska bolt
anum. Hans stjarna mun
skína mun skærar á næstu
leiktíð.
Einnig góður: Francis Coquelin. Mætti nokk
uð óvænt á miðju Arsenal og færði liðinu
þann kraft og karlmennsku sem liðið skorti í
byrjun leiktíðar.
Vonbrigði: Mesut Özil. Hans önnur leiktíð
með Arsenal og aftur náði hann
sér ekki á strik. Slakur í stóru
leikjunum.
Man Utd
Bestur: David De Gea.
Dýrasti markvörður í
sögu enska boltans stóð
loksins undir verðmiðan
um. En nú loksins þegar hann
er farinn að blómstra er hann á útleið.
Einnig góður: Ander Herrera. Kom með
kraft á miðsvæði United og sýndi að hann
er með gott auga fyrir marki.
Vonbrigði: Angel Di Maria. Byrjaði vel
en svo fór að halla undan fæti.
Óþekkjanlegur að undanförnu.
Liverpool
Bestur: Coutinho. Brasilíu
maðurinn var langbesti
leikmaður Liverpoolliðsins.
Á tímum var unun að fylgjast
með honum.
Einnig góður: Simon Mignolet. Belganum
gekk illa í byrjun leiktíðar en bætti sig jafnt
og þétt eftir því sem á leið leiktíðina.
Vonbrigði: Dejan Lovren. Miklar vondir
voru bundnar við komu Króatans í hjarta
varnar Liverpool en hann náði sér ekki
á strik. Nei, ég vel ekki Balotelli.
Ég átti ekki von á neinu frá
honum.
Tottenham
Bestur: Harry Kane. Því
lík leiktíð hjá stráknum.
21 árs og orðinn einn eft
irsóttasti framherji Evrópu.
Verður gaman að fylgjast með
á næstu leiktíð.
Einnig góður: Nacer Chadli. Eftir erfiða
leiktíð í fyrra sýndi hann okkur hvers
hann er megnugur.
Vonbrigði: Federico Fazio. Hvað
varst þú að gera í vörn Tottenham?
Hver reddaði þér þessari vinnu?
Southampton
Bestur: Jose Fonte. Portú
galinn var besti leikmaður
Southampton, sem kom
mörgum á óvart
Einnig góður: Nathaniel
Clyne. Sýndi og sannaði að
það er engin tilviljun að
hann er talinn besti hægri
bakvörður Englands.
Vonbrigði: Enginn leikmaður
South ampton olli mér vonbrigðum.
Swansea
Bestur: Ashley
Williams. Ótrúlegur.
Hefur leikið alla leiki
Swansea á leiktíð
inni. Hann er líklega
besti leikmaður í
sögu félagsins.
Einnig góður: Gylfi
Þór Sigurðsson. Hefur
stimplað sig inn sem einn fremsti
spyrnumaður enska boltans. Hans
besta leiktíð á ferlinum.
Vonbrigði: Federico Fernandez.
Þessi maður byrjaði inn á í fyrsta leik
HM hjá Argentínu. Hvernig hann fór
að því mun ég aldrei vita. Óx ásmegin
meðan á leiktíðinni stóð.
Stoke
Bestur: Bojan Krkic.
Endurfæddur undir stjórn
Marks Hughes. Meiddist
illa í byrjun árs en á með
an hans naut var hann í
sérflokki.
Einnig góður: Ryan
Shawcross. Eins og Ashley
Williams, kletturinn í sínu liði. Er ekki í
þessu til að eignast vini.
Vonbrigði: Marco Arnautovic. Come
on Marco! Allir þessir töffarastælar en
bara eitt mark.
Everton
Bestur: Romelu Lukaku.
Ég hefði viljað fá fleiri
mörk frá Lukaku. En
hann gerði tíu mörk
í deildinni og lagði
upp fimm. Góð kaup
hjá Martinez. Leikmaður
sem mun alltaf borga sig til baka.
Einnig góður: Phil Jagielka. Á
leiktíð þar sem Leighton Baines og
Gareth Barry hafa gefið eftir hefur
enski landsliðsmiðvörðurinn náð að
vera nokkuð stöðugur.
Vonbrigði: Seamus Coleman. Mínar
væntingar til tímabilsins voru þær að hann
yrði besti hægri bakvörður deildarinnar í ár.
Lék ekki eins og vel og ég taldi innistæðu
fyrir.
West Ham
Bestur: Adrian.
Markvörðurinn fór á
tíðum á kostum hjá
Lundúnaliðinu.
Einnig góður: Aaron
Cresswell. Öflugur vinstri
bakvörður og hefur komið mönnum
á óvart hversu fljótur hann var að aðlag
ast ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa eytt
ferlinum í 1. deild og 2. deild. Aldrei meiddur.
Vonbrigði: Enner Valencia. Ekvadorinn
hefur aðeins gert fjögur mörk. Átti von á
meiru frá leikmanninum sem lék vel í
Brasilíu í fyrrasumar á HM.
Crystal Palace
Bestur: Yannick Bolasie.
Þvílíkur skemmtikraftur.
Getur búið til eitthvað
út engu. Ógnar sífellt með
hraða sínum og krafti eins
og Gaupi vinur minn myndi
orða það.
Einnig góður: Jason Puncheon.
Alltaf verið aðdáandi. Leikmaður
með hraða, góðar spyrnur og nú, á þessari
leiktíð, með mun betri ákvarðanir en áður.
Vonbrigði: Brede Hangeland. Hélt hann
ætti kannski inni eitt ár í viðbót í úr
valsdeild en líklega eru sá tími liðinn.
WBA
Bestur: Saido Ber
ahino. Einn allra besti
framherji Englendinga.
Verður gaman að sjá
hvar hann verður á
næstu leiktíð.
Einnig góður: Joleon
Lescott. Margir höfðu afskrifað
stóra manninn. Hann átti góða leiktíð og
stuðningsmenn WBA vilja sjá hann aftur í
landsliðinu.
Vonbrigði: Stephane Sessegnon. Beníninn
hreinlega nennir þessu ekki lengur. Þökkum
honum samt fyrir komuna í enska boltann.
Leicester
Bestur: Esteban
Cambiasso. Argent
ínumaðurinn var
hjartað í ótrúlegri
björgun Refanna frá
falli. Einstakur karakter.
Einnig góður: Jamie Vardy.
Framherjinn fljóti var ómetanlegur
fyrir sína menn. Skoraði aðeins fjögur mörk
en lagði upp átta.
Vonbrigði: Andrej Kramaric. Króatinn
sýndi mér ekkert af hverju Leicester þurfti
að „stela“ honum af Chelsea. Hlakka til að
fylgjast með honum á næstu leiktíð.
Sunderland
Bestur: Costel
Pantilimon. Hugsa
sér ef hann væri
svalur þá væri
hann líklega
álitinn einn besti
markvörður heims.
Forréttindi að
fylgjast með honum á
lokakaflanum.
Einnig góður: Jordi Gomez. Gamli Wigan
maðurinn kom mér þægilega á óvart.
Hægur leikmaður en ótrúlega seigur. Kann
leikinn mjög vel.
Vonbrigði: Connor Wickham. Ég veit að
hann hefur skorað flest deildarmörk fyrir
liðið (5). En ég vonaðist eftir miklu meira frá
honum í ár.
Aston Villa
Bestur: Fabian
Delph. Á heildina
litið langbesti
leikmaður
Aston Villa
á leiktíðinni.
Magnaður
leikmaður sem gefst
aldrei upp!
Einnig góður: Christian Benteke.
Aston Villa hefði aldrei haldið sér uppi ef
ekki hefði verið fyrir mörkin hans undir
lokin.
Vonbrigði: Ron Vlaar. Vissulega var hann
meiddur lungann úr leiktíðinni en meðan
hans naut við lék hann aldrei eins og
sá Ron Vlaar sem við sáum með
Hollendingum í Brasilíu.
Newcastle
Bestur: Jack Colback.
Hinn rauðhærði Pirlo,
eins og stuðningsmenn
Newcastle kalla hann,
hefur leikið best allra hjá
þeim svarthvítu.
Einnig góður: Vonbrigði: Ayoze
Perez. Spænski framherjinn kostaði
nánast ekkert frá Tenerife. Hefur skorað sjö
mörk. Framtíðin er hans.
Vonbrigði: Rémy Cabella. Átti að
vera skapandi sóknarmaður í liði
Newcastle í vetur. Hrökk aldrei í
gang.
Hull
Bestur: Michael
Dawson. Miðvörðurinn
hefur reynt að gera allt
sem í hans valdi stendur til
að halda liðinu uppi.
Einnig góður: Nikica Jelavic. Búinn að skila
átta mörkum fyrir Hullmenn. Af hverju byrj
ar hann ekki alla leiki þegar hann er heill?
Vonbrigði: Allan McGregor. Skelfilegur í
marki Hull. Lætur Steve Harper slá sig
út úr markinu. Segir allt sem segja
þarf.
Burnley
Bestur: Kieran
Trippier. Verið
góður í hægri
bakverðinum.
Þarf ekki að hafa
neinar áhyggjur,
hann fær nýtt
úrvalsdeildarlið í
sumar.
Einnig góður: Danny Ings. Það er afrek að
skora tíu mörk í liði eins og Burnley. Verður
spennandi að sjá hvert hann fer.
Vonbrigði: Lucas Jutkiewicz. Fékk
fjölda leikja í framlínu Burnley en var
aldrei líklegur til að skora mark.
QPR
Bestur:
Charlie
Austin.
Sautján mörk
og fimm
stoðsendingar
eru frábært fram
lag frá Austin.
Einnig góður: Leroy Fer. Öflugur miðju
maður sem ég hlakka til að sjá hvert fer
næst.
Vonbrigði: Sandro. Ég hélt að
Brasilíu maðurinn myndi gera mun
betur en hann gerði. Meðalmennska
og lélegt viðhorf frá fyrsta degi.
Hann þykir samt óhemju skemmti
legur maður.
De Gea
Clyne Terry Williams
Sanchez
Cambiasso
Kane Aguero
Fabregas
Hazard
Cresswell
Bekkur: Pantilimon, Costa, Kocielny,
Coutinho, David Silva, Gylfi, Bertrand.
Lið ársinsBestu og verstu kaupBestu kaupin: Alexi Sanchez Arsenal
Verstu kaupin: Mario Balotelli
Bestu kaup utan vallar: Nýtt lækna
teymi Arsenal. Óvenju góð heilsa á
Emirates í ár.
Verstu kaup utan vallar: Sky keypti
Thierry Henry. Hann talar en
segir manni aldrei neitt
sem maður vissi ekki fyrir.
Stjóri ársins
1. Jose Mourinho
2. Ronald Koeman
3. Nigel Pearson
4. Gary Monk
5. Allan Pardew