Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 22.–26. maí 201516 Fréttir Á rslaun fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Lífsverk líf- eyrissjóðs, sem er lífeyr- issjóður verkfræðinga og háskólamenntaðra sér- fræðinga, hækkuðu um 63 prósent á árunum frá 2011 til 2014, á sama tíma og verið var að rétta við sjóð- inn eftir áföll hrunsins og grípa þurfti til „sársaukafullra“ skerðinga. Stjórnarformaður sjóðsins segir að launin hafi verið samningsatriði og að stefna sjóðsins sé að laun fram- kvæmdastjórans séu samkeppn- ishæf en ekki leiðandi. Auður Finnbogadóttir, fráfar- andi framkvæmdastjóri Lífsverk, lét af störfum í lok síðasta mánað- ar þar sem borið var við áherslu- breytingum stjórnar í rekstri sjóðs- ins. Launaskrið hjá lífeyrisstjórum DV fjallaði í síðustu viku um launa- þróun framkvæmdastjóra nokkurra stærstu lífeyrissjóða landsins þar sem meðal annars kom fram að mánaðarlaun Guðmundar Þ. Þór- hallssonar, framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna, hefðu hækkað um 6,7 prósent milli 2013 og 2014 samkvæmt ársreikningi. Það gerir hækkun upp á 172 þús- und krónur á mánuði. Í umfjöllun DV var aðeins litið til síðustu tveggja rekstrarára sjóð- anna en ef farið er aftur til ársins 2011 má sjá að laun Guðmundar hafa hækkað um 49 prósent. Árs- laun framkvæmdastjórans hafa far- ið úr 21,8 milljónum króna í tæp- lega 32,6 milljónir á tímabilinu. Það gerir árslaunahækkun um ríf- lega 10,7 milljónir króna. Þegar þróunin er skoðuð hjá minni lífeyrissjóðum sker Lífsverk, sem áður var þekktur sem Lífeyr- issjóður verkfræðinga, sig veru- lega úr. Laun framkvæmdastjórans hækkuðu um 13,7 prósent milli ár- anna 2013 og 2014 en um 63 pró- sent ef litið er á tímabilið 2011 til 2014. Árslaun Auðar Finnboga- dóttur hækkuðu úr tæplega 13,1 milljón króna árið 2011 í 21,3 millj- ónir árið 2014. Eða um 8,2 milljón- um króna á tímabilinu. Í löku meðallagi Aðspurður hvað hafi legið að baki þessari umtalsverðu launahækk- un framkvæmdastjórans segir Valur Hreggviðsson, stjórnarfor- maður Lífsverk, meðal annars að sjóðurinn hafi það markmið að bjóða samkeppnishæf laun. „Ef þú skoðar laun framkvæmdastjóra líf- eyrissjóða almennt þá mun koma í ljós að þau liggja á ákveðnum „level“ og við höfum einbeitt okk- ur að því að leiða ekki þann hóp heldur vera frekar á eftir honum. Samt sem áður greiða nægjan- lega mikið til að hæft fólk fáist til starfsins. Reyna að vera um það bil samkeppnishæf.“ Hann vill þó ekki ræða launa- mál einstakra starfsmanna í smá- atriðum og segir að launaþróun frá upphafi ráðningartíma og í fram- haldinu þegar reynsla er komin á störf fólks sé samningsatriði. „Þetta tengist þeim samningum sem gerð- ir eru við viðkomandi þegar þeir koma til starfa og vil ég ekki fara út í smáatriði þeirra. Ég held að með samanburði sjáist að kjör hennar [Auðar] á undanförnum árum hafi verið í löku meðallagi miðað við aðra sjóði á sömu árum.“ Ekki óeðlileg starfslok Eftir launaskrið undanfarinna ára hjá framkvæmdastjórum lífeyris- sjóðanna eru árslaun þeirra flestra í kringum 17–20 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Lífsverk árið 2014 voru því í hærra lagi ef eitt- hvað er. Aðspurður um starfslok Auð- ar í lok apríl segir Valur að stjórn- in standi frammi fyrir því, eftir ákvörðun á stefnumótunarfundi í janúar, að leita leiða til að stækka sjóðinn og gera hann rekstrarlega hagkvæmari. „Við höfum trú á því að hagræðing stærðarinnar eigi hér við og sjáum fyrir okkur, og erum sammála um, að það sé einhver annar sem geti leitt það með okk- ur. Auður skilaði hins vegar gríðar- lega góðu starfi í því sem fram fór á undan að koma sjóðnum í það horf að það vilji yfirhöfuð einhver tala við okkur. Sjóðurinn er algjör- lega orðinn sambærilegur við aðra sjóði varðandi ávöxtun og afkomu og tryggingafræðilega betur settur en flestir aðrir. En gríðarlega sárs- aukafullt ferli sem búið er að fara í gegnum við að skerða og strau- ja yfir þau áföll sem hann gekk í gegnum í hruninu. En það er ekk- ert óeðlilegt [við starfslokin] sem liggur að baki þessu.“ Fram kom í tilkynningu um starfslok Auðar að frá árslokum 2010 til ársloka 2014 hafi hrein eign allra deilda Lífsverk vaxið úr 34 milljörðum í 57,7 milljarða króna. Auk þess sem hrein raunávöxtun samtryggingardeildar síðastliðin þrjú ár hafi verið að meðaltali 5,4 prósent og tryggingafræðileg staða hans jákvæð um 0,2 prósent sem hafi verið veruleg bæting. Valur segir að eins og staðan er núna standi yfir leit að nýjum framkvæmdastjóra og segir hann marga hafa haft samband vegna starfsins. „Það er gott til þess að vita að það eru margir sem hafa áhuga á okkur.“ Aðspurður hvort eitthvað sé tekið að skýrast segir Valur svo ekki vera og býst við að leitin að næsta framkvæmdastjóra muni taka langan tíma. Hækkun til lengri tíma Eins og sjá má í meðfylgjandi töflum hefur launaþróun fram- kvæmdastjóra hjá öðrum minni lífeyrissjóðum verið ansi mismun- andi. Hjá Stapa lífeyrissjóði hækk- uðu laun stjórans hóflega um tæp 3 prósent milli áranna 2013 og 2014 þó að hækkunin nemi 16 prósent- um ef litið er til áranna 2011–2014. Stafir lífeyrissjóður hefur haldið launum framkvæmdastjórans ansi stöðugum á undanförnum árum á meðan athyglisverð þróun átti sér stað hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Þar voru laun framkvæmdastjór- ans Gunnars Baldvinssonar lækk- uð um 12 prósent milli 2013 til 2014 eftir að hafa hækkað nokk- uð öll árin þar á undan. Þrátt fyrir lækkunina milli síðustu rekstrarára nemur hækkunin milli 2011–2014 um 14 prósentum. n Launin hækkuðu um 8 milljónir í ólgusjó n Stýrði lífeyrissjóðnum eftir áföll hrunsins og í gegnum „sársaukafullar“ skerðingar Lífsverk lífeyrissjóður (Lífeyrissjóður verkfræðinga) framkvæmdastjóri: Auður Finnboga- dóttir (Lét af störfum 30. apríl 2015) Árslaun 2014: 21.340 þús. kr. Árslaun 2013: 18.760 þús. kr. Árslaun 2012: 16.200 þús. kr. Árslaun 2011: 13.098 þús. kr. Breyting milli áranna 2013–2014: 13,7% hækkun Hækkun árslauna: 2.580 þús. kr. Hækkun mánaðarlauna: 215 þús. kr. Breyting milli áranna 2011–2014: 63% hækkun Hækkun árslauna: 8.242 þús. kr. Hækkun mánaðarlauna: 686 þús. kr. Almenni lífeyrissjóðurinn Framkvæmdastjóri: Gunnar Baldvinsson Árslaun 2014: 18.617 þús. kr. Árslaun 2013: 20.861 þús. kr. Árslaun 2012: 17.397 þús. kr. Árslaun 2011: 16.261 þús. kr. Breyting milli áranna 2013–2014: 12% lækkun Lækkun árslauna: 2.247 þús. kr. Lækkun mánaðarlauna: 187 þús. kr. Breyting milli áranna 2011–2014: 14% hækkun Hækkun árslauna: 2.356 þús. kr. Hækkun mánaðarlauna: 196 þús. kr. Stapi lífeyrissjóður Framkvæmdastjóri: Kári Arnór Kárason Árslaun 2014: 19.326 þús. kr. Árslaun 2013: 18.772 þús. kr. Árslaun 2012: 18.027 þús. kr. Árslaun 2011: 16.657 þús. kr. Breyting milli áranna 2013–2014: 2,95% hækkun Hækkun árslauna: 554 þús. kr. Hækkun mánaðarlauna: 46 þús. kr. Breyting á milli áranna 2011–2014: 16% hækkun Hækkun árslauna: 2.669 þús. kr. Hækkun mánaðarlauna: 222 þús. kr. Stafir lífeyrissjóður Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson Árslaun 2014: 17.417 þús. kr. Árslaun 2013: 17.041 þús. kr. Árslaun 2012: 17.038 þús. kr. Árslaun 2011: 17.208 þús. kr. Breyting milli áranna 2013–2014: 2,2% hækkun Hækkun árslauna: 376 þús. kr. Hækkun mánaðarlauna: 31 þús. kr. Breyting milli áranna 2011–2014: 1,2% hækkun Hækkun árslauna: 209 þús. kr. Hækkun mánaðarlauna: 17 þús. kr. Lífeyrissjóður verzlunarmanna Framkvæmdastjóri: Guðmundur Þ. Þórhallsson Árslaun 2014: 32.582 þús. kr. Árslaun 2013: 30.518 þús. kr. Árslaun 2012: 25.555 þús. kr. Árslaun 2011: 21.839 þús. kr. Breyting milli áranna 2011–2014: 49% hækkun Hækkun árslauna: 10.743 þús. kr. Launin rokið upp DV greindi frá því að laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar hefðu hækkað verulega milli áranna 2013-2014. Sé farið aftur til ársins 2011 hafa árslaun hans hækkað um ríflega 10,7 milljónir króna, eða 49 prósent. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Ég held að með samanburði sjáist að kjör hennar á undan- förnum árum hafi verið í löku meðallagi miðað við aðra sjóði. Milljónahækkun Auður Finnbogadóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóri Lífsverk lífeyrissjóðs á dögunum eftir að hafa tekið við starfinu 2010. Laun hennar hækkuðu umtalsvert síðan þá á sama tíma og hún stýrði sjóðnum í ólgusjó eftir áföll hrunsins og sársaukafullar skerðingar til sjóðsfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.