Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 18
Helgarblað 22.–26. maí 201518 Fréttir Komust í bobba vegna baKKusar n Stjórnmálamenn hafa þurft að svara fyrir uppákomur og axarsköft sem tengjast áfengisneyslu n Þetta lærðu þeir af mistökum sínum U m fátt hefur verið rætt meira en örlagaríka Was- hington-ferð utanríkis- málanefndar á dögunum þar sem þingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason varð fyr- ir því að kasta upp um borð í flug- vél WOW Air og víðar. Þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða þá hefur þingmaðurinn sjálfur neitað því að hafa verið ölvaður og bor- ið því við að hastarleg magakveisa hafi verið orsakavaldurinn. Hvað sem því líður þá er atvikið fjarri því í fyrsta skiptið þar sem einstaklingar tengdir stjórnmálum á Íslandi hafa lent í bobba þar sem Bakkus kemur með einhverjum hætti við sögu eða þeir hafa þurft að svara ásökunum um ölvun opinberlega. DV tók saman nokkur dæmi um áfengistengt klandur pólitíkusa síð- ustu árin sem komust í fréttirnar. Sumir sem hér eru nefndir komust í fréttirnar sökum glímu sinnar við þann illvíga fjanda sem áfengis- sýkin er og tóku þeir á þeim vanda með viðeigandi hætti. Þar sem við á viðurkenndu þó flestir sín mis- tök, báðust afsökunar og lýstu iðr- un – þó það hafi kannski tekið mislangan tíma fyrir suma. DV heyrði einnig í nokkrum þessara einstaklinga og spurði þá hvaða lærdóm þeir hefðu dregið af mistökum sínum forðum. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar 2006 þegar hann var hand- tekinn fyrir ölvunarakstur aðfaranótt 14. maí það ár. Eyþór hafði verið í sextugsaf- mæli og drukkið þar áfengi með mat og ákveðið að keyra heim ásamt unnustu sinni. Ekki tókst betur til en svo að hann ók á ljósastaur á leiðinni. Eyþór færði sig yfir í farþegasætið og tók farþeginn við akstrinum þar til lögreglan stöðvaði för þeirra í Ártúnsbrekku. Í kjölfarið ákvað Eyþór að draga sig úr kosningabaráttunni og kvaðst ætla að taka sér frí frá störfum ef hann næði kjöri meðan hann tæki út mögulega ökuleyfissviptingu og tæki á sínum málum. Lýsti hann því yfir að hann ætlaði í áfengismeðferð. Sjálfstæðis- flokkur Eyþórs hlaut 4 kjörna fulltrúa af 7 í kosningunum um mánuði síðar. Fallið í Færeyjum Alþingismaðurinn og rithöfundurinn Þráinn Bertelsson hafði verið edrú um nokkra hríð þar til hann fór á ráðstefnu í Færeyjum sumarið 2011 ásamt fleiri stjórnmálamönnum. Á ráðstefnunni skilaði hann sódavatnsglasinu sem hann hafði verið að drekka og teygði sig í freyðivín. Við tók þriggja daga kojufyllerí bak við luktar hótelherbergisdyr þar sem Ólína Þorvarðardóttir tók að sér að hjúkra Þráni. Þráinn fór rakleiðis í meðferð við heimkomuna og skrifaði síðan opinskátt um fallið í Færeyjum í bók sem kom út síðar um veturinn. Oddviti ók á ljósastaur Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, var sviptur ökuréttind- um í júní 2012 vegna ölvunaraksturs. Höskuldur lýsti því í fjölmiðlum að hann hefði verið á fundaferð um Norðaustur- kjördæmi og fengið sér rauðvín í lok dags. Hann settist undir stýri í kjölfarið en var stöðvaður af lögreglu og síðar sviptur ökuréttindum í átta mánuði. Í samtali við DV á þessum tíma kvaðst hann ekki muna hversu mörg rauðvínsglösin hefðu verið sem hann drakk en þvertók fyrir að eiga við áfengissýki að stríða. Hann iðraðist og kvaðst miður sín yfir mistökunum. Örlagarík rauðvínsdrykkja Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar, var rekinn úr starfi sveitarstjóra Ásahrepps í ársbyrjun 2015 eftir að upp komst um meintan fjárdrátt hans í starfi. Björgvin bar því við að viðvarandi og óhófleg áfeng- isneysla hans um nokkurt skeið hefði leitt til dómgreindarbrests í starfi. Björgvin fór í kjölfarið í meðferð á Vog þar sem hann tókst á við áfengissýkina sem hann sagði að hefði látið á sér kræla á ný undanfarin ár eftir að hann hafði verið edrú í áratug. Dró sér fé og fór í meðferð Nýkjörinn á þing og tekinn Sigurður Kári Kristjánsson var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn sumarið 2003, þá nýorðinn þrítugur. Í ágúst sama ár komst það í fréttirnar að þingmaðurinn ungi hefði verið sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur. Bar Sigurður Kári því við að hann hefði lagt of snemma í hann um morguninn, eftir að hafa setið að sumbli kvöldið áður. Dýr en dýrmæt lexía Eyþór Arnalds segir öllum hollt að fá sinn skell og læra af því „Þetta atvik þegar ég ók ölvaður fyrir 9 árum síðan var mér dýr en dýrmæt lexía. Öllum er hollt að fá sinn skell og ég lærði af því. Bæði það að minnka hroka minn gagnvart sjálfum mér og öðrum og líka að reka mig á í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Eyþór Arnalds um ölvunarakstursbrot sitt árið 2006. Hann segir að hægt sé að taka uppákomum sem þessum í lífinu með tvennum hætti. „Annars vegar að vera fúll út í aðra en sjálfa sig eða læra af því og reyna að verða betri eða í það minnsta skárri. Það er mikilvægt að tala um þessa hluti og læra af þeim. Fyrst og fremst fyrir sjálfan sig en ekki er verra ef einhver annar getur lært af því líka.“ Eyþór Arnalds Var oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Árborg þegar hann var tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2006. Höskuldur Þórhallsson Fékk sér rauðvín og settist undir stýri. Hann var stöðvaður af lög- reglu og sviptur ökuréttindum. Mynd Sigtryggur Ari Björgvin g. Sigurðsson Fyrrverandi viðskiptaráðherr- ann var rekinn sem sveitarstjóri Ásahrepps vegna meints fjárdráttar. Dómgreindar- brestur vegna áfengisneyslu sagði Björgvin sem hélt síðan í meðferð. Mynd róBErt rEyniSSon Þráinn Bertelsson Eftir að þingmaðurinn féll í Færeyjum skrifaði hann bók um lífs- reynsluna. Mynd Sigtryggur Ari Sigurður Kári Kristjánsson Var nýkjörinn þingmaður þegar hann var sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.