Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 22.–26. maí 2015 Það eru hrikaleg vonbrigði að falla Hvurslags skrípa- leikur er þetta?“ Ég er ekki að hylma yfir neitt Helgi Vilhjálmsson, eigandi KFC, er harðorður í garð verkalýðsforystunnar. – DVVilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fullyrti að Ásmundur Einar hefði ekki ælt í flugi WOW air. – DV Myndin Á Þúfu Ferðalangar kynna sér útilistaverk Ólafar Nordal, Þúfu, sem staðsett er við Norðurslóð, yst á Granda. mynd sigtryggur ari Kastljósið og rangfærslurnar Í Kastljósi 9. apríl síðastliðinn mættu Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Ís- lands, Kristján Oddsson , kven- sjúkdómalæknir og yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, ásamt forsvarsmanni Bláa naglans, Jóhannesi Valgeirssyni. Umræðan snerist um EZ Detect-heimaprófið til leitar að ósýnilegu blóði í hægð- um og framtaki Bláa naglans við að dreifa prófinu til þeirra sem verða fimmtugir á þessu ári. Fullyrðingar yfirlæknisins Í þættinum kom Kristján Oddsson enn með nýjar rangfærslur um EZ Detect-prófið þegar hann sagði að ,,þetta próf er hvergi notað, til að við vitum, í heiminum vegna þess að næmið er lélegt“. EZ Detect frá fyrir- tækinu Biomerica í Bandaríkjunum hefur verið á markaði í 30 ár. Að auki er prófinu dreift og það selt til 47 landa í öllum heimsálfum. Og áfram segir yfir- læknirinn um prófið: „Það greinir ekki sjúk- dóminn, þú getur verið með sjúkdóminn, en það greinir það ekki, þú heldur að allt sé í lagi, þannig að það skapar falskt öryggi“. Almenningur veit betur. Próf til að leita að blóði í hægðum greina ekki krabbamein í ristli frekar en sjálfsskoðun brjósta greinir brjóstakrabbamein. EZ Detect er einfalt heimapróf fyrir ósýnilegu blóði í hægðum, blóði, sem get- ur verið þar af mörgum ástæðum. Þegar blóð finnst, þarf að fylgja því eftir. Í leiðbeiningum, sem fylgja EZ Detect, er útskýrt, hvenær leita á til læknis, og einnig er bent þar á margvísleg atriði til að draga úr á fölsku öryggi. Í Kastljósi mátti síðan hlusta á forstjórann Ragnheiði Haralds- dóttur halda því fram að þau hjá Krabbameinsfé- laginu hefðu aldrei beint spjótum sín- um að Jóhannesi Valgeirssyni persónulega, sem þau gerðu vissu- lega, þó óbeint væri, ef það hljómar betur. Í þættin- um Reykjavík síðdegis þann 25. mars síðast- liðinn gefur Ragnheiður í skyn að EZ Detect-prófið sé verra en ekkert próf. Kristján Oddsson segir í grein sinni í DV 12. febrúar: ,,Leitarstöðin vill nota tækifærið til að hvetja Bláa naglann til að hætta að senda fólki EZ Detect-prófið, vegna þess að það veitir falskt öryggi og getur skaðað verðugt málefni“. Þetta er aðeins fátt af mörgu, sem komið hefur fram frá Krabbameinsfélaginu til grafa undan framtaki Jóhannesar Valgeirs sonar, Bláa naglanum. aftur leiðrétt Í Kastljós-þættinum heldur yfirlæknir- inn því enn fram að prófið sé ekki viðurkennt. Þetta er ekki rétt. EZ De- tect™ er CE (Conformité Européenne) skráð í Evrópu og er FDA (Food and Drug Administration) og CLIA (Clinical Labaratory Improvement Amendments) viðurkennt (approved, waived) í Bandaríkjunum, þvert á full- yrðingar hans. Prófið er einnig viðurkennt af Lyfja stofnun hér á landi, (Skv. lögum um lækningatæki, nr. 16/2001, og reglugerð um lækningatæki til sjúk- dómsgreiningar í glasi, nr. 936/2011. Íslensku notkunarleiðbeiningarnar uppfylla kröfur 6. gr. laga um lækn- ingatæki um notkunarleiðbeiningar). Þá eru þrjú próf í pakkanum sem Blái naglinn sendir fólki, en ekki eitt eins og hann heldur fram. Lokaorð Rangfærslur Kristjáns Oddssonar um EZ Detcet eru orðnar fleiri en al- menningur ætti að sætta sig við. Með þeim hefur hann ekki aðeins reynt að skaða framtak Bláa naglans, heldur hefur hann einnig með rangfærslum sínum skaðað orðspor Krabbameins- félagsins. Margir nota EZ Detect-próf- ið hér á landi, og hefur það fengist í lyfjaverslunum síðastliðin 5 ár. EZ Detect-prófið getur bjargað manns- lífum eins og komið hefur fram í fyrri greinum mínum til Kristjáns Odds- sonar. Allir geta gert prófið heima hjá sér og í leiðbeiningum eru takmark- anir prófsins áréttaðar. Meira þarf ekki að segja. Dæmi hver fyrir sig. n „Með þeim hefur hann ekki aðeins reynt að skaða framtak Bláa naglans, heldur hef- ur hann einnig með rang- færslum sínum skaðað orðspor Krabbameins- félagsins. Bergljót Halldórsdóttir lífeindafræðingur Kjallari Mest lesið á DV.is 1 Blæs á sögusagnir um ölvun: „Ég ældi út um allt“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, blæs á sögusagnir þess efnis að hann hafi verið ölvaður um borð í flugvél Wow air á leið til Washington með utanríkismálanefnd Alþingis og segist einfaldlega hafa verið veikur í maganum. Lesið: 37.226 2 Flugfreyja segir þing­manninn hafa verið ölvaðan „Þetta var eitthvað það vandræðalegasta sem ég hef lent í í starfinu þótt maður hafi upplifað ýmislegt skrautlegt. Mjög leiðinlegt að farþegar okkar hafi þurft að upplifa þetta og það frá þingmanni sem maður hefði talið að væri ábyrgur fulltrúi okkar Íslendinga,” hefur Fréttanetið eftir flug- freyju Wow air. Flugfélagið hefur hafnað því að áhafnarmeðlimur hafi brotið trúnað og segir ekkert hæft í fréttinni. Lesið: 34.290 3 Yfir 20 starfsmenn deila með sér 3.400 milljónum í bónusgreiðslur Íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðaráss fjárfestinga- banki, hefur sett til hliðar tæplega 23 milljónir evra, jafnvirði um 3,4 milljarða íslenskra króna, sem félagið hyggst greiða í bónusa til lykilstarfsmanna og stjórnarmanna. Lesið: 30.706 4 Uppgjör í Fellunum: Handrukkun um há­ bjartan dag Alvarleg líkamsárás átti sér stað í Iðufelli í Breiðholti í vik- unni. Þrír menn réðust þá á einn mann og veittu honum alvarlega áverka með- al annars með stálröri. Íbúi í hverfinu varð vitni að atvikinu frá svölunum að íbúð sinni og hefur lögreglan staðfest frásögn viðkomandi. Lesið: 30.282 5 „Við erum svo hamingjusöm“ Sigrún Eva Rúnarsdóttir og Mummi Týr Þórarinsson í Götusmiðjunni gengu í hjónaband í fallegri athöfn síðasta föstudag, eða hinn 15.05. 2015, klukkan 15.15. Lesið: 25.991 Björgvin g. sigurðsson sendi Sigmari góða kveðju á Facebook. – Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.