Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 48
Helgarblað 22.–26. maí 201548 Sport Týndu mennirnir S tóru félögin, bæði á Englandi og víðar, sanka gjarnan að sér miklum fjölda efnilegra leikmanna – og jafnvel fyrir háar fjár- hæðir. Sumir þeirra blómstra strax, aðrir eftir einhvern tíma en margir komast aldrei að hjá félaginu sem borgar þeim launin. Hér er listi yfir 18 leikmenn sem hafa verið sendir burt sem lánsmenn í vetur, eða jafn- vel mörg liðin keppnistímabil. Sum- ir hafa blómstrað sem lánsmenn á meðan aðrir virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér á meðal þeirra bestu. Flestra þessara leikmanna bíður óvissa um framtíðina. n n 18 gleymdir leikmenn sem voru lánaðir burt í vetur n Hvað gera þeir í sumar? Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Nani Félag: Manchester United Aldur: 28 ára Nani snýr nú aftur á Old Trafford þar sem hans bíður óvissa. Hann hefur verið að láni hjá Sporting Lisbon, sem hefur ekki efni á því að borga honum 100 þúsund pund á viku. Spurningin er hvort eitthvert lið vilji kaupa hann ef hann gerir launakröfur í samræmi við það sem hann hefur í dag. Sylvian Marveaux Félag: Newcastle Aldur: 29 ára Miðjumaður sem Newcastle keypti frá Rennes í Frakklandi árið 2011. Hann stóð sig afleitlega með Newcastle, í 38 leikjum, og ólíklegt þykir að hann klæðist þeirri treyju aftur. Hann spilar sem lánsmaður Guingamp í Frakklandi. Josh McEachran Félag: Chelsea Aldur: 22 ára McEachran þótti um tíma einhver efnilegasti miðvallarleikmaður á Bretlandseyjum. Hann hefur verið hjá Chelsea frá sjö ára aldri en aðeins spilað 11 leiki fyrir félagið. Hann hefur verið lánaður til Swansea, Middlesbrough, Watford, Wigan og nú síðast Vitesse. Hann á líklega enga framtíð hjá Chelsea. Ryo Miyaichi Félag: Arsenal Aldur: 22 ára Þessi japanski vængmaður var lofaður í hástert af Wenger þegar hann gekk í raðir félagsins 2011. Hann hefur hins vegar aldrei fengið tækifæri en hefur spilað sem lánsmaður fyrir Feyenoord, Bolton, Wigan og Twente síðan. Ólíklegt þykir að hann vinni sig inn í Lundúnaliðið. Joel Campbell Félag: Arsenal Aldur: 22 ára Því var spáð að Campbell myndi í vetur vinna sér sæti í liði Arsene Wenger. Það gekk ekki eftir og hann var lánaður, í enn eitt skiptið, til Spánar. Hann er með samning við Arsenal til 2016 og gæti átt eftir að blómstra, enda ungur að árum. Karim Rekik Félag: Manchester City Aldur: 20 ára Hollendingurinn er um þessar mundir á láni hjá sínu þriðja félagi, eftir að hann gekk til liðs við City. Hann er með samning til ársins 2016 og gæti freistað þess að berjast um sæti í liðinu. Hann hefur verið fastamaður hjá PSV í vetur. Alvaro Negredo Félag: Manchester City Aldur: 29 ára Negredo byrjaði með látum þegar hann kom til City 2013 en meiddist svo og náði sér ekki á strik aftur. Núna er hann á láni hjá Valcencia og fregnir herma að það muni reyna að tryggja sér þjónustu hans til framtíðar í sumar. Michu Félag: Swansea Aldur: 29 ára Michu sannaði svo um munaði á fyrsta tímabili að hann getur skorað í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 2 mörk í 17 leikjum á þeirri næstu var hann lánaður til Napoli þar sem hann hefur glímt við meiðsli og lítið sem ekkert spilað. Óljóst er hver framtíð hans verður. Angelo Henriquez Félag: Manchester United Aldur: 21 árs Henriquez hefur spilað frábærlega fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu á leiktíðinni, þar sem hann hefur skorað hvorki fleiri né færri en 26 mörk. Hann virðist þó seint ætla að fá alvöru tækifæri á Old Trafford. Hann er sagður vilja vera áfram í Króatíu. Pablo Daniel Osvaldo Félag: Southampton Aldur: 29 ára Enginn hjá Southampton hefur saknað vandræðagemlingsins Pablo Osvaldo. Hann hefur leikið með Boca Juniors í vetur og þykir næsta víst að Ítalinn verði seldur frá Southampton við fyrsta mögulega tækifæri. Marko Marin Félag: Chelsea Aldur: 26 ára Chelsea keypti þennan sóknarsinnaða miðvallarleikmann af Werder Bremen árið 2008. Hann var lánaður til Sevilla í hitteðfyrra og Fiorentina í fyrra, þar sem hann spilaði ekkert. Á þessu ári hefur hann spilað sex leiki fyrir Anderlecht, sem hefur forkaupsrétt á honum í sumar. Lucas Piazon Félag: Chelsea Aldur: 21 árs Piazon er enn einn leikmað- urinn sem er á launaskrá hjá Chelsea en spilar ekkert fyrir klúbbinn. Hann kom frá Sao Paulo 2012 en er í dag að láni hjá Eintracht Frankfurt. Þar hefur hann spilað 22 leiki í vet- ur. Hann hefur gefið út að hann vilji vera áfram í Þýskalandi. Divock Origi Félag: Liverpool Aldur: 20 ára Þessi ungi sóknarmaður var keyptur frá Lille í fyrra en lánaður þangað strax aftur. Hann gerir sér vonir um að vinna sér sæti í Liverpool- liðinu fyrir næstu leiktíð, en félagið hefur átt í miklum framherjavandræðum í vetur. Javier Hernandez Félag: Manchester United Aldur: 26 ára Þessi skemmtilegi sóknarmaður hefur átt ágæta spretti með Real Madrid. Hann skoraði til að mynda úrslitamarkið gegn Atletico Madrid, sem skaut Real Madrid í undanúrslit, en hefur á löngum stundum setið á bekknum. Ólíklegt verður að þykja að hann verði áfram í Madríd. Mohamed Salah Félag: Chelsea Aldur: 22 ára Þessi egypski landsliðsmaður hefur slegið nokkuð óvænt í gegn sem láns- maður hjá Fiorentina, þangað sem hann fór í janúar. Sex mörk í 14 leikjum bera þess vitni. Þessi ungi vængmaður virðist aftur á móti ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Chelsea og er sagður vilja vera áfram á Ítalíu. Gael Kakuta Félag: Chelsea Aldur: 23 ára Chelsea braut reglur varðandi samninga við unga leikmenn þegar það sótti Kakuta frá Lens í Frakk- landi. Hann hefur aðeins spilað sex leiki fyrir Chelsea frá 2009 en iðulega verið lánaður til annarra liða, nú síðast Rayo Vallecano. Hann verður líklega seldur í sumar, en Monaco hefur sýnt áhuga. Lukasz Podolski Félag: Arsenal Aldur: 29 ára Podolski hefur skorað í þriðja hverjum leik fyrir Arsenal (19 í 60 leikjum) en var lánaður til Inter Milan í vetur. Þar hefur hann ekki beinlínis blómstrað og aðeins skorað eitt mark í 14 leikjum. Hann mun að líkindum berjast fyrir lífi sínu hjá Arsenal í sumar og haust. Iago Aspas Félag: Liverpool Aldur: 27 ára Framherjinn var iðinn við kolann hjá Celta á Spáni á árunum 2008–2013, þegar hann var keyptur til Liverpool. Hann spilaði 14 leiki fyrir Liverpool en skoraði bara eitt mark. Aspas er á láni hjá Sevilla og vill semja við það til frambúðar. Sú gæti orðið raunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.