Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 22.–26. maí 201522 Fréttir Erlent
Beco umhverfisvænir kúkapokar
Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is
STÓRIR NIÐURBRJÓTANLEGIRSTERKIR
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
DauðaDómar vegna
Dauða FarkhunDu
A
fganskir lögreglumenn hafa
verið handteknir, ákærðir
og dæmdir til árs fangels
isvistar fyrir að hafa brugð
ist skyldu sinni gagnvart
Fakhundu, 28 ára konu sem myrt var
af reiðum múg á götum Kabúl þann
19. mars síðastliðinn. 19 lögreglu
menn voru ákærðir, en dómari taldi
átta þeirra ekki bera ábyrgð á dauða
hennar. Fyrr í þessum mánuði voru
fjórir menn dæmdir til dauða fyr
ir morðið á Farkhundu. Átta aðr
ir voru dæmdir til fangavistar vegna
málsins. Farkhunda lenti í rifrildi
við mann á götu úti í Kabúl. Mað
urinn var að selja verndargripi til
kvenna. Meðan á rifrildinu stóð var
Farkhunda sökuð um að hafa brennt
Kóraninn. Þetta heyrðu gangandi
vegfarendur, sem reiddust mjög og
réðust á Farkhundu með ofbeldi. Eft
ir að hún lést var líkið dregið í burtu
og hengt aftan á bíl sem ók um götur
borgarinnar. Síðar kveiktu ofbeldis
mennirnir í líki hennar.
Undir vökulum augum
lögreglunnar
Nokkrir viðurkenndu fyrir dómi að
ásakanir á hendur Farkhundu hefðu
ráðið miklu um það að þeir réðust
á hana, aðrir báru við múgæsingi.
Sölumaðurinn var einn þeirra sem
dæmdur var til dauða. Lögreglumenn
komu á svæðið, en komu henni ekki
til bjargar. Einhverjir tóku að auki þátt
í því. Málið vakti mikla athygli, enda
var Farkhunda myrt um hábjartan
dag í miðborg Kabúl undir vökulum
augum almennings og lögreglunn
ar. Lögreglan hefur síðar staðfest að
Farkhunda hafi verið alsaklaus.
Vildu koma í veg fyrir meira
ofbeldi
Fjallað var um málið á dv.is fyrr í
vetur þegar afganskar konur héldu
minningarstund um Farkhundu í
Hljómskálagarðinum. „Við krefj
umst réttlætis. Við viljum sýna um
heiminum það og fjölskyldu henn
ar,“ sagði Fatima Hussaini, ein
skipuleggjenda í viðtali við DV.
„Þetta má aldrei endurtaka sig.
Þetta er eitthvað það hræðilegasta
sem getur gerst. Við viljum öll koma
saman og köllum eftir samstöðu ís
lensks sam
félags. Það
sem kom
fyrir Fark
hundu get
ur gerst
hvar sem
er í heim
inum og
það verður
að stöðva
þetta of
beldi.“
Í kjölfar
ofbeldisins
voru haldn
ar minningarstundir, samstöðu
fundir og mótmæli voru skipulögð
víða um heim til að vekja athygli á
stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim.
Það þótti táknrænt að það voru kon
ur sem báru Farkhundu til grafar við
fjölsótta athöfn.
Dómarnir sem lögreglu
mennirnir fengu þykja afar vægir
og, í huga almennings, frekar tákn
rænir en refsing. Margir hafa lýst
þeirri skoðun sinni
að dómarnir
séu marklaus
ir, mennirnir
sem dæmdir
voru hafi ekki
fengið lög
menn og að
réttarhöldin
hafi tekið
mjög fljótt af.
Þá séu dóm
ar lögreglu
mannanna
alltof vægir.
BBC bendir á
að ofbeldi gegn
konum hafi verið viðvarandi
vandamál í Afganistan. n
n Var myrt af æstum múg í Kabúl n Ranglega sökuð um að hafa kveikt í Kóraninum
„Við
krefjumst
réttlætis
Borin til grafar
Aðeins konur fengu að vera
líkmenn.
Brotlenti með
tonn af kókaíni
Flugvél með heilt tonn af kókaíni
innanborðs brotlenti í Karíba
hafi, undan ströndum Kólumbíu,
á miðvikudag. Vélin var á leið til
Venesúela. Kólumbíski herinn
hefur birt myndir af því þegar
herþota reyndi að þvinga vélina
til lendingar en að sögn hersins
hafði orðið bilun í öðrum hreyfli
vélarinnar. Flugmaðurinn lést
við brotlendinguna en um borð
fannst 1,2 tonn af kókaíni.
Stórslys við
Kaliforníu
Talið er að um 400 þúsund lítr
ar af olíu hafi lekið í sjóinn við
strendur Kaliforníuríkis í Banda
ríkjunum. Það gerðist eftir að
olíuleiðsla rofnaði. Neyðar
ástandi hefur verið lýst yfir í rík
inu en olían nær meðal annars til
vinsælla baðstranda. Olíubrák
in nær yfir svæði sem er 14 kíló
metrar að lengd.
Ed mund Brown, rík is stjóri
Kali forn íu, hefur látið hafa eft
ir sér að allt verði gert til að
hreinsa upp olíuna og vernda
strandlengjuna. Á meðfylgjandi
mynd má sjá menn vinna að
hreinsunarstarfi.
Samtökin ISIS
taka yfir Palmyra
Svæðið á heimsminjaskrá UNESCO
H
ersveitir hryðjuverkasamtak
anna ISIS hafa náð borginni
Palmyra í Sýrlandi á sitt vald
eftir harða bardaga við stjórn
arher Sýrlands á síðustu dögum. Pal
myra er á heimsminjaskrá UNESCO,
mennta, vísinda og menningar
stofnunar Sameinuðu þjóðanna, og
hafa menn nú áhyggjur af því að liðs
menn ISIS muni eyðileggja ómetan
legar fornminjar í borginni.
Frá þessu er greint á vef BBC en þar
segir að borgin hafi þegar orðið fyrir
miklum skemmdum í sprengjuárás
um frá báðum aðilum.
Borgin Palmyra er forn eyði
merkurborg í norðurhluta Sýrlands og
hafa bardagar geisað þar í rúma viku.
Samkvæmt frétt BBC hefur austur
hluti borgarinnar orðið verst úti í átök
unum en stærstur hluti fornminjanna,
sem eru á skrá UNESCO, er í suður
hluta borgarinnar.
Irina Bokova, yfirmaður UNESCO,
hefur gefið út yfirlýsingu þar sem
hún segist vera mjög áhyggjufull yfir
ástandinu og óttast að ómetanlegar
fornminjar kunni að glatast í átökun
um. n johannskuli@dv.is
Mynd SkjÁSkot/BBc