Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Page 22
Helgarblað 22.–26. maí 201522 Fréttir Erlent Beco umhverfisvænir kúkapokar Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is STÓRIR NIÐURBRJÓTANLEGIRSTERKIR Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is DauðaDómar vegna Dauða FarkhunDu A fganskir lögreglumenn hafa verið handteknir, ákærðir og dæmdir til árs fangels­ isvistar fyrir að hafa brugð­ ist skyldu sinni gagnvart Fakhundu, 28 ára konu sem myrt var af reiðum múg á götum Kabúl þann 19. mars síðastliðinn. 19 lögreglu­ menn voru ákærðir, en dómari taldi átta þeirra ekki bera ábyrgð á dauða hennar. Fyrr í þessum mánuði voru fjórir menn dæmdir til dauða fyr­ ir morðið á Farkhundu. Átta aðr­ ir voru dæmdir til fangavistar vegna málsins. Farkhunda lenti í rifrildi við mann á götu úti í Kabúl. Mað­ urinn var að selja verndargripi til kvenna. Meðan á rifrildinu stóð var Farkhunda sökuð um að hafa brennt Kóraninn. Þetta heyrðu gangandi vegfarendur, sem reiddust mjög og réðust á Farkhundu með ofbeldi. Eft­ ir að hún lést var líkið dregið í burtu og hengt aftan á bíl sem ók um götur borgarinnar. Síðar kveiktu ofbeldis­ mennirnir í líki hennar. Undir vökulum augum lögreglunnar Nokkrir viðurkenndu fyrir dómi að ásakanir á hendur Farkhundu hefðu ráðið miklu um það að þeir réðust á hana, aðrir báru við múgæsingi. Sölumaðurinn var einn þeirra sem dæmdur var til dauða. Lögreglumenn komu á svæðið, en komu henni ekki til bjargar. Einhverjir tóku að auki þátt í því. Málið vakti mikla athygli, enda var Farkhunda myrt um hábjartan dag í miðborg Kabúl undir vökulum augum almennings og lögreglunn­ ar. Lögreglan hefur síðar staðfest að Farkhunda hafi verið alsaklaus. Vildu koma í veg fyrir meira ofbeldi Fjallað var um málið á dv.is fyrr í vetur þegar afganskar konur héldu minningarstund um Farkhundu í Hljómskálagarðinum. „Við krefj­ umst réttlætis. Við viljum sýna um­ heiminum það og fjölskyldu henn­ ar,“ sagði Fatima Hussaini, ein skipuleggjenda í viðtali við DV. „Þetta má aldrei endurtaka sig. Þetta er eitthvað það hræðilegasta sem getur gerst. Við viljum öll koma saman og köllum eftir samstöðu ís­ lensks sam­ félags. Það sem kom fyrir Fark­ hundu get­ ur gerst hvar sem er í heim­ inum og það verður að stöðva þetta of­ beldi.“ Í kjölfar ofbeldisins voru haldn­ ar minningarstundir, samstöðu­ fundir og mótmæli voru skipulögð víða um heim til að vekja athygli á stöðu kvenna og ofbeldi gegn þeim. Það þótti táknrænt að það voru kon­ ur sem báru Farkhundu til grafar við fjölsótta athöfn. Dómarnir sem lögreglu­ mennirnir fengu þykja afar vægir og, í huga almennings, frekar tákn­ rænir en refsing. Margir hafa lýst þeirri skoðun sinni að dómarnir séu marklaus­ ir, mennirnir sem dæmdir voru hafi ekki fengið lög­ menn og að réttarhöldin hafi tekið mjög fljótt af. Þá séu dóm­ ar lögreglu­ mannanna alltof vægir. BBC bendir á að ofbeldi gegn konum hafi verið viðvarandi vandamál í Afganistan. n n Var myrt af æstum múg í Kabúl n Ranglega sökuð um að hafa kveikt í Kóraninum „Við krefjumst réttlætis Borin til grafar Aðeins konur fengu að vera líkmenn. Brotlenti með tonn af kókaíni Flugvél með heilt tonn af kókaíni innanborðs brotlenti í Karíba­ hafi, undan ströndum Kólumbíu, á miðvikudag. Vélin var á leið til Venesúela. Kólumbíski herinn hefur birt myndir af því þegar herþota reyndi að þvinga vélina til lendingar en að sögn hersins hafði orðið bilun í öðrum hreyfli vélarinnar. Flugmaðurinn lést við brotlendinguna en um borð fannst 1,2 tonn af kókaíni. Stórslys við Kaliforníu Talið er að um 400 þúsund lítr­ ar af olíu hafi lekið í sjóinn við strendur Kaliforníuríkis í Banda­ ríkjunum. Það gerðist eftir að olíuleiðsla rofnaði. Neyðar­ ástandi hefur verið lýst yfir í rík­ inu en olían nær meðal annars til vinsælla baðstranda. Olíubrák­ in nær yfir svæði sem er 14 kíló­ metrar að lengd. Ed mund Brown, rík is stjóri Kali forn íu, hefur látið hafa eft­ ir sér að allt verði gert til að hreinsa upp olíuna og vernda strandlengjuna. Á meðfylgjandi mynd má sjá menn vinna að hreinsunarstarfi. Samtökin ISIS taka yfir Palmyra Svæðið á heimsminjaskrá UNESCO H ersveitir hryðjuverkasamtak­ anna ISIS hafa náð borginni Palmyra í Sýrlandi á sitt vald eftir harða bardaga við stjórn­ arher Sýrlands á síðustu dögum. Pal­ myra er á heimsminjaskrá UNESCO, mennta­, vísinda­ og menningar­ stofnunar Sameinuðu þjóðanna, og hafa menn nú áhyggjur af því að liðs­ menn ISIS muni eyðileggja ómetan­ legar fornminjar í borginni. Frá þessu er greint á vef BBC en þar segir að borgin hafi þegar orðið fyrir miklum skemmdum í sprengjuárás­ um frá báðum aðilum. Borgin Palmyra er forn eyði­ merkurborg í norðurhluta Sýrlands og hafa bardagar geisað þar í rúma viku. Samkvæmt frétt BBC hefur austur­ hluti borgarinnar orðið verst úti í átök­ unum en stærstur hluti fornminjanna, sem eru á skrá UNESCO, er í suður­ hluta borgarinnar. Irina Bokova, yfirmaður UNESCO, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hún segist vera mjög áhyggjufull yfir ástandinu og óttast að ómetanlegar fornminjar kunni að glatast í átökun­ um. n johannskuli@dv.is Mynd SkjÁSkot/BBc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.