Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 61
Fólk 61Helgarblað 22.–26. maí 2015 Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. S igurvin „Fíllinn“ Jónsson, uppistandari og fyndnasti maður Íslands árið 2002, er að safna áheitum fyrir Neistann. Hann ætlar sér að komast í svo- kallaða „slim fit“-skyrtu, sem vinur hans Jón Ragnarsson í versluninni Joe's á Akureyri gaf honum, áður en fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í desember. Hættur í bjórnum „Ég varð fimmtugur 8. maí og datt í hug að gera eitthvað skemmti- legt úr því. Ég átti systur sem dó úr hjartagalla þegar hún var tveggja ára og langaði að gera þetta í minn- ingu hennar,“ segir Sigurvin, sem býst við að hann þurfi að missa tólf kíló til að komast í skyrtuna. „Ég er hættur í bjórnum en maður fær sér kannski einhverja kokteila á Fiski- daginn.“ Alltaf aftastur í zumba Hann ætlar einnig að hreyfa sig meira. „Ég fékk hjól í afmælisgjöf og fyrsta hjólaferðin var 30 kíló- metrar. Það var kannski alveg í það mesta. Ég gat ekki gengið í tvo daga á eftir. Svo ætla ég að dansa zumba með stelpunum. Það er bara út frá fagurfræðilegu sjónarmiði. Ég er alltaf aftastur í röðinni. Það er lang- skemmtilegasta útsýnið þaðan.“ Þarf að geta alið börnin upp Sigurvin hefur glímt við sykursýki og segir að allt framangreint eigi eftir að hjálpa honum að breyta lífi sínu til hins betra. Hann er fimm barna faðir, auk þess sem þriðja afabarnið er á leiðinni og hefur því í nógu að snúast á heimilinu. „Maður þarf að geta alið börnin sín upp. Það þýðir ekkert að detta nið- ur dauður einn daginn. Ég er oft búinn að reyna að gera svona lagað síðustu ár. Það hefur gengið ágæt- lega til að byrja með en svo hefur það klikkað. Núna ákvað ég að setja meiri pressu á sjálfan mig. Ég er keppnismaður og ætla mér að ná þessu og láta gott af mér leiða í leiðinni.“ Hjólar 140 kílómetra Á afmælisdegi systur sinnar, 17. júní, ætlar hann að hjóla frá Akur- eyri yfir í Svarfaðardal þar sem hann ætlar að heimsækja hana í kirkjugarðinn. „Ég ætla helst að hjóla til baka aftur. Þetta verður 140 kílómetra rúntur,“ segir Sigurvin og er hvergi banginn. Hægt er að heita á hann á slóðinni www.facebook.com/fil- innslimfit2015. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Það þýðir ekkert að detta niður dauður einn daginn. Reynir að komast í skyrtuna fyrir jól Sigurvin „Fíllinn“ Jónsson safnar áheitum í minningu systur sinnar Sigurvin í skyrtunni Ætlar sér að geta hneppt skyrtunni í desember. „Fíllinn" í tölum Hæð: 174 cm Þyngd: 99 kg Brjóst: 108 cm Mitti: 109 cm Fituprósenta: 34% BMI-stuðull: 32.8 J ón Jónsson mætir til Vest- mannaeyja um verslunar- mannahelgina og tekur þátt í Þjóð hátíð annað árið í röð. Hann hefur verið staðfestur sem skemmti- kraftur ásamt hljómsveitinni Buff. Fótboltakappinn átti Þjóðhátíðar- lagið í fyrra, Ljúft að vera til, sem náði miklum vinsældum. Sálin á aftur á móti Þjóðhátíðarlagið í ár. Buff mun spila á sunnudags- kvöldinu ásamt Eyþóri Inga, Páli Óskari, Sverri Bergmann og Ágústu Evu. Á meðal annarra flytjenda sem hafa boðað komu sína á Þjóðhátíð eru Bubbi&Dimma, Nýdönsk, FM Belfast, Land og Synir og Sóldögg. Einnig stíga á svið Maus og Júníus Meyvant, auk þess sem Ingó sér um brekkusönginn. n Jón Jónsson spilar á Þjóðhátíð Treður upp annað árið í röð í Eyjum Jón Jónsson Jón spilar aftur á Þjóðhátíð í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.