Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 33
Helgarblað 22.–26. maí 2015 Fólk Viðtal 33 „ég gleymdi sársaukanum á sviðinu“ upp á leiðinni. Svo er bransinn í dag allt öðruvísi en hann var þá,“ segir Jóhanna Guðrún og vísar í hnignun plötufyrirtækjanna með auknu að- gengi tónlistar á netinu. „Plötufyrir- tækin skipta miklu minna máli í dag. Maður gerir þetta bara sjálfur. Það er eiginlega meira vit í dag að gefa út eitt og eitt lag frekar en heila plötu.“ Ævintýri Jóhönnu Guðrúnar í Ameríku gekk ekki upp, en hún vill ekki meina að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum vegna þess. Hún sóttist ekki eftir heimsfrægð og fyrir henni snerist söngurinn um miklu meira en það. „Það hefur aldrei verið að- alatriðið í mínum huga. Aðalatriðið er að ég geti lifað af því að vera tón- listarmaður, sem ég hef getað, og er rosalega þakklát fyrir það. Allt ann- að er bara bónus. En miðað við að ég er bara 24 ára hef ég náð mjög góð- um árangri og fengið fullt af flottum tækifærum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Töfraaugnablik skiptir máli Eitt tækifæranna fólst í því að taka þátt í Eurovison fyrir Íslands hönd árið 2009, þá aðeins 18 ára gömul. Það var stærsta verkefnið sem hún hafði staðið frammi fyrir í söngnum á þeim tíma. Að syngja fyrir fram- an 75 þúsund manns í tónleikahöll- inni í Moskvu, þar sem keppnin var haldin, og 180 milljónir manna á sjónvarpsskjánum. Eurovision-veð- bankar höfðu spáð laginu Is it true? þokkalegu gengi í keppninni, en það þótti þó ekki sigurstranglegt. Sjálf reyndi hún að spá lítið í mögulegt gengi lagsins og skoðaði ekki um- fjöllun á netinu. En það kitlaði hana þó að starfsmenn tónlistarhallarinn- ar voru búnir að veðja á að Ísland yrði í fyrsta sæti. „Ég kúplaði mig svolítið út af netinu og einbeitti mér bara að því að vera í vinnunni, en það getur allt gerst í þessari keppni, ég lærði það. Árið sem ég keppti tóku til dæmis nokkrir tónlistarmenn þátt sem voru mjög þekktir í heimalöndum sínum – stórum löndum – og nágranna- löndin þekktu vel til þeirra, en þeim gekk ekkert vel í keppninni. Ég sá hvað það skipti litlu máli hver mað- ur var. Við komum frá litla Íslandi og vorum að gera þetta fyrir mjög lítinn pening, enda enginn peningur til á þessum tíma, og lentum í öðru sæti. Það er allt hægt. Það fer bara eftir því hver á töfraaugnablikið á úrslita- kvöldinu.“ Hefur aldrei drukkið áfengi Íslenski Eurovision-hópurinn var úti í Moskvu í tvær vikur og Jó- hanna Guðrún viðurkennir að það hafi verið ansi strembið, enda stíf dagskrá alla daga. Þó vissulega hafi þetta verið mikil upplifun. „Þetta var rosaleg keyrsla og ég var alveg búin á því eftir þessar tvær vikur. En eftir Ameríkuævintýrið var ég auðvitað orðin vön pressu. Ég var vön því að þurfa að standa mig og gera hlutina vel. Það hafði undirbúið mig mikið fyrir þessa keppni. Ég var líka með frábært fólk með mér úti. En það er engu að síður rosalegt álag að taka þátt í svona keppni, ef maður ætlar að gera það vel.“ Í tengslum við keppnina eru mörg partí og mikið um skemmtana- hald, enda er Eurovision- samfélagið þekkt fyrir mikla gleði. Jóhanna Guðrún tók hins vegar ekki þátt í partístandinu. Hún einbeitti sér að því sem skipti máli. „Ég reyndi alltaf að kúpla mig út um leið og ég gat, bara til að hvíla mig. Ég gerði allt sem ég þurfti að gera, svo fór ég bara að sofa. Ég hef aldrei drukkið áfengi og var því ekki að því þarna úti, enda hefði það ekki verið í boði fyrir mig. En aðrir úr hópnum, sem höfðu ekki sama hlutverk og ég, gátu farið á Euro klúbbinn og djammað aðeins, sem var geggjað fyrir þau. Söngvar- inn má aldrei gera það.“ Tengsl mynduð yfir áfengi Jóhanna Guðrún segist lítið hafa spáð í það hvort það hái henni í bransanum að drekka ekki, en hún sé vissulega í minnihlutahópi hvað þetta varðar. „Fólk myndar oft góð tengsl og kynnist betur þegar það fær sér bjór saman, þannig að ein- hverju leyti háir það mér kannski. Ég hef samt ekki ekki spáð mikið í það og ætla mér ekki að gera það. Ég tek yfirleitt ekki þátt í því að kíkja á djammið eftir „gigg“ og missi af þeim kafla. En við þær aðstæður eru gjarnan mynduð tengsl. Karlmenn gera það sérstaklega þannig. En það er allt í góðu mín vegna og ég missi þá bara af því,“ segir Jóhanna Guð- rún hreinskilin. Hún segist einstöku sinnum kíkja með, en endist yfir- leitt ekki lengi. „Þegar fólk er komið á aðra bylgjulengd og ég, þá kem ég mér heim,“ bætir hún kímin við. Og segist annars lítið spá í það hvernig annað fólk notar áfengi. Álag að vera barnastjarna Jóhanna Guðrún þjáist af liðagigt og hefur gert frá því að hún var átta ára. Hún segir þá staðreynd líklega hafa haft áhrif á ákvörðun sína að byrja ekki að drekka áfengi, þó frekar ómeðvituð áhrif en hitt. „Ég tók bara þessa ákvörðun þegar ég var yngri. Þegar vinkonur mínar voru að byrja að drekka þá var ég bara í Ameríku á plötusamningi. Ég var undir mjög mikilli pressu miðað við aldur og var upptekin af því sem ég var að gera. Ég hafði ekki tíma til að drekka.“ Aðspurð hvort hún telji að hún hafi verið undir of miklu álagi, jafn ung og raun bar vitni, svarar hún neitandi – en hikandi þó. „Ég réði alveg við pressuna. En eftir á að hyggja þá var þetta líklega ekki heil- brigð pressa fyrir krakka og ungling. Það voru gerðar miklar kröfur til mín miðað við aldur. En ég fékk fullt af tækifærum. Það að fara út svona ung hefur gert mér kleift að vera skrefinu framar en margir aðrir sem eru að byrja að koma sér á framfæri í bransanum á mínum aldri. Það er ákveðin blessun. Þetta hefur sína kosti og galla.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jó- hanna Guðrún þroskað viðhorf til lífsins. Þótt plötusamningurinn hafi ekki skilað henni heimsfrægð þá öðlaðist hún dýrmæta reynslu sem nýtist henni vel í öllu sem hún gerir. Barnastjarnan hefur þroskast í unga og jarðbundna konu. Það er óhætt að segja að hún hafi farið vel með hæfileikana sem hún er gædd. Jóhanna Guðrún segir það hafa skipt miklu máli hve vel var haldið utan um hana í Ameríkuævintýr- inu. „Það var hugsað mjög vel um mig. Foreldrar mínir voru vel inni í því sem ég var að gera og pössuðu að mér liði vel. Og bræður mínir líka. Þau pössuðu öll að það væri ekkert rugl í gangi og það skipti öllu máli. Maður gerir þetta ekki einn, sérstaklega ekki svona ungur. Ef ég hefði átt foreldra sem hefðu lítið spáð í það sem ég var að gera, þá hefði þetta getað farið illa með mig. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir alla, en ég þoldi þetta, undir þessum kringumstæðum.“ Mikið áreiti eftir Eurovision Fyrsta plata Jóhönnu Guðrúnar var mjög vinsæl hjá ungu kynslóðinni og allir vissu hver þessi ljóshærða stelpa með englaröddina var. Hún viðurkennir að áreitið hafi verið töluvert fyrst eftir að hún varð þekkt. „Það var svolítið áreiti í skólanum fyrst, en svo minnkaði það. Ég var algjör frekja sjálf og lét aldrei vaða yfir mig. Svo átti ég góðar vinkon- ur og eldri bróðir minn í skólanum fylgdist með mér án þess að ég vissi. Ég held að ég hefði örugglega get- að lent í einelti ef ég hefði verið lítil í mér og farið að gráta, en ég sló frá mér og krakkarnir sáu að það virk- aði ekkert að atast í mér.“ Áreitið var líka töluvert úti á götu, en það var langmest eftir að hún kom heim úr Eurovision. Henni varð eigin lega nóg um. „Það var erfitt að fara út í búð eða í sund, það var eigin- lega ekki hægt. Fólk kallaði á eftir mér og var mjög upptekið af því hvað ég var að gera. Ég lendi stundum ennþá í þessu,“ viðurkennir hún. Aðspurð segir hún fólk þó sjaldan vera með leiðindi eða dónaskap. „Margir eru einlægir, hafa fylgst með mér og fíla tónlistina. En svo eru aðrir sem kalla á eftir mér, sérstaklega unglingar, og enn aðrir sem vilja bara spjalla.“ Jóhanna Guðrún segir það vissu- lega hafa áhrif á einkalífið að vera þekkt andlit og hún sé til dæmis alltaf meðvituð um að vera vel til fara þegar hún fer út úr húsi. „Ég fer ekkert í Kringluna í jogginggall- anum. Þá fer fólk strax að tala um hvað ég sé drusluleg,“ segir hún og breytir röddinni til að leggja áherslu á hve kjánalegt það er engu að síður. „ Maður er svolítið í áhættuhópi þegar kemur að slúðri. Það er bara þannig þegar maður er í þessum geira.“ Hún hefur oft heyrt slúðrað um sig sjálfa og fólk hefur reynt að þræta við vinkon- ur hennar um eitthvað sem hún „Það hefði samt verið hægt að vinna betur úr árangrinum Kom á óvart Jóhanna Guðrún bjóst ekki við að ná öðru sæti í Eurovision og segir að eflaust hefði mátt vinna betur úr árangrinum ef hún hefði verið betur undirbúin. Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.