Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 22.–26. maí 201538 Neytendur H elsti vefurinn til að leita eft- ir upplýsingum um sum- arnámskeið barna og unglinga, er fristund.is. Vefurinn er góðra gjalda verður til þess að átta sig á öllum valkostunum en erfiðara er að átta sig á nákvæmum dagsetningum og verði. „Umfangið er einfaldlega allt of mikið,“ segir skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundasviðs. Það er því talsvert puð fyrir foreldra að átta sig á hvaða námskeið henti þeirra skipulagi og fjárhag. DV fer yfir þrjá valkosti sem í boði eru; sumarbúð- ir, íþróttaskóla og sumarfrístunda- heimili, en fleiri valkostum verður velt upp í næstu viku. Ef ætlunin er að skrá barnið í sumarnámskeið þá er ekki seinna vænna að hefjast handa ef tryggja á pláss. Flest námskeiðin eru með fjöldatakmarkanir og í mörgum til- vikum komast því færri að en vilja. Úrval námskeiða sem er í boði er gríðarlegt. Stutt leit á frístunda- vef Reykjavíkurborgar leiðir í ljós að rúmlega 200 mismunandi nám- skeið eru í boði í júlí fyrir börn og unglinga. Verð og tími dags sem er í boði er einnig mjög mismunandi og því er stundum dálítið púsluspil að setja saman dagskrá. Flest íþróttafé- lögin bjóða upp á heilan dag í viku eða tvær stundir í senn en einnig er algengt að hálfir dagar séu í boði. Einnig þekkist að bjóða upp á nám- skeið sem eru aðeins um klukku- stund. Hægt er að nálgast fjölmörg námskeið á vefnum Frístund.is sem íþrótta- og tómstundasvið Reykja- víkurborgar heldur úti. Þar er hægt að velja námskeið eftir áhugasviði og valkostirnir eru mjög fjölbreytt- ir, allt frá knattspyrnu til sjálfstyrk- ingarnámskeiða. Einnig er vel að verki staðið í að gefa íþrótta- og áhugamannafélögum í nágranna- bæjarfélögum kost á að auglýsa sín námskeið á vefnum. Ljóður á góðum vef Fristund.is er að mörgu leyti góð- ur vefur en sökum umfangsins er mikilvæg upplýsingagjöf einfald- lega óaðgengileg. Í fyrsta lagi vantar verð, eða mögulega verðbil, á nán- ast allar auglýsingar sem þar er að finna. Foreldrar þurfa því að prjóna sig áfram í gegnum hverja auglýs- ingu og inn á undirliggjandi vefsíður íþróttafélaga og leita þar eftir verði. Enn stærra atriði eru nákvæmar dagsetningar innan mánaðarins. Á fristund.is er aðeins hægt að leita eftir tilteknum mánuði og þá koma upp öll möguleg námskeið. Hins vegar er ekki hægt að leita eftir til- tekinni viku. Flestir foreldrar eru að brúa nokkrar vikur yfir sumarið og því er bagalegt að ekki sé hægt að leita nákvæmlega eftir því hvað sé í boði í tiltekinni viku. „Umfangið er einfaldlega of mikið“ „Öll félögin fá uppskrift að því hvaða grundvallarupplýsingar þarf að setja á vefinn. Námskeiðin eru mislöng og það er algjörlega óvinnandi veg- ur fyrir okkur sem rekstraraðila þessa vefjar að vera með þessar upplýsingar um verð og nákvæmar tímasetningar inni í fyrsta viðmóti vefjarins. Umfangið er einfaldlega allt of mikið,“ segir Gísli Árni Egg- ertsson, sviðsstjóri íþrótta- og tóm- stundasviðs. Hann segir að flest félög séu með einfaldar og aðgengi- legar upplýsingar á bak við auglýs- ingarnar en tekur undir að sumt sé ekki jafn gott. „Framtíðarmúsíkin er sú að félög beri ábyrgð á sínum síð- um sjálf en þar til við tryggjum að allir séu meðvitaðir um hvað þurfi að koma fram þá sjáum við um að setja upplýsingarnar inn.“ Skoðum þrjá valkosti sem eru í boði. Frístundaheimilin með dagskrá í allt sumar Sumarfrístund frístundaheimil- anna er valkostur sem fjölmargir nýta sér. Í Reykjavík segir í auglýs- ingu að boðið sé upp á vettvangs- ferðir, sund, siglingar, fjöruferðir og ótalmargt fleira. Kostnaður við fimm daga viku, er 8.210 krónur fyr- ir vistun frá 9–16, en að auki kostar auka klukkustund 2.390 krónur. Í Hafnarfirði bjóða frístundaheimilin upp á íþrótta- og leikjanámskeið og kostar vikan 8.200 krónur og ekkert gjald er tekið fyrir aukaklukkustund. Íþróttaskólarnir með umfangs- mikið starf Íþróttaskólarnir bjóða upp á hagstætt verð og eru því góð- ur kostur fyrir foreldra. Þar er fjöl- breytt dagskrá í boði heilan og hálfan dag, frá 9–16 og í sumum til- vikum er boðið upp á heitan mat í hádeginu. Einnig er í flestum til- vikum gæsla í boði milli 8–9 og 16– 17. Á námskeiðunum fá börnin að kynnast fjölmörgum íþróttagrein- um og leikjum en einnig er í boði að einbeita sér að einni íþrótt, til dæmis knattspyrnu eða handbolta en oftast er innheimt aukagjald fyr- ir það. Vert er að vekja athygli á fyrir- komulaginu hjá Breiðabliki en þar er hægt að velja körfubolta, kar- ate og ævintýranámskeið fyrir há- degi og eftir hádegi er knattspyrna, frjálsar íþróttir og skák í boði. Stjarnan, ÍR og Fram eru með íþróttaskóla á mjög svipuðu verði eða í kringum 17.000 krónur fyrir tvær heilar vikur. Breiðablik og Val- ur eru dýrari en munurinn er sá að innifalinn í verðinu er heitur matur í hádeginu sem þýðir einfaldlega að máltíðin er á 1.200–1.300 krón- ur daglega. Sumarbúðir sívinsælar Sumarbúðir eru sívinsæll valkostur en þá dvelja börnin í heila viku við leik og störf. Sumarbúðir skáta eru einn slíkur valkostur en þar kostar vikan 39.500. Þar er innifalin rút- uferð fram og til baka og fullt fæði. Sumarbúðir KFUM og KFUK eru einnig starfræktar í allt sumar. Sex dagar í Vindáshlíð kosta 42.900 krónur en í Vatnaskógi kostar jafn löng dvöl 47.900. „Skráningar ganga afar vel,“ sagði Þorsteinn Arnórs- son, fjármálastjóri KFUM og KFUK. „Í fyrra var metár hjá okkur og það stefnir í að árið í ár verði svipað. Til að mynda eru skráningar í Vind- áshlíð orðnar yfir 70 prósentum,“ sagði Þorsteinn. Fyrir nokkrum árum hófu samtökin að bjóða upp á sumarbúðir sem voru sérstaklega fyrir krakka með ADHD og skyld- ar raskanir. „Við erum með gaura- flokk í Vatnaskógi og stelpur í stuði í Kaldárseli. Hvort tveggja hefur mælst afar vel fyrir enda reynum við að láta búðirnar aðlagast börnunum en ekki láta þau aðlagast einhverj- um fyrirfram skilgreindum búðum,“ sagði Þorsteinn. n Ekinn aðeins 19 þús km. - Uppgefin eyðsla er 8,4 L í blönduðum akstri. - Bíll sem tekur 7 fullorðna Sæti fellanleg niður í gólf ( Stow and Go ) Hliðarhurðir á báðum hliðum - Álfelgur Tölvustýrð miðstöð - ofl. Lækkað verð: 5.990 þús. Chrysler Voyager Diesel 3/ 2011 ← Fjölmargt í boði fyrir börn í sumar n Sumarbúðir, íþróttaskólar og sumarfrístund Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sumarbúðir í Borg Þetta er 28. starfsár íþrótta- og leikjanámskeiðsins vinsæla. Auk þess halda meðal annars Fram, Breiðablik, Stjarnan og ÍR umfangsmikil heilsdagsnám- skeið yfir sumartímann. Sumarbúðir KFUM og KFUK Vikan í Vatnaskógi kostar 47.900 krónur en vikan í Vindáshlíð kostar 42.900 krónur. Sumarnámskeið frístundaheimil- anna Vikan kostar 8.200 krónur í Reykjavík og verðið í Hafnarfirði er sambærilegt. Hægt er að vera heilan og hálfan dag. Skjáskot af fristund.is Í fyrsta viðmóti er ekki hægt að sjá vísbendingar um verð eða nákvæmar dagsetningar í júlímánuði. Til þess þarf að fara inn í hverja auglýsingu og þaðan inn á heimasíður tiltekinna félaga. Yfirleitt eru upplýsingarnar vel framsettar þar en þó er allur gangur á því. Íþróttaskólar Íþróttaskóli Stjörnunnar: Kl. 9–16, tvær vikur á 16.600 krónur. Matur ekki innifalinn. Íþróttaskóli Fram: Kl. 9–16, tvær vikur á 17.000 krónur. Matur ekki innifalinn. ÍR: Kl. 8–17. Tvær vikur á 17.000 krónur, matur ekki innifalinn. Sumarnámskeið Breiðabliks: Kl. 9–16. Tvær vikur á 29.000 krónur, heitur matur innifalinn. Sumarbúðir í Borg, Valur: Kl. 9–16. Tvær vikur á 30.000 krónur, heitur matur innifalinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.