Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Síða 38
Helgarblað 22.–26. maí 201538 Neytendur H elsti vefurinn til að leita eft- ir upplýsingum um sum- arnámskeið barna og unglinga, er fristund.is. Vefurinn er góðra gjalda verður til þess að átta sig á öllum valkostunum en erfiðara er að átta sig á nákvæmum dagsetningum og verði. „Umfangið er einfaldlega allt of mikið,“ segir skrifstofustjóri íþrótta- og tómstundasviðs. Það er því talsvert puð fyrir foreldra að átta sig á hvaða námskeið henti þeirra skipulagi og fjárhag. DV fer yfir þrjá valkosti sem í boði eru; sumarbúð- ir, íþróttaskóla og sumarfrístunda- heimili, en fleiri valkostum verður velt upp í næstu viku. Ef ætlunin er að skrá barnið í sumarnámskeið þá er ekki seinna vænna að hefjast handa ef tryggja á pláss. Flest námskeiðin eru með fjöldatakmarkanir og í mörgum til- vikum komast því færri að en vilja. Úrval námskeiða sem er í boði er gríðarlegt. Stutt leit á frístunda- vef Reykjavíkurborgar leiðir í ljós að rúmlega 200 mismunandi nám- skeið eru í boði í júlí fyrir börn og unglinga. Verð og tími dags sem er í boði er einnig mjög mismunandi og því er stundum dálítið púsluspil að setja saman dagskrá. Flest íþróttafé- lögin bjóða upp á heilan dag í viku eða tvær stundir í senn en einnig er algengt að hálfir dagar séu í boði. Einnig þekkist að bjóða upp á nám- skeið sem eru aðeins um klukku- stund. Hægt er að nálgast fjölmörg námskeið á vefnum Frístund.is sem íþrótta- og tómstundasvið Reykja- víkurborgar heldur úti. Þar er hægt að velja námskeið eftir áhugasviði og valkostirnir eru mjög fjölbreytt- ir, allt frá knattspyrnu til sjálfstyrk- ingarnámskeiða. Einnig er vel að verki staðið í að gefa íþrótta- og áhugamannafélögum í nágranna- bæjarfélögum kost á að auglýsa sín námskeið á vefnum. Ljóður á góðum vef Fristund.is er að mörgu leyti góð- ur vefur en sökum umfangsins er mikilvæg upplýsingagjöf einfald- lega óaðgengileg. Í fyrsta lagi vantar verð, eða mögulega verðbil, á nán- ast allar auglýsingar sem þar er að finna. Foreldrar þurfa því að prjóna sig áfram í gegnum hverja auglýs- ingu og inn á undirliggjandi vefsíður íþróttafélaga og leita þar eftir verði. Enn stærra atriði eru nákvæmar dagsetningar innan mánaðarins. Á fristund.is er aðeins hægt að leita eftir tilteknum mánuði og þá koma upp öll möguleg námskeið. Hins vegar er ekki hægt að leita eftir til- tekinni viku. Flestir foreldrar eru að brúa nokkrar vikur yfir sumarið og því er bagalegt að ekki sé hægt að leita nákvæmlega eftir því hvað sé í boði í tiltekinni viku. „Umfangið er einfaldlega of mikið“ „Öll félögin fá uppskrift að því hvaða grundvallarupplýsingar þarf að setja á vefinn. Námskeiðin eru mislöng og það er algjörlega óvinnandi veg- ur fyrir okkur sem rekstraraðila þessa vefjar að vera með þessar upplýsingar um verð og nákvæmar tímasetningar inni í fyrsta viðmóti vefjarins. Umfangið er einfaldlega allt of mikið,“ segir Gísli Árni Egg- ertsson, sviðsstjóri íþrótta- og tóm- stundasviðs. Hann segir að flest félög séu með einfaldar og aðgengi- legar upplýsingar á bak við auglýs- ingarnar en tekur undir að sumt sé ekki jafn gott. „Framtíðarmúsíkin er sú að félög beri ábyrgð á sínum síð- um sjálf en þar til við tryggjum að allir séu meðvitaðir um hvað þurfi að koma fram þá sjáum við um að setja upplýsingarnar inn.“ Skoðum þrjá valkosti sem eru í boði. Frístundaheimilin með dagskrá í allt sumar Sumarfrístund frístundaheimil- anna er valkostur sem fjölmargir nýta sér. Í Reykjavík segir í auglýs- ingu að boðið sé upp á vettvangs- ferðir, sund, siglingar, fjöruferðir og ótalmargt fleira. Kostnaður við fimm daga viku, er 8.210 krónur fyr- ir vistun frá 9–16, en að auki kostar auka klukkustund 2.390 krónur. Í Hafnarfirði bjóða frístundaheimilin upp á íþrótta- og leikjanámskeið og kostar vikan 8.200 krónur og ekkert gjald er tekið fyrir aukaklukkustund. Íþróttaskólarnir með umfangs- mikið starf Íþróttaskólarnir bjóða upp á hagstætt verð og eru því góð- ur kostur fyrir foreldra. Þar er fjöl- breytt dagskrá í boði heilan og hálfan dag, frá 9–16 og í sumum til- vikum er boðið upp á heitan mat í hádeginu. Einnig er í flestum til- vikum gæsla í boði milli 8–9 og 16– 17. Á námskeiðunum fá börnin að kynnast fjölmörgum íþróttagrein- um og leikjum en einnig er í boði að einbeita sér að einni íþrótt, til dæmis knattspyrnu eða handbolta en oftast er innheimt aukagjald fyr- ir það. Vert er að vekja athygli á fyrir- komulaginu hjá Breiðabliki en þar er hægt að velja körfubolta, kar- ate og ævintýranámskeið fyrir há- degi og eftir hádegi er knattspyrna, frjálsar íþróttir og skák í boði. Stjarnan, ÍR og Fram eru með íþróttaskóla á mjög svipuðu verði eða í kringum 17.000 krónur fyrir tvær heilar vikur. Breiðablik og Val- ur eru dýrari en munurinn er sá að innifalinn í verðinu er heitur matur í hádeginu sem þýðir einfaldlega að máltíðin er á 1.200–1.300 krón- ur daglega. Sumarbúðir sívinsælar Sumarbúðir eru sívinsæll valkostur en þá dvelja börnin í heila viku við leik og störf. Sumarbúðir skáta eru einn slíkur valkostur en þar kostar vikan 39.500. Þar er innifalin rút- uferð fram og til baka og fullt fæði. Sumarbúðir KFUM og KFUK eru einnig starfræktar í allt sumar. Sex dagar í Vindáshlíð kosta 42.900 krónur en í Vatnaskógi kostar jafn löng dvöl 47.900. „Skráningar ganga afar vel,“ sagði Þorsteinn Arnórs- son, fjármálastjóri KFUM og KFUK. „Í fyrra var metár hjá okkur og það stefnir í að árið í ár verði svipað. Til að mynda eru skráningar í Vind- áshlíð orðnar yfir 70 prósentum,“ sagði Þorsteinn. Fyrir nokkrum árum hófu samtökin að bjóða upp á sumarbúðir sem voru sérstaklega fyrir krakka með ADHD og skyld- ar raskanir. „Við erum með gaura- flokk í Vatnaskógi og stelpur í stuði í Kaldárseli. Hvort tveggja hefur mælst afar vel fyrir enda reynum við að láta búðirnar aðlagast börnunum en ekki láta þau aðlagast einhverj- um fyrirfram skilgreindum búðum,“ sagði Þorsteinn. n Ekinn aðeins 19 þús km. - Uppgefin eyðsla er 8,4 L í blönduðum akstri. - Bíll sem tekur 7 fullorðna Sæti fellanleg niður í gólf ( Stow and Go ) Hliðarhurðir á báðum hliðum - Álfelgur Tölvustýrð miðstöð - ofl. Lækkað verð: 5.990 þús. Chrysler Voyager Diesel 3/ 2011 ← Fjölmargt í boði fyrir börn í sumar n Sumarbúðir, íþróttaskólar og sumarfrístund Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sumarbúðir í Borg Þetta er 28. starfsár íþrótta- og leikjanámskeiðsins vinsæla. Auk þess halda meðal annars Fram, Breiðablik, Stjarnan og ÍR umfangsmikil heilsdagsnám- skeið yfir sumartímann. Sumarbúðir KFUM og KFUK Vikan í Vatnaskógi kostar 47.900 krónur en vikan í Vindáshlíð kostar 42.900 krónur. Sumarnámskeið frístundaheimil- anna Vikan kostar 8.200 krónur í Reykjavík og verðið í Hafnarfirði er sambærilegt. Hægt er að vera heilan og hálfan dag. Skjáskot af fristund.is Í fyrsta viðmóti er ekki hægt að sjá vísbendingar um verð eða nákvæmar dagsetningar í júlímánuði. Til þess þarf að fara inn í hverja auglýsingu og þaðan inn á heimasíður tiltekinna félaga. Yfirleitt eru upplýsingarnar vel framsettar þar en þó er allur gangur á því. Íþróttaskólar Íþróttaskóli Stjörnunnar: Kl. 9–16, tvær vikur á 16.600 krónur. Matur ekki innifalinn. Íþróttaskóli Fram: Kl. 9–16, tvær vikur á 17.000 krónur. Matur ekki innifalinn. ÍR: Kl. 8–17. Tvær vikur á 17.000 krónur, matur ekki innifalinn. Sumarnámskeið Breiðabliks: Kl. 9–16. Tvær vikur á 29.000 krónur, heitur matur innifalinn. Sumarbúðir í Borg, Valur: Kl. 9–16. Tvær vikur á 30.000 krónur, heitur matur innifalinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.