Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 22.–26. maí 2015 „Ég var alltaf að leika mér að lífinu“ Fékk að búa hjá fíkli Þegar hún varð eldri og ástandið alvarlegra var velvildin af skornum skammti hjá vinum og fjölskyldu. Hún kynntist mun eldri konu, Fjólu, fíkli sem leyfði Andreu að búa hjá sér og kenndi henni að stela og komast af í hörðum heimi fíknar. „Við vorum góðar vinkonur og ég fékk að búa hjá henni. Hún hugsaði um mig. Hún sprautaði mig og rændi með mér í búðunum. Hjálpaði mér að stela og kenndi mér þetta. Hún var mjög góð við mig fyrst og ég meira að segja byrjaði að kalla hana mömmu í þessu neyslurugli. Ég á samt bara eina mömmu, en ég var bara svona firrt. Þetta var algjörlega fáránlegt,“ segir hún. Þegar þær voru saman í neyslu fékk Fjóla gjarnan gefins fíkniefni hjá Andreu, en þegar því var öfugt farið fylgdu háar skuldir. „Svo þegar henni hentaði þá stakk hún mig í bakið og sveik. Ég var til dæmis alltaf með litlar dag­ bækur, þegar ég var í neyslu. Ég var kannski út úr rugluð en alltaf að skrifa. Í einni þeirra geymdi ég banka upplýsingarnar mínar og einn daginn var síðan með þeim horf­ in úr bókinni,“ segir hún. Síðar stal Fjóla öllum peningum Andreu og lét millifæra þá á aðra konu til að reyna að fela slóð sína. „Það sem mér finnst allra verst og sorglegast er að hún er enn að. Hún er rosalega veik,“ segir Andrea. Jarðarfarirnar erfiðar Andrea á að baki langan afbrotaferil, tengdan fíkniefnum, þjófnaði, inn­ brotum og líkamsárásum og þá hef­ ur hún ítrekað verið tekin fyrir um­ ferðarlagabrot, en hefur samt sem áður aldrei fengið bílpróf. Hún hef­ ur fyrir vikið setið inni og afplánað dóma á Kvíabryggju, í Kvennafang­ elsinu í Kópavogi og á Vernd. Inn­ lagnirnar á Vog eru 26 og innlagnir á aðrar meðferðarstofnanir, til dæmis Stuðla, mun fleiri. Hún hefur einnig haft viðkomu í Krýsuvík, á Landspít­ alanum, Hlaðgerðarkoti og í Götu­ smiðjunni. Um tíma var hún heim­ ilislaus og dvaldi með mun eldri konum í Konukoti. Neysluvinirnir voru margir, en í gegnum tíðina hafa jarðarfarir vin­ anna líka verið margar. Síðasta var á fimmtudeginum áður en við töl­ um saman og stutt er síðan að náin vinkona hennar féll frá. „Við vor­ um saman sem unglingar í Götu­ smiðjunni. Þetta var mjög erfitt og sorglegt. Mér finnst erfitt að fara í þessar jarðarfarir, eðlilega. En ég er komin með smá skráp og ég veit að jarðarfarirnar verða fleiri. Það er í rauninni skrítið að fólk skuli ekki hafa mætt í mína jarðarför,“ segir hún og bætir því við að það sé raun­ ar næstum ótrúlegt. Aldrei tekið til baka „Ég var mikill gaur, ég gerði ótrú­ lega marga hluti sem ég sé svo eft­ ir en verða aldrei teknir til baka. Ég er þakklát fyrir það að ég stundaði aldrei vændi sjálf, en ég þarf að horf­ ast í augu við það, það sem eftir er, að í neyslurugli þá seldi ég vinkonu mína í vændi,“ segir Andrea. „Það er það ljótasta sem ég hef gert. Að selja vinkonu mína,“ segir hún. „Ég held að það sé ekki hægt að jafna sig á því í sálinni.“ Konan sem um ræðir og Andr­ ea bjuggu saman. Þær voru neyslu­ félagar og í harðri neyslu á þessum tíma. Þegar vinkonan þurfti á pen­ ingum að halda fyrir fíkniefnum og Andrea vildi ekki gefa henni þá, lagði hún það til að konan seldi sig og fengi þannig pening fyrir fíkni­ efnunum. „Ég kom því í kring, en hún hefur ekki talað við mig síðan þá. Ég veit ekkert hvað gerðist eft­ ir að ég yfirgaf herbergið,“ segir hún. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem ég gæti gert, sagt eða tekið til baka en ég held að það sé útilokað.“ Engin venjuleg neysla Þegar Andrea tók sig á fyrir tæpum tveimur árum var staðan grafalvar­ leg. „Ég fékk fimm blóðtappa við heilann og sýkingu í hjartað og lungun – allt út af neyslu. Mér var vart hugað líf og það er ótrúlegt að ég skyldi hafa lifað það af,“ segir hún. Andrea var heldur ekki í neinni venjulegri neyslu á þeim tíma. Segja má að veikindin hafi markað endalok neyslunnar og upphafið að nýju lífi, þó að það tæki sinn tíma. „Þetta var haustið 2011. Ég hafði komið út úr fangelsi í júlí um sum­ arið og féll strax niður í neyslu. Ég var að sprauta mig með morfíni og kókaíni á þessum tíma. Daginn sem ég veikist var ég í íbúð í Kópavogi og ég var að krókna úr kulda. Ég lét heitt vatn renna á hendurnar á mér og fór í sturtu en allt kom fyrir ekki, ég var al­ veg að frjósa. Ég ákvað að labba heim til ömmu minnar og afa sem bjuggu skammt frá. Þegar ég kom þangað voru þau ekki heima svo ég fór út í búð og stal mér einhverju að drekka. Ég labbaði aftur heim til þeirra og stuttu seinna sá ég þau koma að hús­ inu. Það var eiginlega alveg ótrúleg tilviljun því þau voru að koma frá út­ löndum,“ segir hún. Amma hennar fór með Andreu á sjúkrahús og linnti ekki látum fyrr en búið var að leggja hana inn á deild. Hún sá til þess að barnabarnið fékk alla þá þjónustu sem hún þurfti – hvort sem Andreu og heilbrigðis­ starfsmönnum líkaði betur eða verr. „Sem betur fer,“ segir Andrea. Eftir nokkra daga á sjúkrahús­ inu ágerðust veikindin. „Ég var að tína pöddur af mér og mér fannst eins og ég væri stöðugt að baða mig í glimmeri. Ég neitaði líka að borða,“ segir hún. Í kjölfarið var hún sett í ít­ arlegar rannsóknir. Sumar reyndust þrautin þyngri og Andrea streittist á móti læknunum. Líkami hennar svo illa farinn af neyslu að erfiðlega gekk að finna æðar sem hægt var að nota. „Amma var þarna og hélt utan um mig – og hélt mér niðri þegar þess þurfti,“ segir Andrea og réttir fram hendurnar til að sýna blaðamanni örin, sem eru vel sýnileg. Andrea rifjar upp að þegar hún fór eitt sinn í mænustungu hafi einn læknirinn haft á orði að mænuvökv­ inn væri eins og Ölfusá. Svo gruggug­ ur var hann. Andrea þurfti aðstoð við allt. Hún þurfti að fara í mikla endur­ hæfingu til að ná tökum á því að ganga á ný og gat hvorki þvegið sér né farið á klósettið óstudd. „Ég þurfti aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Í eitt skiptið þá pissaði ég hreinlega á mig, vegna þess að þær gátu ekki að­ stoðað mig strax og ég hafði gleymt að ég var alveg máttlaus í fótunum. Einhvern vegin tókst mér að vippa mér fram úr rúminu samt, þar sem ég endaði á gólfinu, alveg bjargar­ laus,“ segir hún. „Ótrúlegt en satt, stöðvaði þetta mig ekkert. Ég var í sex vikur á sjúkra­ húsinu og fór í kjölfarið í meðferð í Krýsuvík. Eftir fjóra daga þar hafði mér tekist að ljúga því að mömmu að mig vantaði smá pening fyrir gosi og hún lagði inn á mig fjögur þúsund kall. Fyrir það gat ég keypt mér tvær ritalín; var dottin í það og komin á götuna,“ segir hún. Nokkru síðar stóð hún svo frammi fyrir því að fíkniefnin voru hætt að skila sínu. „Öll fíkniefni voru hætt að virka fyrir mig – í alvörunni. Það skipti ekki máli hvort ég sprautaði mig, drakk, reykti, saug í nefið eða át þau. Það bara virkaði ekki. Ég hafði oft heyrt þetta, að fólk talaði um að fíkniefn­ in væru eins og að drekka vatn, en ég trúði því aldrei og hélt að fólkið væri bara að bulla,“ segir hún. „Og svo kom þetta í alvöru fyrir mig.“ Var barn í Götusmiðjunni Andrea var 24 ára þegar hún sneri við blaðinu. Nú einbeitir hún sér að því að byggja upp sjálfa sig og reyna að hjálpa öðrum sem eru í svipuðum sporum. Það gustar af henni og kraft­ urinn er mikill. Núna fer einbeitingin öll í að lifa lífinu, ekki bara lifa fyrir næsta skammt. Hún vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar og hún dregur ekkert úr þegar hún fer yfir málin. „Einu sinni var ég barn í meðferð í Götusmiðjunni, nú er ég starfsmað­ ur hennar,“ segir hún. Götusmiðj­ an var áður meðferðarheimili fyrir börn og unglinga en er nú neyðar­ skýli sem rekið er með ungmenni í huga, sérstaklega ungmenni sem hafa náð 18 ára aldri og hafa fyrir vik­ ið ekki lengur úr mörgum úrræðum að velja. Mörg hafa að auki brennt margar brýr að baki sér. Andrea seg­ ist reyna að mæta krökkunum á jafn­ ingja grundvelli. „Mér finnst ég hafa svo mikið að gefa og ég vona að þau skynji það. Ég veit svo vel hvernig er að vera í þess­ um sporum og hvað þau eru að ganga í gegnum. Ég skil þau – ég skil þau svo ótrúlega vel. Þegar ég sest niður með þessum krökkum þýðir ekkert fyrir þá að segja: Þú skilur þetta ekki. Ég skil, ég veit og ég get sett mig í þeirra spor. Ég veit nákvæmlega hvernig þeim líður,“ segir hún. Stefnir á bílprófið Nú eru það litlir áfangar sem skipta máli í lífi Andreu. Til dæmis að fá bíl­ próf og keyra loksins – löglega. „Ég hef ekki keyrt í tvö ár og ég ætla að sækja um náðun hjá forset­ anum. Ef það gengur allt upp þá tek ég bílprófið bara eins og allir hin­ ir,“ segir hún og brosir. Samskiptin við fjölskylduna eru öll á uppleið og hún segist njóta þess að eiga í eðli­ legum samskiptum við sína nán­ ustu. „Fyrsti maðurinn sem ég fór til og baðst afsökunar vegna hegðun­ ar minnar var afi minn,“ segir hún. „Amma mín og mamma mín eru mínar bestu vinkonur í dag og ég er svo þakklát fyrir þær. Þær hafa verið klettarnir mínir,“ segir hún. Starfið í Götusmiðjunni er henni allt. Þegar hún ræðir við ungmenni heldur hún athygli þeirra og seg­ ist sjá hversu mikil áhrif saga henn­ ar hefur á þau. En hún veit líka að hún er heppin og þarf að hafa fyr­ ir hlutunum. Það er ekki sjálfgef­ ið að ná tökum á lífinu á nýjan leik. „Ég var alltaf að leika mér að lífinu – sem er svo hrikalegt. Hugsaðu þér að gera sjálfri sér þetta,“ segir hún með eftirsjá. „Fyrir vikið er líka skrít­ ið að standa í þeim sporum að allt líf­ ið blasi við mér,“ segir hún en bætir við: „Lífið er betra hérna megin. Ég tek þetta samt alltaf bara einn dag í einu.“ n „Öll fíkniefni voru hætt að virka fyrir mig – í alvörunni „Hún hugsaði um mig. Hún spraut- aði mig og rændi með mér í búðunum. Hjálpaði mér að stela og kenndi mér þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.