Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 36
Helgarblað 22.–26. maí 201536 Fólk Viðtal É g held að þetta hafi alltaf átt að fara svona og að við höfum þurft að bíða svona lengi eftir honum því það hafi alltaf átt að vera hann sem átti að koma til okkar. Auðvitað hefðum við verið til í að þetta tæki styttri tíma en þetta var allt þess virði og ég vildi ekki breyta neinu. Eftir allt erfiðið erum við að uppskera núna,“ segir tónlistarmað- urinn og -kennarinn Heimir Ingi- marsson, en hann og eiginkona hans, Anna Rósa Friðriksdóttir, ættleiddu lítinn dreng frá Kína á dögunum. Sá litli, Breki Ingimar Chang Heimis- son, er tveggja ára en litla fjölskyld- an sameinaðist fyrir rúmum tveimur vikum. Hraustur mömmustrákur Hjónin höfðu lengi reynt að eignast barn en án árangurs. „Þetta hafði tek- ið dágóðan tíma og margar meðferð- ir. Við þoldum einfaldlega ekki meira og ákváðum að hefja ættleiðingarferli og vorum strax mjög sátt við það. Það ferli hefur styrkt okkur sem hjón og við höfum kynnst mörgu yndislegu fólki. Allt í einu er maður kominn inn í góðan vinahóp,“ segir Heim- ir en þau Anna Rósa héldu til Kína í byrjun mánaðarins, rúmum tveim- ur árum eftir að þau sóttu um ætt- leiðingu. „Þann 11. mars fengum við mynd af honum og það var al- veg ólýsanleg tilfinning. Við vor- um svo sátt og hamingjusöm með hann og okkur var í rauninni alveg sama hvort eitthvað væri að en hann fæddist með hjartagalla. Gleðin varð svo enn meiri þegar barnalæknirinn sagði að hann myndi ná sér að fullu. Þetta hefur gengið svo rosalega vel að það er eiginlega lyginni líkast. Hann fékk frábæra læknisskoðun og er hress og góður og tengdist mömmu sinni strax gríðarlega vel. Þetta er mömmustrákur – þótt við eigum líka okkar góðu stundir saman.“ Fannst úti á götu Heimir segir ólýsanlega tilfinningu að fá barnið sitt í fangið eftir svo langa bið. „Ég veit ekki hvernig ég ætti að lýsa því. Maður upplifði margs kon- ar tilfinningar, bæði gleði og svo að maður vorkenndi honum. Hann hef- ur upplifað ansi margt og þótt við værum í hamingjulosti vissum við ekkert hvað hann var að hugsa. Hann tók okkur samt ótrúlega vel,“ segir Heimir og útskýrir að Breki hafi verið mánaðar gamall þegar hann fannst úti á götu og að hann hafi dvalið á barnaheimili fyrstu mánuðina en síðar hjá fósturfjölskyldu. „Hann hef- ur greinilega fengið mikla örvun og góða umönnun á fósturheimilinu því hann hefur verið ótrúlega fljótur að aðlagast og er þroskaður miðað við aldur. Hann vill til dæmis alls ekki láta mata sig heldur borða sjálfur og ég er alveg viss um að hann verði kokkur eða bakari. Þetta er ákveðinn, ungur drengur sem veit nákvæmlega hvað hann vill.“ Tilfinningalegur rússíbani Heimir segir ófrjósemina ekki mik- ið feimnismál hjá þeim hjónum þótt vissulega sé málefnið afar persónu- legt. „Auðvitað var gríðarlegt áfall að komast að því að við gætum ekki eignast börn. Þetta hefur verið svakalegur rússíbani í mörg ár. Það hefur hins vegar hjálpað okkur að tala við fólk sem gengur í gegnum svipað ferli. Auðvitað hugsaði maður stundum af hverju þessi og hinn væri að eignast fullt af börnum og manni fannst við frekar eiga það skilið. En það þýðir ekkert að fara þá braut, það er ekkert í boði. Maður verður einfaldlega að einblína á markmið- ið. Mér tókst að samgleðjast fjöl- skyldu og vinum þegar þau eignuð- ust börn þótt tilhugsunin hafi alltaf verið hvað það væri nú gaman ef þetta tækist hjá okkur. Og hvað það verður gaman þegar þetta gerist. Það var alltaf peppið, að muna að þetta Tónlistarmanninn Heimi Ingimarsson og eiginkonu hans hafði lengi dreymt um að eignast barn. Sá draumur rættist fyrir tveimur vikum þegar hjónin ættleiddu tveggja ára dreng, Breka Ingimar Chang. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Heimi um barnleysið, ættleiðingarferlið, tónlistina, trúna á Guð og síðast en ekki síst soninn sem þau hjónin biðu svo lengi eftir. „Ég vildi ekki breyta neinu“ Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.