Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Blaðsíða 41
Helgarblað 22.–26. maí 2015 Skrýtið 41 Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Böðuðu sig í sviðsljósinu Það eru ekki bara stjörnurnar úti í hinum stóra heimi sem fá athygli fjölmiðla. Hinar ýmsu dýrategundir fá stundum að baða sig í sviðsljósinu og vekja uppá- tækin jafnan mikla athygli almennings. Chihuahua- hundur, vatnabuffall, hermannaselir, boltabíturinn Bobo og nýfæddur górilluungi fengu allir sína fimmt- án mínútna frægð á dögunum og virtust almennt séð sáttir við lífið og tilveruna. Í fangi móður sinnar Górilluungi fæddist á dögunum í dýragarðinum Taronga í Ástralíu. Hérna er hann í fangi móður sinnar Frala og virðist fara þar einkar vel um hann. Bolabítur á hjólabretti Fjögurra ára bolabítur, Bobo, rennir sér á hjólabretti fram hjá skrifstofufólki í viðskiptahverfi Singapúr. Eigandi hundsins, sem getur rennt sér á hjólabretti án nokkurrar aðstoðar, fór með hann í fjármálakerfið til að kynna nýtt og glæsilegt gæludýrahótel. Bóndi og vatnabuffall Bóndi hvílir sig við hlið buffalsins síns við upp- haf hinnar árlegu Carabau–hátíðar í bænum Pulilan í norðurhluta Filippseyja. Vatnabufflar, sem kallast carabau í Filippseyjum, taka þátt í skemmtigöngu um götur Pulilan til heiðurs hinum heilaga San Isidro Labrador. Selir með byssur Selir klæddir upp eins og hermenn með byssur á sýningu sem var haldin í síberísku borginni Irkutsk í Rússlandi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Á hundasýningu í Ísrael Kona leikur sér við chihuahua-hundinn sinn á alþjóðlegri hundasýningu í Kannot í Ísr- ael. Um 800 hreinræktaðir hundar frá um 180 mismunandi stöðum tóku þátt í sýningunni. Sofnaði í miðju ráninu Innbrotsþjófur átti erfitt með sig og lagðist til hvílu Þ að sannaðist hið forn- kveðna, að nætursvefninn er mikilvægur, þegar Timothy Bontrager braust inn á heim- ili fjölskyldu á Florída í Bandaríkj- unum. Svo virðist sem Timothy hafi steinsofnað í miðju innbroti. Skömmu eftir að húsmóðirin á heim- ilinu reis úr rekkju gekk hún fram á hann þar sem hann var í fastasvefni í stofunni. Hún spurði hann hvað í ósköpunum hann væri að gera á heimili hennar en fátt var um svör; hann hafði komist inn í gegnum ólæstar svaladyr, baðst afsökunar og reikaði um húsið á meðan húsmóð- irin hringdi á lögregluna. Þegar lög- reglu bar að garði var Timothy horf- inn af vettvangi og kom þá í ljós að hann hafði gengið út með veski kon- unnar, kreditkort, reiðufé og ávís- anahefti. Timothy var handtekinn skömmu síðar þar sem hann fannst á gangi um hverfið. Hann var þá nánast nakinn, á stuttbuxum einum fata. Hann reyndist hafa skilið bux- ur sínar eftir í skóglendi skammt frá. Hann hefur verið ákærður fyrir inn- brot og situr í gæsluvarðhaldi. n Svefndrungi Þegar konan fór á fætur og fann hún Timothy í stofunni, þar sem hann svaf. Mynd ShutterStock
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.