Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2015, Side 41
Helgarblað 22.–26. maí 2015 Skrýtið 41 Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is Böðuðu sig í sviðsljósinu Það eru ekki bara stjörnurnar úti í hinum stóra heimi sem fá athygli fjölmiðla. Hinar ýmsu dýrategundir fá stundum að baða sig í sviðsljósinu og vekja uppá- tækin jafnan mikla athygli almennings. Chihuahua- hundur, vatnabuffall, hermannaselir, boltabíturinn Bobo og nýfæddur górilluungi fengu allir sína fimmt- án mínútna frægð á dögunum og virtust almennt séð sáttir við lífið og tilveruna. Í fangi móður sinnar Górilluungi fæddist á dögunum í dýragarðinum Taronga í Ástralíu. Hérna er hann í fangi móður sinnar Frala og virðist fara þar einkar vel um hann. Bolabítur á hjólabretti Fjögurra ára bolabítur, Bobo, rennir sér á hjólabretti fram hjá skrifstofufólki í viðskiptahverfi Singapúr. Eigandi hundsins, sem getur rennt sér á hjólabretti án nokkurrar aðstoðar, fór með hann í fjármálakerfið til að kynna nýtt og glæsilegt gæludýrahótel. Bóndi og vatnabuffall Bóndi hvílir sig við hlið buffalsins síns við upp- haf hinnar árlegu Carabau–hátíðar í bænum Pulilan í norðurhluta Filippseyja. Vatnabufflar, sem kallast carabau í Filippseyjum, taka þátt í skemmtigöngu um götur Pulilan til heiðurs hinum heilaga San Isidro Labrador. Selir með byssur Selir klæddir upp eins og hermenn með byssur á sýningu sem var haldin í síberísku borginni Irkutsk í Rússlandi í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Á hundasýningu í Ísrael Kona leikur sér við chihuahua-hundinn sinn á alþjóðlegri hundasýningu í Kannot í Ísr- ael. Um 800 hreinræktaðir hundar frá um 180 mismunandi stöðum tóku þátt í sýningunni. Sofnaði í miðju ráninu Innbrotsþjófur átti erfitt með sig og lagðist til hvílu Þ að sannaðist hið forn- kveðna, að nætursvefninn er mikilvægur, þegar Timothy Bontrager braust inn á heim- ili fjölskyldu á Florída í Bandaríkj- unum. Svo virðist sem Timothy hafi steinsofnað í miðju innbroti. Skömmu eftir að húsmóðirin á heim- ilinu reis úr rekkju gekk hún fram á hann þar sem hann var í fastasvefni í stofunni. Hún spurði hann hvað í ósköpunum hann væri að gera á heimili hennar en fátt var um svör; hann hafði komist inn í gegnum ólæstar svaladyr, baðst afsökunar og reikaði um húsið á meðan húsmóð- irin hringdi á lögregluna. Þegar lög- reglu bar að garði var Timothy horf- inn af vettvangi og kom þá í ljós að hann hafði gengið út með veski kon- unnar, kreditkort, reiðufé og ávís- anahefti. Timothy var handtekinn skömmu síðar þar sem hann fannst á gangi um hverfið. Hann var þá nánast nakinn, á stuttbuxum einum fata. Hann reyndist hafa skilið bux- ur sínar eftir í skóglendi skammt frá. Hann hefur verið ákærður fyrir inn- brot og situr í gæsluvarðhaldi. n Svefndrungi Þegar konan fór á fætur og fann hún Timothy í stofunni, þar sem hann svaf. Mynd ShutterStock

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.