Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 27.–28. maí 2015 GleðileGt sumar 12” til 24” barnareiðhjól, verð frá kr. 25.900,- Frábært úrval reiðhjóla og aukahluta • Mikið úrval af reiðhjólahjálmum Focus Whistler 4.0 29“ ál stell-Tektro Auriga Vökvabremsur- Shimano Deore Afturskiptir- 27 gíra. Kr.119.000 Focus raVeN rooKie DoNNa 1.0 26“ ál stell-Promax V-Bremsur-Shimano 21 gíra Focus raVeN rooKie 1.026“ ál stell-Promax V-Bremsur- Shimano 21 gíra Kr.69.900Kr.69.900 Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími:565 2292 Biðla til íslensku þjóðarinnar Um átta þúsund manns hafa skrif- að undir áskorun til Ban Ki-moon þess efnis að bæta við nýju þró- unarmarkmiði til að auka skiln- ing á virkni taugakerfisins á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Svo hægt sé að senda áskorunina þarf hins vegar að lágmarki 30 þúsund undirskriftir. Hægt er að skrifa undir á vefnum taugakerfid.is. Það eru Mænuskaðastofnunin, SEM samtök endurhæfðra mænu- skaddaðra, MS-félagið, MND fé- lag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Park- insonsamtökin sem standa að söfnuninni. Talið er að um 3.000 Íslendingar séu flogaveikir, auk þess sem um 600 Íslendingar fá heilablóðfall árlega og um 450 manns eru með MS-sjúkdóm- inn, svo dæmi séu tekin og snert- ir málið því samfélagið allt. „Ís- lendingar hafa alltaf staðið með okkur og munu gera það núna eins og alltaf áður. Okkur liggur lífið á í orðsins fyllstu merkingu og við treystum á þá sem enn þá eiga eftir að skrifa undir að gera það strax,"“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Sumarið er ekki á leiðinni n Kaldasti maí í 36 ár n Maí aðeins þrisvar sinnum verið kaldari síðustu 70 ár Þ essi maímánuður er sá kald- asti í Reykjavík í 36 ár, eða síðan 1979. Á síðustu 70 árum hafa einungis þrír maí- mánuðir verið kaldari. Þetta segir Trausti Jónsson, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í maí hefur verið 4,1 stig en árið 1979 var hitinn 1,4 stig. Hitinn núna er 1,9 stigum undir með- allagi áranna 1961 til 1990 og 2,5 stig- um undir meðallagi síðustu tíu ára. Fyrstu tólf dagarnir kaldir „Þetta hefur verið óvenju kaldur mánuður, sérstaklega fyrstu tólf dagarnir. Síðan hefur ekki verið hlýtt, en hitinn hefur samt verið nærri með- allagi síðustu tíu ára. Það sem dregur mánuðinn niður eru fyrst og fremst þessir tólf fyrstu dagar,“ segir Trausti. 20 sinnum orðið kaldara síðustu 70 árin Maímánuður er sá þrettándi kald- asti á Akureyri. Á Austurlandi hefur hitinn verið ívið meiri, en samt und- ir meðallagi. Trausti segir það tilvilj- unarkennt hvernig veðrið hafi verið í maí miðað við síðustu ár. „Það má búast við þessu öðru hverju. Þessi mánuður hefur dregið árið dálítið niður. Á síðustu sjötíu árum hefur ekki nema tuttugu sinnum orðið kaldara það sem af er árinu í Reykja- vík. En á Austurlandi hefur þetta verið mikið betra. Þetta er nítjánda hlýjasta árið þar, það sem af er ári.“ Kalt loft frá Kanada Hann segir suðvestanáttina hafa verið þráláta á þessu ári. „Svo kom þetta norðankast um daginn sem stóð í þrjár vikur, frá sumardeginum fyrsta til 12. maí. Síðan hefur þessi frekar svala vestlæga átt verið.“ Spurður hvort sjávarstraumarnir hafi haft einhver áhrif á veðurfarið segir hann að sjávarhitinn við Suð- vesturland hafi verið undir meðallagi. „Þetta er mest kalt loft að vestan, frá heimskautasvæði Kanada, sem hef- ur verið hérna á ferðinni. Sjórinn er enn þá að hita það og þar af leiðandi er hann að missa varma. En hann er ekkert farinn að kæla loftið enn þá. Það gæti komið seinna, við vitum ekk- ert um það.“ Óvíst hvenær sumarið kemur Veturinn var óvenju umhleypinga- samur og vindhraði var talsvert yfir meðallagi. Til dæmis hefur meðal- vindhraði ekki verið meiri í 25 ár á öllu landinu. Trausti segist ekki vita hvenær sumarið kemur. „Það er ekki útlit fyrir að þetta breytist neitt sérstaklega á næstunni. Það er áfram gert ráð fyrir heldur svölu veðri og að það skiptist á vestan- og norðanáttir.“ Mjög kalt sumarið 1979 Ef árið 1979 er skoðað betur kemur í ljós að sumarið var einnig mjög kalt. Meðalhitinn í Reykjavík var 8,3 stig en á Akureyri var meðalhitinn aðeins 7,4 stig. Hvort þetta gefi fyrirheit um komandi sumar er samt ómögulegt að segja. Kaldasta sumarið var aftur á móti 1983 þegar meðalhitinn var 7,8 stig í Reykjavík. Þá var meðalhitinn í maí tveimur stigum hærri en hann er núna. Engin hlýindi í vændum Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðing- ur hjá spádeild Veðurstofunnar, segir að ekkert sé í kortunum um að mik- il hlýindatíð sé í vændum. Á föstu- daginn stefnir í ágætisveður á landinu, fremur léttskýjað en síðan kemur lægð og skil á laugardag og sunnudag með rigningu um land allt. n „Á síðustu sjötíu árum hefur ekki nema tuttugu sinnum orðið kaldara, það sem af er árinu í Reykjavík. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Trausti Jónsson Fyrstu tólf dagarnir í maí voru óvenju kaldir. Kalt í maí Maí hefur ekki verið kaldari í Reykjavík í 36 ár. Mynd ÞorMar Vignir gunnarsson Slógu mann með öxi Tveir karlmenn og kona brut- ust inn á heimili manns í Garðabæ um helgina, vopnuð öxi. Maðurinn var sleginn með öxinni, þeirri hlið sem bitlaus er. Fólkið hefur játað árásina og rannsókn málsins er langt komin, hefur Vísir eftir að- stoðaryfirlögregluþjóninum Kristjáni Inga Kristjánssyni. 5 Hróp og köll og mikil stemning Á þriðja þúsund mættu á Austurvöll Á þriðja þúsund manns voru samankomnir á Austurvelli í mótmælum undir yfirskrift- inni Bylting! Uppreisn! á þriðjudagskvöld. Mótmælafundur- inn hófst kl. 17. Mótmælin voru frið- samleg en þó heyrðust hróp og köll og stemning var kröftug og undir- aldan þung. Í yfirlýsingu fundarhaldara sagði meðal annars: „Margir með- al almennings sjá sig nú knúna til að koma núverandi ríkisstjórn frá störf- um, hún er að valda varanlegum, óafturkræfum skaða fyrir þjóðina. Við erum reið. Við líðum þetta ekki lengur.[…]Nú stendur þjóðin saman og lætur heyra í sér!“ Ræðumenn voru þau Sig ríður Bylgja Sig ur jóns dótt ir og Bragi Páll Sig urðar son. Tón list ar menn irn ir KK, Valdimar og Jón ína Björg Magnús- dótt ir komu einnig fram. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.